Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Side 7

Samvinnan - 01.01.1953, Side 7
SAMVINNAN Höggsteypa og húsbyggingar Islendingar hafa frá öndverðu verið illa hýst þjóð. Fyrr á öldum reistu þeir að vísu híbýli, sem voru um marga hluti athyglisverð, en staðrejmd er það, að fyrstu 900 ár íslandsbyggðar réðu þeir ekki yfir nægilegri tækni til að hagnýta þau byggingarefni, sem bezt eru til í landinu. Þetta hefur leitt til þess, að nokkrar síðustu kynslóðir hafa orðið að byggja upp húsakost þjóðarinnar frá grunni. Er því ekki að undra, þótt mörg verkefni séu enn óleyst á þessum vettvangi. Mikið hefur risið af íbúðarhúsum, en þúsundir landsmanna búa enn í íbúðum, sem ekki stand- ast kröfur tímans. Mikið hefur verið reist af byggingum til almenningsþarfa, en skortur er á skrifstofu- og verzlun- arhúsum, opinberum byggingum ýmiskonar, kirkjum, samkomuhúsum og fleiru. Mikið hefur verið byggt fjuir atvinnuvegi þjóðarinnar, en ærin verkefni bíða óleyst í iðn- aði og landbúnaði. Nokkur síðustu ár, sem verið hafa mikil b^^ggingaár, hafa Islendingar í vaxandi mæli byggt vel — og dýrt. Veðrátta og jarðskjálftahætta gera þetta að vissu marki nauðsynlegt, en þó er það skoðun margra, að of langt sé gengið og rík þörf sé ódýrari og skynsamlegri b}rgginga- hátta. Hafa verið gerðar ýmsar athuganir á þessu og marg- ar nýjungar komið fram, en stórbreytingar hafa þó eng- ar orðið. ★ Fyrir nokkru skýrði Samband íslenzkra samvinnufé- laga frá því, að það væri að undirbúa verksmiðju til þess að framleiða svonefnda höggsteypu, sem erlendis kallast „schokbeton“. Vakti sú nýjung mikla athygli, en henni er nokkuð lýst á næstu tveim síðum þessa heftis og þar sýnt í myndum eitt dæmi um slíka byggingu. Virðist hér vera á ferðinni nýjung, sem hugsanlegt er, að geti haft mikil áhrif á byggingamál þjóðarinnar og ef til vill lækk- að byggingakostnað verulega á vissum sviðum. Mun nú Sambandið á næstunni gera tilraunir með byggingu úr höggstej^pu hér á landi, og fæst þá úr því skorið, hversu rnikils má af þessari hollenzku byggingaraðferð vænta. Það er ánægjulegt, að samvinnumenn skuli leggja lið þeirri leit að nýjum og bættum byggingaraðferðum, sem hér verður að gera, ef þjóðin á ekki lengi enn að búa við ófullkominn húsakost. Samvinnufélögin sjálf þurfa mikil hús undir starfsemi sína og reka mikla verzlun með bygg- ingarefni. Sambandið hefur veitt þeim aðstoð í þessu efni með því að hafa myndarlega teiknistofu skipaða færum sérfræðingum, og stendur því vel að vígi til að hafa nokkra forustu í þessum málum. Það hefur í vaxandi mæli orðið hlutverk kaupfélaganna og Sambandsins að taka mikinn þátt í nýbyggingum í landinu, hjálpa einstakling- um og koma upp mannvirkjum, er styrkja heilar byggðir, og hefur því ríka ástæðu til að láta til sín taka í þessum efnum. ★ Auk þess, sem kaupfélögin og Sambandið sjálf gera á þessu sviði, og eðlilega fellur í þeirra verkahring, eru starf- andi fjölmörg samvinnubyggingafélög í landinu. Hefur þegar fengizt af þeirn mikil og góð rejmsla, og mikill fjöldi manns hefur getað eignazt þak yfir höfuðið með aðstoð þeirra. Fyrr á árum og fyrstu árin eftir stríð gátu samvinnu- byggingafélögin reist heil íbúðahverfi, þar sem samvinn- an á þessu sviði var hagnýtt til hins ítrasta við efniskaup, sameiginlegar teikningar, vinnusparnað og á annan hátt, er lækkaði byggingakostnaðinn. En nokkur síðustu ár hafa fjárhagsaðstæður í landinu verið þannig, að erfitt hefur verið að gera stórátök á þennan hátt. Þó verða samvinnu- menn ávallt að hafa þetta mál í huga, og láta einskis ófreistað til að gera þessum félögum kleift að láta hendur standa fram úr ermunum og gera stór átök á sviði íbúða- bygginga. Þyrftu samvinnumenn að ganga á undan öðr- um við að hagnýta nýjar byggingaaðferðir og nota úrræði samvinnustefnunnar til þess að hjálpa þjóðinni að leysa það mikla vandamál, sem húsaskorturinn er. 3

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.