Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.11.1950, Blaðsíða 20
FORELDRAR OO BORN Á fyrsta og öðru ári FORELDRAR, er liafa kynnt sér aðvaranir uppeldisfræðinga um meðhöndlun ungbarna, standa mun betur að vígi en hinir, að áliti bandaríska læknisins Benjamin Spock. Ræðir liann þessi mál í ný- útkominni bók, sem liann nefnir: „Forðist byrj unarerf iðleikana! ‘ ‘ Skýrir hann þar frá ýmsu í hegðun barnsins, sem er náttúrlegt og eðli- legt, en foreldrar vita ekki alltaf um og baka sér því óþarfa erfið- leika. Mörg vandræði mætti forðast, segir læknirinn, ef foreldrar skildu betur en raun ber vitni, að náttúr- an hefur gert barnið þannig úr garði, að hún hefur hemil á því, hvað mikið magn fæðu börnum er eðlilegt að láta í sig, og þau hætta að drekka eða eta, er þau hafa feng- ið nóg. Það er eðlilegt, að börnin fái nokkra andúð á mat, þegar ver- ið er að venja þau af drykk og á mat, og það er líka eðlilegt að matarlystin sé misjöfn. Ef foreldrar vissu á hverju þeir mega eiga von, væri minna um áhyggjur af því, að barnið hungri og þá reyndu þeir ekki að neyða barnið til að borða, gegn vilja þess, en það vill brenna við of oft. Náttúran býr börnin líka hæfileikum til þess að verjast slíkum aðgerðum, og þau gera það líka. Læknirinn telur að ýmis vandræði í sambandi við mat- aræði barna byrji oft vegna þess, að foreldrar þekki ekki þessi ein- földu atriði. Oftast sigla foreldr- ar árekstrarlítið yfir fyrstu tólf mánuðina, en þegar á öðru ári lenda margir í erfiðleikum að ó- þörfu og þá hefst baráttan milli móður og barns vegna fæðunnar, Jrar sem móðirin reynir að neyða barnið til að borða meira en það vill eða hefur þörf á. Læknirinn segir, að reynsluleysi og þekkingarleysi foreldra komi þeim þarna sjálfum í koll, auk Jress sem slíkt atferli sé barninu sízt til heilsubótar. i FYRSTA ÁRINU, segir lækn- Ix. irinn, gengur uppeldið þó oft- ast allvel. Barnið þrífst vel, ætt- ingjar og vinir segja móðurinni, að barnið sé sérlega þriflegt, og hún er stolt af því. Barnið borðar eðli- lega, sefur reglulegan tíma og er þægt. Það getur ekki af sjálfsdáð- um skaðað sig eða verið til trafala og það segir aldrei nei. En þessi hamingjusami tími er úti, Jregar annað aldursárið hefst. Þá breytist mataræðið og þá hefst baráttan. Þar að auki verður Jress nú vart, að barnið er búið að fá sinn eigin vilja. Það fer að geta borið sig um húsið án aðstoðar. Með hæfileik- anum til að ganga, kemur ákafinn að ferðast um húsið, kanna nýjar slóðir, klifra og brölta. Náttúran hefur líka gert ráð fyrir þessu, seg- ir læknirinn. Um leið og hún fær barninu hæfileikann til að ganga, gerir hún það jafnframt háðara móður sinni. Það er trygging sú, sem hún setur gegn því, að barnið verði fyrir slysum. Barnið hrín hástöfum, þegar móðirin fer út úr herberginu, það flýtir sér til henn- ar, ef ókunnugur maður nálgast, enda þótt það hafi ekki bært á sér er Jressi ókunnugi maður kjassaði það í vöggunni nokkrum mánuðum fyrr. Barnið er hrætt við ryksuguna eða hrærivélina og Jrað óttast hluti, sem hreyfast og hafa hátt, því að vel gætu það allt verið óargadýr í þess augum. Allt eru þetta eðlileg viðbrögð og Jrað J)ar[ móðirin að skilja. Hrinurnar eru engin óþekkt, barnið er ekki endilega hroðaleg „mannafæla“, eins og stundum er sagt, hér er allt með réttu ráði og óþarft að hafa áhyggjur af því. Náttúran er hér að starfi. Það er mikill misskilningur, seg- ir læknirinn, að reyna að venja barn af „handæði“ eða því að geys- ast um allt húsið, með ávítum eða refsingum. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að rökræða við barn- ið og segja því, hvað það má og hvað ekki, og sést það á þvi, að barnið gerir æ ofan í æ Jrá hluti, sem bannaðir hafa verið. Þegar verst gengur, er annað árið 12 stunda þrotlaust erfiði fyrir móður- ina alla 24 mánuðina. Þetta erfiði tekur á móðurina, eins og barnið, en oftast verða áhrifin langvinnari hjá barninu, segir læknirinn. ■r ÞESSARI bók er lögð áherzla á, | hver nauðsyn Jrað sé fyrir for- eldra að gera ráð fyrir börnunum í heimilishaldi sínu. Börnin þurfa t. d. að hafa svigrúm. Það er al- rangt, að fylla stofur með fínum húsgögnum og skrautmunum, svo 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.