Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Side 18

Samvinnan - 01.01.1953, Side 18
Hvenær verður far ’ib til annara hnatta? Um hringiðu himintunglanna, gervimána og ferðalög, sem taka tugþúsundir ára! Það er nú svo komið, á miðri tuttug- ustu öldinni, sjö árum eftir að kjarn- orkan var notuð í fyrsta sinn, að all- ur almenningur víða um lönd telur nokkurn veginn öruggt, að ekki líði nema nokkrir áratugir, ef þá svo lang- ur tími, unz farið verður til tungls- ins frá jörðunni. I löndum eins og Bandaríkjunum er þessi hugmynd svo útbreidd, að ýmis konar geimför og furðubúningar tilvonandi geimfara eru útbreidd barnaleikföng, tímarit um slík efni skipta tugum og nær dag- lega má heyra í útvarpi eða sjá leikn- ar í sjónvarpi sögur, er fjalla um ferðalög til annara himintungla. Jafn- vel hér uppi á Islandi var nýlega sýnd kvikmynd, sem fjallaði um ferðalag til tunglsins og fyrsti leiðangur þang- að frá Islandi var leikinn í útvarps- þætti síðastliðið vor. Ekki er þó svo að skilja, að allt tal um ferðir til annara hnatta séu hug- arórar einir. Margir alvörugefnir vís- indamenn hafa ákveðnar skoðanir um þessi efni, og telja sumir slíka leið- angra hugsanlega í náinni framtíð, en aðrir sjá á þeim hvers konar tor- merki. Allir eru þó sammála um það, að erfitt er að draga línu milli óbeizl- aðs ímyndunarafls og vísindalegra kenninga um þessi efni. Það er langt síðan vísindamenn komu auga á þær meginaðferðir, sem flestir telja enn að notaðar verði í fyrstu ferðum mannanna til tunglsins og síðar annara hnatta. Þessar kenn- ingar voru þekktar þegar fyrir fyrri heimsstyrjöldina. En tvennt hefur orðið til þess að gera almenningi svo umhugað um þessi mál nú. Beizlun kjarnorkunnar hefur talið mönnum trú um, að vísindin geti allt, og hinar illræmdu V-2 eldflugur Þjóðverja í stríðslok sýndu fram á, að hægt er að senda slík farartæki æði hátt í loft upp. Vísindamaður sá, sem stjórnaði rannsóknum þeim, er leiddu til smíða V-2 eldflugnanna þýzku, Dr. Wernher von Braun, er enn aðeins 40 ára að aldri, og starfar hann nú að svipuð- um málefnum fyrir bandarísku stjórn- ina. Hann ól þá von í brjósti þegar á barnsaldri að komast til tunglsins, og hefur vonin urn það ferðalag eng- an veginn kólnað enn. Sá galli fylgir öllum umræðum eða skrifum um þessi mál, að vegna kalda stríðsins hvílir mikil leynd yfir þeim framförum, sem orðið hafa í eld- flugnasmíðum. Þeir vísindamenn, sem bezt skil kunna á þessum efnum, eru bundnir þagnarheiti, en hinir, sem geta látið gamminn geysa, þurfa ekki að óttast andmæli hinna múlbundnu vísindamanna. Þeir, sem ákafastir tala um geim- ferðir, líkja núverandi tímabili í þeim efnum mjög oft við árin áður en Col- umbus fann Ameríku og hinn nýi heimur opnaðist. Þetta er þó engan veginn sambærilegt, því að Columbus vissi ekki, hvað hann mundi finna handan við hafið, enda þótt hann hefði skipin til að Ieggja út í óvissuna. Hins vegar geta menn nú séð yfir „hafið“ og vita allmikið um það, hvað er handan við það, en hafa engin skipin til að ýta úr vör, enn sem kom- ið er. HRINGIÐUR HIMIN- TUNGLANNA. Þegar hugsað er um himinhvolfið, er þægilegt að ímynda sér að það sé spegilslétt yfirborð stöðuvatns, en hér og þar séu í því snarpar hringiður. Þessar hringiður eru himintunglin með aðdráttarafli sínu, og er þá höf- uðregla við siglingu um vatnið að forðast hringiðurnar, eða með öðrum orðum láta ekki aðdráttarafl neins hnattar draga sig að þeim hnetti. En það er einn höfuðljóður á ráði þeirra, sent hyggja á siglingu um himinhvolf- ið, að þeir verða að leggja af stað úr rniðri slíkri hringiðu, þar sem er jörð- in sjálf og hið sterka aðdráttarafl hennar. Það er auðvelt fyrir sérfræðingana að reikna út, hvað til þarf að komast út fyrir aðdráttarafl jarðarinnar. Mælt í hraða reynist þetta vera um 40 000 km. á klukkustund, og mundi geimfar með slíkan hraða geta farið hvert sem vill. Nú er þetta öllu meiri hraði en hægt er að búast við að eitt geimfar geti náð, og sú hugmynd var því uppi löngu fyrir síðustu heims- styrjöld, að setja tvær eldflugur sam- an. Mundi sú stærri skjóta sér af stað frá jörðinni með hina minni festa við sig. Þegar sú stærri verður eldsneytis- Iaus, skýzt hin frá henni, og tekst, með því að hún er þegar á mikilli ferð, að auka hraða sinn til muna og ef til vill ná markinu á þann hátt. Væru þrjár eldflugur þannig settar saman, mundi von um árangur enn meiri. Gallinn á þessu öllu er sá, að spölur hverrar eldflugu færi stórum vaxandi eftir því sem fjær drægi. Deila sér- fræðingar mjög um þetta efni, en hin- ir varkárari virðast sammála um það, að fyrsta geimfarið þurfi að vera á stærð við hafskip til þess að skjóta flugu lítið stærri en jeppa út fyrir mörk aðdráttarafls jarðarinnar. Það er skoðun flestra kunnugra, að fara þurfi þessa ferð í tveim áföng- um, þannig að áningarstaður verði einhvers staðar í brekkunni upp úr aðdráttarbelti jarðarinnar. Ef eld- flugu er skotið upp frá jörðinni, án 14

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.