Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1951, Side 26

Samvinnan - 01.03.1951, Side 26
IÐUNNAR-SKÚR Hvers vegna líSur öllum bezt í IÐUNNAR-skóm? Það er fyrst og fremst sökum þess, að allir IÐUNNAR-skór eru sérstaklega lagaðir fyrir íslenzkt fótlag. Auk þess eru allir IÐUNNAR-skór smekklegir, vandaðir og ódýrir. Gangið í IÐUNNAR-skóm, þá líður ykkur vel. Skinnaverksmiðjan IÐUNN — Skógerbln — Hann er ánægður, honum líð- ur vel í GEFJUNAR-fötum, innst sem yzt. Þau eru smekkleg, skjólgóð og henta bezt íslenzku veðurfari. GEFJUN vinnur sífellt að því að bæta og fullkomna fram- leiðslu sína, með nýjum og fullkomnari vélum og með því að taka í þjónustu sína hvers konar nýjungar, sem fram koma á sviði ullariðnaðarins í heiminum. UHarverksmiðjan GEFJUN Akureyri Auður ættarinnar (Framh. af 9. siðu) Iegur. Það var ekki hægt að fá hann keyptan og því síður hægt að gefa hann. Jóhann Pryskjr varð nú að svelta í fyrsta skipti á ævinni. Hann varð skinhoraðri dag frá degi, augun stækkuðu og hann líktist meir en nokkru sinni fyrr sorgmæddum og þjáðum heimspekingi. Að lokum gat hann alls ekki þolað lengur þrautirnar í maganum og þján- ingar aflleysisins, sein hinn nagandi sultur olli, og hann tók að þreifa um belti sitt. Þar átti hann tvö hundruð og tuttugu þúsund mörk. Hann tók úr sjóði þessum hundrað rnarka seðil og gekk að brauðbúð. Hillurnar í búðinni voru nær því tómar, þegar Jóhann, sem orðið hafði að bíða þrjár klukkustundir í röð soltins fólks, kom að lokum inn í búð- ina. „Eitt pundsbrauð,“ sagði hann og fór saknaðarhöndum um seðilinn sinn eins og hann væri að kveðja síð- ustu kveðju kæran vin, sem erfitt væri að skilja við, eða eins og kona, sem kveður barn sitt alfarið í aðrar heimsálfur. „Á þetta kannske að kallast fyndnir“ sagði bakarinn afundinn. „Nei, aðeins eitt brauð. . . .“ „Hvar hafið þér alið manninn síð- ustu vikurnar, fyrst yður er ekki kunnugt um verð á brauðum í dag?“ „En — en þetta er hundrað marka seðill, sjáið þér það ekki?“ „Jú, en eitt pundsbrauð kostar tvö hundruð þúsund mörk.“ „Hvað — hvað segið.. .?“ „Svona, út úr búðinni með yður.“ Jóhann varð að fylgjast nteð sem hlekkur í keðju viðskiptamannanna, og hann vissi varla af sér fyrr en hann stóð aftur úti á götunni með hundrað marka seðilinn sinn í hend- inni. Hann horfði lengi þögull á hann og strauk af honum allar hrukkur. Svo ranglaði hann af stað, unz hann fann bekk til að setjast á. Þar sat hann um hríð, en áður en langt Ieið gekk hann aftur að brauðbúð- inni. „Ég ætla að fá þetta brauð,“ sagði hann og rétti peningabeltið sitt með öllum auðæfunum fram. „Brauð hafa hækkað í verði. Nú kostar pundsbrauðið eina milljón.“ „Ég hef ekki nema tvö hundruð og tuttugu þúsund mörk,“ sagði Jó- hann. „Þér getið fengið lítinn hveitisnúð fyrir það,“ sagði bakarinn. „Jæja, ég ætla að fá hann,“ sagði Jóhann. Andrés Kristjdnsson, þýddi. * * * Leyndarmál er það, sem menn segja aðeins einum í einu. 26

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.