Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Síða 6

Samvinnan - 01.01.1953, Síða 6
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 40.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Efni: Höggsteypa og húsbyggingar 3 SÍS undirbýr verksmiðju- framleiðslu á höggsteypu 4 Útrýma gerfiefnin ullinni? 6 Vertu sæl Ibiza! eftir Indriða G Þorsteinsson 8 Ævintýrið um sjótryggingar 10 Gull í gamalli slóð, eftir Jón Haraldsson 12 Hvenær verður farið til ara hnatta? ann- 14 Óvenjuleg hestarækt í Þýzkalandi 17 John Foster Dulles 19 Samvinnusamtökin og röst í Borgarfirði Bif- 22 Stúlkan í Svartaskógi, framhaldssaga 23 GuIIeyjan 27 XLVII. árg . 1. Janúar 1953 SAMVINNAN byrjar nýjan árgang með því að óska lesendum sínum gleðilegs og gæfuríks árs. Hún er í seinna lagi á ferð í þessum mánuði, þar sem skortur á efni til prentmynda- gerðar tafði nokkuð fyrir henni, en ber óskina fram engu síður. Hið nýja ár, 1953, verður að sjálfsögðu reglu- legra en hið liðna, þar sem nú verður ekki tilefni til þess að draga mörg hefti saman í afmælisrit, eins og gert var í fyrra. Verkefni blaðsins verður eins og liðna áratugi að færa lesend- um fréttir og hvatningarorð um sam- vinnustarfið, og jafnframt fróðleik hvers konar. Enn sem fyrr æskir ritið góðrar samvinnu við lesendur, því að þeir eiga blaðið og fyrir þá er það út gefið. Kaupfélagsformaður verður flokksformaður Samvinnan hefur áður getið þess, er forustumönnum kaupfélaganna hafa verið falin trúnaðarstörf á stjórn- málasviðinu, enda er þar ráðið til lykta mörgum málum, sem samvinnu- hreyfinguna skipta miklu máli. Nú síðast hefur það gerzt á þessu sviði, áð formaður eins stærsta kaupfélagsins, Kaupfélags Isfirðinga, Hannibal Valdimarsson, hefur verið kjörinn formaður Alþýðuflokksins og ritstjóri aðalmálgagns flokksins. Hefur Hanni- bal um margra ára skeið starfað að samvinnumálum á Isafirði, verið í stjórn Samvinnufélags ísfirðinga og kaupfélagsins, og formaður hins síð- arnefnda síðan 1946. Hann hefur átt sæti á alþingi síðan 1946. SÍÐASTA ÁR var viðburðaríkt fyrir samvinnuhreyfinguna vegna hinna miklu afmæla, sem haldin voru há- tíðleg. En þrátt fyrir slíkar stórhátíð- ir var hinu daglega starfi haldið áfram, í hverri kaupfélagsbúð, hverju vörugeymsluhúsi, hverri skrifstofu, í hverri verksmiðju, slátur- eða frysti- húsi, sem á vegum samvinnufélaganna starfa. Nú eru menn önnum kafnir við að ganga frá reikningum og gera sér grein fyrir niðurstöðum þeirra eft- ir árið, sem vonandi verða góðar og sýna veruleg skref fram á við. En margt mætti fleira telja upp, sem tal- ið verður í samvinnuannál ársins. Nýtt kaupfélag var stofnað og nýjar búðir opnaðar víða um land og ný atvinnu- tæki tóku til starfa fyrir atbeina kaupfélaganna. Verksmiðjur sendu nýjar vörur á markaðinn, og gerðu átak til að bjóða karlmönnum ágæt, ódýr og íslenzk föt. Gerð var tilraun með nýja gerð þvottahúsa og verð þeirrar þjónustu stórlækkað. Sam- vinnutryggingar skiluðu hundruðum þúsunda aftur til viðskiptamanna sinna (og eigenda — sem eru hinir sömu), og Sambandið hóf undirbún- ing að nýjung í byggingariðnaði, sem síðar mun koma mörgum til góða. Haf- in var smíði á nýju skipi í Hollandi og tilkynnt smíði annars í Svíþjóð, og mætti svo lengi telja. EKKI GEKK ALLT í sömu átt, frek- ar neitt hinna liðnu 50 eða 70 ára samvinnufélaganna. Þau þurftu að verjast árásum og illkvittni andstæð- inga sinna, og Olíufélagið fékk harð- an dóm, sem það hefur áfrýjað í stað- fastri trú á leiðréttingu sinna mála í hæstarétti. En yfirleitt mega sam- vinnumenn vera ánægðir með árið, því að hreyfing þeirra hefur sem fyrr gert þjóðinni margt gott og mikið gagn. En ekki dugir að staðnæmast við slíka niðurstöðu. Miklir erfiðleik- ar eru framundan, og þeir krefjast fulls liðsinnis hvers einasta félags- manns, hver sem hann er og hvar sem hann býr. NOKKRIR LESENDUR hafa skrif- að og kvartað um að þeir hafi ekki fengið júlíhefti síðasta árs. Það er ekki von, því að þetta hefti var eitt þeirra þriggja, sem sameinuð voru í afmælisheftið, enda þótt því miður hafi láðst að geta þess á réttan hátt. 2

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.