Samvinnan - 01.01.1953, Síða 25
16. Algebra:
Kennslubréíin eru 5 talsins. Þau eru sarnin a£ Þóroddi Oddssvni,
menntaskólakennara, sem einnig annast algebrukennslu í bréfaskól-
anum. Kennsla er miðuð við þær kröfur, sem gerðar eru nú í algebru
við landspróf. Kennslugjald er kr. 160,00. Kennari er Þóroddttr Odds-
son menntaskólakennari.
17. Eðlisfræði:
Kennslubréfin eru 5 talsins. Þau eru samin af Sigurði Ingimundar-
syni, efnafræðing, sem einnig annast kennslu þessa. Til grundvallar
er lögð kennslubók í eðlisfræði eftir Jón Á. Bjarnason. Kennslan er
miðuð við þær kröfur, sem gerðar eru í eðlisfræði við landspróf.
Kennslugjald er kr. 106,00. (Kennslubók fylgir með). Kennari er Sig-
urður Ingimundarson dipl. ing.
18. Mótorfræði, I:
KennsJubréfin eru 6 að tölu og samin af Þorsteini Loftssyni. Kennd
eru undirstöðuatriði vélfræðinnar og nær þetta námskeið að diesel-
mótorum. Kennslugjald er kr. 220,00. Kennari Þorsteinn Loftsson
vélfræðingur.
24. Mótorfræði II:
Kennt um dieselvélar. Kennslugjald er kr. 220,00. Kennari Þor-
steinn Loftsson.
19. Siglingafræði:
í þessum flokki eru 4 bréf. Kennsla er fyrst og fremst miðuð
við þær kröfur, sem gerðar eru til þekkingar þeirra, sem fá skip-
stjórnarréttindi á skipum allt að 30 smál. Kennslugjald er kr. 160,00.
Kennari Jónas Sigurðsson stýrimannaskólakennari.
20. Landbúnaðarvélar og verkfæri:
Kennslubréfin eru 5 talsins. Bréf þessi eru einkum þýdd úr
sænsku. Kennari er Einar Eyfells, landbúnaðarverkfræðingur. Kennsla
fjallar um undirstöðuatriði landbúnaðarvéla og verkfæra og einstak-
ar vélar og verkfæri tekin sérstaklega til athugunar, t. d. prógar,
herfi og sláttuvélar. — Kennslugjald er kr.-100,00.
21. Sálarfræði:
Kennslubréfin eru 4 talsins. Þau eru þýdd og tekin saman af Dr.
Brodda Jóhannessyni og frú Valborgu Sigurðardóttur, uppeldisfræð-
ing. Kennsla þessi er ekki sízt ætluð húsmæðrum og öðrum, er mikið
fást við uppeldisstörf. Kenuslugjald er kr. 96.00. Höfundar bréfanna
annast kennsluna.
22. Skák, fyrir byrjendur:
Kennslubréfin eru 5 talsins. Þau eru á sænsku, en þeim fylgja orða-
skýringar. Höfundur þeirra er sænski skákmeistarinn Stáhlberg. Kenn-
ari Baldur Möller, skákmeistari. Kennslugjald er kr. 75,00.
23. Skák, framhaldsflokkur:
Kennslubréfin eru 4 talsins. Höfundur og kennari þeir sömu og í
fyrra flokki. Kennslugjald er kr. 75,00.
Bréfin eru samin og svörin verða leiðrétt af ágætum kennurum í
hverri grein.
Að svo stöddu mun skólinn yfirleitt ekki leggja til svara- og verk-
efnahefti, en mælzt er til þess, að nemendur noti litlar stílabækur,
eða laus blöð. Áherzlu skal leggja á það, að ganga sem bezt frá svör-
unum, skrifa greinilega og hafa breiða spássíu auða fyrir leiðrétting-
ar. Það er góð regla að skrifa aðeins í aðra hvora línu.
Starfi skólans verður hagað svo, að nemandi getur tekið eina náms-
grein eða fleiri eftir því sem ástæður hans leyfa. Um leið og hann
sa'kir um kennslu i einhverri grein, sendir hann kennslugjaldið fyrir
þá námsgrein, eða vottorð frá Sambandsfélagi um, að hann hafi greitt
þvi kennslugjaldið. Nemandi verður að gæta þess, að tilgreina skýrt
heimilisfang sitt. Nemanda verða síðan send tvö fyrstu bréfin í
námsgreininni. Hann svarar fyrst bréfi nr. 1, heldur síðan áfram að
svara bréfi nr. 2 meðan hann bíður eftir svari frá Bréfaskólanum.
Þegar skólinn fær svar nr. I, sendir liann nemanda bréf nr. 3 og leið-
réttingu á svari nr. 1. Þegar skólinn fær svar nr. 2, sendir hann nem-
anda bréf nr. 4 og leiðréttingu á svari nr. 2 og svo koll af kolli, þeng-
að til flokkurinn er búinn. Svar við bréfi verður að vera komið til
skólans eigi síðar en 3 mánuðum eftir að bréfið var sent út. Annars
verður litið svo á, að nemandi hafi hætt námi, og hefur hann þá fyrir-
gert kennslugjaldi sínu. Undanþágu frá þessu getur skólinn veitt, ef
ætla má, að póstsamgöngur hafi hamlað, eða nemandi hefur verið
veikur. Innan þessara tímatakmarkana ræður nemandi því sjálfur,
hve rnikinn námshraða hann hefur, en heppilegast er fyrir hann að
svara bréfunum eins fljótt og hann getur. Nýir nemendur geta fengið
inngöngu, hvenær sem er á starfstíma skólans. Fyrst um sinn er ekki
gert ráð fyrir að próf verði haldin, en síðar meir, þegar nokkur
reynsla er fengin, kunna próf að verða haldin fyrir þá, sem þess óska.
Þegar nemandi hefur lokið námi, fær hann vottorð um það frá
skólanum. Nemendur verða að skuldbinda sig til að sýna ekki óvið-
komandi mönnum bréf skólans, né svör.
Bréfaskólar eru mikið notaðir erlendis. Samvinnusambönd í ná-
grannalöndum okkar reka flest bréfaskóla. Þeir eru hentugir fyrir
fólk á öllum aldri og hvaða atvinnu, sem það stundar. Nemandinn
getur notað frístundir sínar, hvenær dagsins, sem þær eru, til að
lesa bréfin og undirbúa svörin. Hann ræður og sjálfur að miklu leyti
námshraða sínum. Á þennan hátt notast frístundirnar miklu betur
en í venjulegum skóla. Bréfaskólarnir hafa og þann kost, að fólk, sem
búsett er á stöðum, þar sem lítið er um góða kennslukrafta, getur á
þennan hátt notið kennslu færustu manna í hverri grein. Margir
ágætir menn hafa sótt menntun sína til bréfaskóla. I ýmsum löndum
eru skólarnir svo fullkomnir, að þeir kenna allt, sem þarf til stúdents-
prófs og í sumum greinum til háskólaprófs. Þetta kennsluform er
þegar reynt og hefur reynzt vel.
TAKIÐ EFTIR. — Bréfaskóli S.Í.S. veitir ungum og gömium, kon-
um og körlum, tækifæri til að nota frístundirnar til að afla sér fróð-
leiks um efni, sem allir hafa gagn af að kunna. Þér getið gerst nem-
andi, hvenær ársins sem er og eruð ekki bundnir við námshraða ann-
ara nemenda.
Bréfaskóli S. í. S. býður yður velkominn.
Utanáskrift bréfaskólans er: Bréfaskóli S. í. S.
Reykjavík.