Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 16
Guttt 9 ci m ci (ti Jóí EFTIR JON HARALDSSON, EINARSSTOÐUM I. Árið 1951 sátn aðalíund Kaupfélags Þingeyinga sem heiðursgestir þrír há- aldraðir menn, fulltrúar gamla tím- ans, — tíma mannmörgu lestaferðanna og sleðaferðanna, samhjálparinnar og samvinnunnar á torsóttum leiðum. Einn þessara manna, Helgi Sigurðs- son í Hólum í Laxárdal, hefur nú lokið göngu sinni. í löngu ferðinni hans voru stigin merk spor, sem vert er að gefa gaum. Ég ætla hér að benda á eitt. II. Sem barn að aldri minnist ég H(>la- feðga í Laxárdal, Sigurðar gamla og sona hans. — Fjóra þeirra sá ég og hafði af þeirn nokkur kynni, en þann fimmta sá ég ekki, hann var farinn til Ameríku fyrir mitt minni. Sigurður í Hólum var hið mesta hraustmenni og hetjukarl, bjó stóru búi og var jafnan í fremstu bænda röð. Synir hans, Kristján á Grímsstöðum á Fjöllum, Sigurbjörn á Litlu-Laug- um, Halldór og Jóhannes, sem báðir fóru til Ameríku, og Helgi, sem bjó á föðurleifð sinni, Hólum, voru allir rnyndar og atorku menn og báru á sér karlmennsku brag. Laust fyrir 1880 byggðu þeir Hóla- feðgar íbúðarhús úr steini; stendur það enn og mun vera eitt af elztu hús- um þeirrar tegundar hér um slóðir. Mun Sigurbjörn hafa staðið fyrir þeirri byggingu og mest að henni unnið, en áður hafði liann unnið við byggingu Þverárkirkju og kynnzt þar meðferð byggingarefnisins. Sigurbirni kynntist ég mikið þegar hann bjó á Litlu-Laugum og fékk mætur á hon- um og konu hans, Nýbjörgu Kristj- ánsdóttur. Bæði voru þau hjón prýðis vel greind, hagmælt, hjálpfús og greiðasöm. Marga lmittna vísuna benti Sigurbjörn mér á; kunni liann ógrynni af slíku og hafði næmt eyra fyrir góðum tækifærisvísum. Helga kynntist ég ekki mikið fyrr en hann var orðinn roskinn bóndi; naut þó oft gestrisni og greiðasemi Hóla-hjóna, er ég átti leið um Hóla- sandsveg. Á unglingsárunum heyrði ég sögu um Helga í Hólum, sem fest- ist mér svo í minni, að ég leit hann öðrum augum en flesta samferða- rnenn. Oft var ég að því kominn að spyrja Helga um atvik og reyna sann- indi sögunnar, en það fórst jafnan fyr- ir, þar til á K. Þ. fundinum í fyrra. Þá áræddi ég að spyrja. Heyrnin var far- in að bila hjá Helga. Hann hváði eftir fyrstu spurningu minni, svo kipptist hann við og sagði: „Hvernig hefur þú komizt að þessu? Ég hélt að fáir hefðu vitað um þetta smá atvik og að nú væri það með öllu gleymt. Þetta er heldur engin hetjusaga — sízt af öllu minn þáttur. Hún Þorbjörg, kon- an mín, hún á þó alltaf sinn hlut. En þó að við rifjum upp gamlan atburð, þarf ekki að birta hann, fyrr en þá eftir að ég er farinn." III. Saga Helga er hin sama og ég hafði áður heyrt og er á þessa leið: „Bræður rnínir tveir fóru til Amer- íku. Halldór, sem settist þar að og kom ekki heim aftur, og Jóhannes, sem kom til baka eftir nokkur ár. Var ætlun hans að setjast hér að, fá sér jörð og gerast bóndi. En hann hitti á slæmt árferði. fannst vorkuldinn napr- ari en hann áður minnti og fór að dreyma um Ameríkuferð á ný. Nokkru eftir heimkomuna trúlof- aðist Jóhannes stúlku, sem Ragna hét, og eignuðust þau stúlkubarn. Þegar á reyndi treystist Jóhannes ekki til að setjast hér að. Hann var orðinn vanur betri lífskjörum vestur frá, þótti kaupið lágt hér og eyddist lionum það fé, sem hann kom með að vestan, er líka mun ekki hafa verið mikið. Hann ráðgerði að fara með heitkonu sína og barn vestur, en hafði — þegar til kom — ekki nægilegt fé til fargjalds fyrir þau öll. Afréð hann því að fara sjálfur á undan, vinna fyrir farareyri handa mæðgunum, svo þær gætu flutt til hans næsta ár. Til bráðabirgða voru þær til heimilis hjá okkur hjónum; það átti ekki að vera þörf á því til langs tíma. En heppnin var ekki með Jóhann- esi. Honum græddist ekki fé sem vænzt hafði verið. Árin liðu eitt af öðru og ekki rættist úr. Ég var nýlega giftur og tekinn við búi í Hólum, þegar þetta var. Ég hafði fremur þröngan hag og bústofninn þurfti að auka. Eina skepnu þótti mér lang vænzt um í búi mínu; það var rauð hryssa, sem ég hafði alið upp, afburða reið- hross, svo fjörhá, fótmjúk og fim, að ég hef aldrei kynnzt hennar jafningja. Skömmu eftir sumarmál gisti Kristj- án bróðir minn hjá mér á heimleið frá Akureyri. Ég fylgdi honum upp í Mý- vatnssveit. Þegar við áðum við Sand- vatn, sagði Kristján: „Þú gætir fengið mikla peninga fyr- ir þá rauðu — að minnsta kosti tvö hestverð." „Já, en ég er nú ekkert að hugsa um að fjölga hrossunum,“ sagði ég og hló við. En undir niðri vakti þetta hjá mér óró og gremju. Aldrei var Rauðka betri en ofan sandinn, til baka — heimleiðis. Það var sem hún flygi, svo hraðfara og þýð- geng var hún. Ég fór af baki á heiðarbrúninni of- an við Hólabæinn og gekk niður brekkuna. Rauðka stiklaði við hlið mér, rak í mig snoppuna annað veifið, eins og hún væri að minna mig á, að ég hefði ekki þakkað henni fvrir sprettinn. Miklir peningar! Þessi orð komu aftur og aftur í hugann, jafnvel með- an jeg strauk yfir gljáandi, svitabað- inn skrokk hennar. Hvað varðar mig um slíkt? Ég lokaði hesthúsinu og hraðaði mér heim. Ragna stóð norðan við bæinn. É.g 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.