Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.01.1953, Blaðsíða 21
Óvenjuleg hestarækt í Þýzkalandi að henni. Skammt frá bænum sjáum við tvo hesta vinna við að dæla vatni út yfir akra. Það er bundið fyrir aug- un á þeim og þeir ganga í hring í sí- fellu í kringum brunna, en dælusvmf- in er fest við bök þeirra. San Antoníó er mjög lítill bær, en í nágrenni hans eru tvö vegleg gisti- hús og fjöldi aðkomumanna er stadd- ur hér nú. Hér er sagt margt af frönsk- um og enskum skáldum, rithöfundum, málurum og fólki, sem hefur efni á að ferðast langt til að geta ferðast til baka. Þarna sér hina eilífu útgáfu á enskum konum, sem alltaf eru eins á ferðalögum, klæddar grófunr fötum, horaðar, innfallnar, firna langar og mjóar, oft með litla og leita menn við síðuna, gangandi um nreð kæruleysis- svip ferðalanga að atvinnu. Hinum megin við voginn er stærra gistilrúsið. Það er í mjög fallegu unr- hverfi, og mér er sagt, að það sé til- tölulega ódýrt að búa þar. Inni í einni búðinni er fátækt enskt skáld að spyrja konuna sína, hvort þau eigi að hafa döðlur til matar um kvöldið. Konan hans er með sólgleraugu og ég sé ekki hvort hún er að gretta sig. Við fórum fljótlega frá San Antoníó. Þannig liðu þessir dagar í Ibiza. Þeir voru þægilegir og rólegir og gerðu manni gott nreð stöðugu sólskini og lrita, snemma á morgnana, sem mað- ur fann bezt við að vakna snemma og setjast fáklæddur við stóra gluggann í herberginu okkar. Við Nils erum báðir sammála um ágæti fólksins og ágæti staðarins og ágæti verunnar þar. Við komum seint til skips. Litla bryggjan í La Canal er upplýst og saltkallarnir eru frammi á henni að ganga frá eftir langan og strangan dag. Þeir rétta okkur brosandi lijálpar- hönd, halda við bátinn, rétta okkur pinklana og veifa meðan okkur er ró- ið úr ljósmáli. Það er siglt út úr La Canal strax og við erum komnir um borð. Þetta ey- land hverfur í húmið, það deyr smám saman út í himinröndinni með sínar mjúku hæðir og sinn lága skóg. Að síðustu hverfa ljósin í La Canal fyrir landsenda. Það er hægur andvari af hafi og ég reyni að hvísla að honum nokkrum orðum, sem ég vona að hann flytji inn yfir landið. Vertu sæl, Ibiza. Vertu sæl og hafðu þökk fyrir viðtök- urnar. Indriði G Þorsteinsson. Það bregður engum, þótt hann heyri um kynbætur á skepnum, en vera má, að menn lyfti brúnum, er þeir heyra, að skepnur séu viljandi úrkynjaðar með því að velja saman frumstæðustu einkenni þeirra og snúa þannig hjóli þróunarinnar við. En einmitt þetta hefur þýzkur erfðafræðingur verið að gera við hesta í dýragarðinum í Múnchen undanfarin ár með merki- legum árangri. Og frekari tíðindi munu það þykja hér á landi, að mað- ur þessi notaði íslenzkar hryssur við þessar óvenjulegu tilraunir sínar. Svo herma frásagnir erlendra blaða af þessu fyrirbrigði, að fyrr á öldum hafi verið allmikið af litlum villihest- um í Evrópu, sem nefndir hafa verið tarpan. Munu ísaldarmenn hafa elt þá uppi og étið, og gert myndir af þeim á hellisveggi. Þegar Rómverjar komu til Spánar, sáu þeir hópa þess- ara hesta, en smárn saman hurfu þeir með öllu úr Vestur-Evrópu. Síðustu villihestarnir, sem vitað er um, fund- ust í Rússlandi um 1880. Var það landkönnuðurinn Przewalski, sern fann þá, og reyndust þeir vera beina- miklir og höfuðlangir. Eru nokkrir af- koinendur þessara hesta enn á lífi í Hellbrunn dýragarðinum í Múnchen, og það voru þeir, sem vöktu áhuga erfðafræðingsins, dr. Heinz Heck. Fékk hann áhuga á að rækta þá „aft- ur á bak“ og reyna að fá aftur fram einkenni hinna frumstæðari hesta. Nú komst Dr. Heck að því, að ís- lenzkir hestar og hestar á Gotlandi eru mjög líkir tarpan-villihestunum hvað öll einkenni snertir. IJtvegaði hann sér íslenzkar og gotneskar hryss- ur og blandaði þær afkomendum hinna rússnesku Przewalski-hesta. Valdi hann jafnan þau dýr, sem mest höfðu af einkennum tarpan-hestsins og fékk þannig fram allmarga gerfi- tarpan hesta, sem vakið hafa mikla athygli. Eru þeir álíka stórir og ís- lenzkir hestar, sagðir steingráir að lit og með zebra-rendur á fótum. Eru þeir jarpir í fæðingu, en grána með aldrinum. Dr. Heck hetur gert slíkar tilraun ■ ir síðan 1928, og hefur hann náð svip- uðum árangri með nautpening. Ekki hafa þessar tilraunir hans neitt raun- hæft gildi, en þó segir hann, að sá tími geti komið, er hinir kynbættu og glæsilegu nútímahestar þurfi á blóði forfeðranna að halda til að lífga þá við. 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.