Samvinnan - 01.01.1953, Page 23
Suipir óaintí&i
annanna:
John Foster Dulles
Hinn nýi utanríkisrábkerra Bandaríkjanna
„ÞAÐ ER TÍMI TIL ÞESS KOMINN
að hefja sókn í þágu frelsisins um
allan heim. Árið 1942 vorum við ekki
að hugsa um að bjarga sjálfum okk-
ur, heldur frelsinu, og slíkan hugsun-
arhátt skortir okkur í dag. Við
liandaríkjamenn höfum hvergi nærri
fullnægjandi stefnu í málum stórra
landssvæða við Kyrrahaf og í Asíu,
þar sem bandamenn Sovét-kommún-
ismans hafa lagt undir sig Kínaveldi.
Bezta tækifæri okkar er í Japan.“
ÞESSI ORÐ mælti John Foster
Dulles árið 1950. Þess var þá ekki langt
að bíða, að hann fengi tækifæri til
að koma þessum hugsunum sínum í
framkvæmd, þar sem hann var ráðu-
nautur Trumanstjórnarinnar í utan-
ríkismálum, og fékk það hlutverk að
vinna að friðarsamningum við Jap-
ani. Hann gekk að því starfi með oddi
og egg, ferðaðist hvað eftir annað
milli höfuðborga viðkomandi landa,
og skapaði smám saman samkomu-
lag um samningana. Þessir friðar-
samningar urðu einstæðir í sinni röð.
Það var ekki stungið sverði í sárin,
eins og svo oft áður í sögunni, heldur
borin á þau smyrsl. Þegar sagt var,
að syndir Japana í síðustu styrjöld
væru ófyrirgefanlegar, svaraði Dull-
es, að Kristur kenndi okkur, að ekk-
ert væri ófyrirgefanlegt. í þeim anda
var samið við hina sigruðu þjóð.
JOHN FOSTER DULLES fær um
þessar mundir enn meira tækifæri til
þess að framkvæma hugsjónir sínar í
utanríkismálum. Hinn nýi forseti
Bandaríkjanna, Eisenhower, hefur
skipað hann utanríkisráðherra í
stjórn sinni, enda hefur Dulles, síðan
Vandenberg leið, verið fremsti for-
ustumaður repúblíkana um utanrík-
ismál.
UM SÍÐUSTU ALDAMÓT kom það
ekki ósjaldan fyrir, að íbúar smá-
hafnarinnar Henderson við Ontario-
vatn sáu sérkennilega sjón: Séra All-
en Macy Dulles, kona hans og fimm
börn gengu heim frá kirkju og sungu
sálma hástöfum alla leiðina. Þetta var
venja í þeirri fjölskyldu. Elzti sonur-
inn var John Foster, fæddur 1888, en
föðurafi hans var merkur utanríkis-
ráðherra, sem meðal annars átti þátt
í friðarsamningum Japana og Kín-
verja í eina tíð. Hann hafði mikil
áhrif á John Foster, sem annars
naut strangs uppeldis á prestssetr-
inu. Hann var dugnaðar piltur og
fjörgefinn, en las og lærði það, sem
honum var sagt, sem var öllu meira
en flest börn í þá tíð þurftu að glíma
við. Foreldrar hans vildu, að hann
gerðist prestur, en áhrif afans urðu
sterkari. Hann sendi snáðann korn-
ungan til Sviss til að læra frönsku,
og tók hann með sér til Haag á frið-
arfundina þar 1904. John Foster Dul-
les var því kominn í hinar röndóttu
brækur utanríkisþjónustunnar þegar
fyrir tvítugt.
AÐ LOKNU NÁMI í lögfræði fékk
John Foster Dulles stöðu hjá lög-
fræðifirma í New York. Hann gifti sig
eftir eins árs starf, enda þótt hann
væri þá veikur af malaríu, sem hann
hafði fengið á ferð í brezku Guiana
nýlendunni. Þeim hjónum varð
þriggja barna auðið, en börnin sáu
lítið af föðurnum, þar sem hann
vann myrkranna á milli, en á sunnu-
dögum klæddist fjölskyldan öll spari-
fötum og fór í kirkju.
ÞEGAR FYRRI ST YR J ÖLDINNI
LAUK, var Dulles meðal þeirra, sem
fóru til Versala til þess að semja frið.
Hann varð fyrir djúpum áhrifum á
þeim fundi, og fylgdist með því,
hvernig Woodrow Wilson Bandaríkja-
forseti kom til fundarins fullur hug-
sjóna, en varð að láta í minni pok-
ann fyrir hefndargirnd og kröfum
sumra Evrópuþjóða. Eftir þetta sneri
Dulles sér aftur að lögfræðistörfum
og naut þar mikillar ábyrgðar og
virðingar. Hann varð vel efnaður
maður, hafði nóg fyrir stafni og
hamingjusama fjölskyldu að hugsa
um. En þetta dugði honum ekki, —
hann gat ekki látið utanríkismálin
vera. Árið 1937 varð hann formaður
nefndar fyrir þjóðabandalagið, og
við þau störf fylltist hann gremju
yfir þeim þjóðametnaði og togstreitu,
sem hann varð var við. Hann sótti
einnig alþjóðleg kirkjuþing, og þótti
munur á svartsýni stjórnmálamann-
anna og bjartsýni kirkjunnar manna.
Jókst nú aftur þátttaka hans í störf-
um kirkjunnar, enda þótt hann hefði
alla tíð verið kirkjurækinn maður.
í SEINNI STYRJÖLDINNI ferðaðist
Dulles um og boðaði þörfina á réttlát-
um friði og alþjóða samtökum, með-
an ríkjandi hugsun annarra var sig-
ur og hefnd yfir óvinunum. Hann átti
þátt í því, að repúblikanar sneru al-
gerlega frá einangrunarstefnunni, og
varð náinn samstarfsmaður Vanden-
bergs öldungadeildarþingmanns í
þeim efnum. Roosevelt sendi hann á
stofnfund sameinuðu þjóðanna í San
Fransisco, og síðan hefur hann tekið
mikinn þátt í utanríkismálum, á
vettvangi Sþ. og annarra aðila. Hef-
ur álit hans farið vaxandi og hann
varð áhrifamesti talsmaður síns
flokks í öllum utanríkismálum.
í KOSNIN G AB ARÁTTUNNI, sem
fór fram í Bandaríkjunum sl. haust,
tókst Dulles það fyrst á hendur að
tryggja samstöðu flokkanna um ut-
anríkismál, enda þótt það tækist ekki
með öllu. Hann hefur nú fyrir langt
og mikið starf sitt hlotið stöðu utan-
ríkisráðherra, og á vafalaust eftir að
heyrast meira um hann getið í heims-
fréttum en hingað til.
19