Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Side 11

Samvinnan - 01.01.1953, Side 11
illa lit. Dacron hristir af sér vatn eins og önd, og brotin fara ekki tir dacron- buxum, hvað sem á gengur. En það vill taka á sig gljáa við pressun með venjulegum hita. Dynel brennur ekki og er því til dæmis notað í rúmföt í hinu mikla hafskipi, United States. En það verður að strjúka það við mjög lágan hita, annars hleypur það og stífnar. Stundum geta efnin verið svo sterk, að það verður ókostur. Sa- ran hefur verið notað í áklæði á bif- reiðasæti, og hafa borizt kvartanir um það, að efnið slíti brókum ökumanna um of. 011 þau efni, sem hér hafa verið nefnd, hrinda frá sér vatni. Þess vegna hlaupa þau ekki, krumpast ekki, þorna fljótt, taka lit illa, og festast við lík- amann í miklum hita, af því að þau drekka ekki í sig raka. Þau leiða illa, svo að núningur getur skapað raf- straum, sem er hvimleiður. Ullin drekkur hins vegar í sig vatn. Þess vegna litast hún svo vel, þess vegna hleypur hún og þess vegna geta ullar- flíkur tapað lögun sinni, ef illa er far- ið með þær votar. Það gerfiefnið, sem næst kemst ull- inni af þeim, er enn hafa verið fund- in upp, er Vicara, sem drekkur í sig raka og tekur lit ágætlega. Auk þess vinnur mölurinn ekki á því. En vicara er veikur þráður og það verður að styrkja hann. Þetta efni dugir ekki eitt sér. Framleiðendur leggja áherzlu á það, að hentugast sé að blanda efnum saman. Einn þeirra spáir því, að klæðaframleiðendur framtíðarinnar muni nota allar þessar tegundir, þar á rneðal ullina, og blanda þeim sam- an, rétt eins og stálframleiðandinn blandar mörgum málmum til að fá þá kosti, sent hann þarf í hverri blöndu. Á þennan hátt muni fást ótrúlegar framfarir í hvers konar klæðagerð. Sá framleiðandi gerfiefnis mun ekki vera til, sem telur sig vera búinn að finna fullkomið gerfiefni eða full- komna blöndu. „Vísindamennirnir eru að hugsa um hundruð nýrra teg- unda,“ segir starfsmaður Union Car- bide félagsins, sem fr'amleiðir dynel, „og það er verið að gera beinar til- raunir með tugi nýrra efna.“ Það má því búast við, að einhver gerfiefnanna eigi eftir að falla fyrir öðrum nýrri í baráttunni næstu ár. Rayon og ace- tite munu sjálfsagt verða fyrir áföll- um, og síðan kemur vafalaust að því, að baðmullin finnur fyrir samkeppni. Það eru ýmsir annmarkar á þess- ari þróun, og þá sérstaklega hinn mikli kostnaður við vísindarannsóknirnar. Du Pont fyrirtækin ej^ddu tíu ára starfi og hátt á fimmta hundrað milljónum króna í það að búa til fyrstu nylonsokkana. Sörnu verksmiðjur hafa hætt 2.400 milljónum króna í til- raunir og framleiðslu á orlon og da- cron. Aðrar gerfiefnaverksmiðjur, sem nú eru í smíðum, munu kosta um 4000 milljónir íslenzkra króna. Þess- ar tölur sýna, hvert traust klæðaiðn- aðurinn ber til hinna nýju efna. Bandaríkjastjórn hefur fulla ástæðu til þess að styðja aukna framleiðsfu gerfiefna í stað ullar. Fyrir síðustu heimsstyrjöld framleiddu Bandaríkja- ntenn þrjá fjórðu hluta ullar þeirrar, sem þeir notuðu, en þurfa nú að sækja sama hlutfall til annara landa. Sauð- fjárrækt þeirra stendur mjög á hall- andi fæti, menn fást ekki til að sinna henni, og það verður að flytja Baska inn frá Spáni til að gæta fjárins, því að fjárhirðar fást ekki í landinu. Kostnaður við sauðfjárræktina er mikill, tap af völdum villidýra mikið, og þessi atvinnuvegur engan veginn eins arðvænlegur og nautgriparæktin. Ullin er að vissu leyti versti óvinur sjálfrar sín. Hún er óhrein og aurug, þegar hún er klippt af fénu, og það verður að kosta miklu til að þvo hana og kemba, áður en hægt er að vefa úr henni. Gerfiefnin eru hrein og þar þarf ekki flokkun eða gæðamat, held- ur eru gæðin jöfn og fyrirfram ákveð- in. Þrátt fyrir þessi vandkvæði ullar- innar má ekki gleyma nokkrum stað- reyndum, sem eru umhugsunarefni fyrir hvern þann, sem ætlar sér að kveða upp dauðadóm yfir sauðfénu eins og silkiorminum á sínum tíma. Vísindin munu ekki síður geta komið ullinni til aðstoðar en gerfiefnunum. Þau munu finna leiðir til þess að bæta kosti ullarinnar og auka nytsemd hennar. Þegar henni verður blandað (Framh. d bls. 13) r —:-------------\ Islendingar hafa verið, eru og munu vafalaust verða um lang- an aldur miklir sauðfjáreigendur og byggja margir afkomu sína á sauðfjárafurðum.. En nú ganga jafnvel þeir sjálfir í orlonskyrt- um, dacronblönduðum fötum og með nylonblöndu í hæl og tá á sokkum, en kvenþjóðin getur ekki hugsað sér annað en hreina nylonsokka. Þessi bylting í klæðagerð er öllu stórfenglegri t öðr- um löndum, og því hefur vaknað sú spurning, hvort ullinni verði útrýmt með öllu á næstu árum. Lesandinn má þó ekki gefa upp alla von um framtíð sauðkindarinnar, fyrr en hann hefur lesið þessa grein á enda, ef hann verður þá ekki rólegri. Greinin er endursögð úr tímaritinu „Fortune“ og miðast að nokkru leyti við amerískar aðstæður, en á þó engu síður erindi til allra, sem áhuga hafa á þessu máli. v_______________________________________________________________________/ 7

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.