Samvinnan - 01.03.1955, Qupperneq 6
milli hafna, mátti svo heita, að órofið
væri einveldi danskra kaupmanna
næstu hundrað árin.
Nýjar stefnur.
Hér hefur verið drepið á ástandið í
verzlunarmálunum á tímum einok-
unarinnar. Hvorki plágur né harðindi
hafa orðið þjóðinni svo mikill fjötur
um fót sem verzlunarófrelsið. Hér var
því um verulegt velferðarmál íslenzku
þjóðarinnar að ræða, enda gerðu hin-
ir framsýnni rnenn sér það ljóst.
Hvaða öfl voru það þá,.sem gerðu það
að verkum, að úr rættist? Þar kom
margt til, en ýmsar nýjar lífsstefnur
komu fram um þessar mundir og
reyndust þungar á metunum. í listum
og bókmenntum var rómantízka
stefnan þá í byrjun. I hagfræði höfðu
komið fram ný viðhorf. Um miðja 19.
öld var á sigurför um heiminn hag-
fræðistefna sú, er Adam Smith hafði
hafið á síðari hluta 18. aldar. Eng-
lendingar voru forustuþjóð í iðnaði
og verzlun. Algert verzlunarfrelsi
hentaði þjóðarbúskap þeirra bezt, eins
og málin stóðu þá. Urslutin urðu, að
tollastefnan lét algjörlega í minni pok-
ann. Baráttan um korntollinn var þá
nýafstaðin, og aðrar þjóðir fóru að
dæmi Breta og leystu höftin. Vaxandi
iðnaður í mörgum meginlandsríkjum
leiddi þó síðar til þess, að verndar-
tollar voru upp teknir. Stóðu Bretar
lengi einir uppi sem fylgismenn hinn-
ar frjálsu samkeppni, en breyttu þó
einnig til í þessu efni að lokum. En
um miðja 19. öld var stefna Adams
Smith í fullum gangi.
Jón Sigurðsson kemur til sögunnar.
Það var íslenzku þjóðinni til happs,
að hún átti syni, sem báru gæfu til að
notfæra sér þessi breyttu viðhorf. Þar
ber fyrst að nefna Jón Sigurðsson, en
engum manni er eins mikið að þakka,
að fullt frelsi náðist. Eftir langa og
harða baráttu tókst honum að fá
stjórn Dana til að leysa einokunar-
böndin af þjóðinni árið 1854.
Jón Sigurðsson fylgdist vel með
hinum nýju hagfræðistefnum. Hann
var allra manna kunnugastur högum
lands og þjóðar og vissi hvar skórinn.
kreppti að. Hann aflaði sér haldgóðr-
ar þekkingar á sögu verzlunar al-
mennt, en þó sérstaklega hvað við-
kom Islandi. Sat hann oft á skjala-
söfnum við slíkar rannsóknir. Verzl-
unarmálið var á stefnuskrá hinna
framsæknari manna frá því er Fjölnir
hóf útkomu sína. Strax í fyrsta ár-
gang ritaði séra Tómas Sæmundsson
um leysing verzlunarhafta. Tómas
samdi síðar ritgerð um verzlunarmál-
ið og var hún gefin út. Ritgerðin er
gædd eldmóði þeirra félaga, en laus í
reipunum, enda var Tómas þá að
dauða kominn. Jón Sigurðsson birti
ritgerð í Nýjum Félagsritum árið
1843. Þar reifaði hann verzlunarmál-
ið rækilega og hafði ritgerðin mikil
Tryggvi Gunnarsson.
áhrif. Mönnum þótti sem mál væri
komið til efnda á fyrirheiti konungs
frá 1787 um fulla lausn verzlunarinn-
ar.
Árið 1819 hafði verið skipuð nefnd
til að athuga rýmkun á verzluninni
við Island. Aðeins einn Islendingur
var í henni og lítil merki sáust um
starfsemi hennar, er til gagns mætti
telja. Nefndin gaf út tilskipun, sem
gerði frekar að tálma en efla verzlun
útlendinga hér við land. Nefndin
leysti þó það fráleita ákvæði, sem
lengi hafði gilt, að láta vörur frá Is-
landi fara fyrst til landa, sem lutu
Danakonungi, hvert sem þær áttu að
fara. Það sama gilti um vörur til Is-
lands. Þetta leiddi til þess, að vörur
lágu oft tímunum saman í Kaup-
mannahöfn og skemmdust. Auk þess
hlóðst á þær kostnaður og var þetta
beinlínis til þess fallið, að íslenzkar
vörur lækkuðu, en útlendar hækkuðu.
Rök Jóns Sigurðssonar.
Jón Sigurðsson sá, að aðalgallarnir
voru tvennskonar: Annar sá, að höf-
uðkaupstefna íslenzks varnings var
bundin við eitt land. Engin þjóð sótti
vörur beint til Islands, heldur til
Kaupmannahafnar. Þetta var í lagi,
ef engir hefðu þurft íslenzkar vömr
nema Danir, en því var alveg öfugt
farið. Hinn annmarkinn, að binda
verzlun Islands algjörlega við eitt
land, var andstætt öllu eðli verzlunar
og menningu.
Jón sýndi fram á, að frjáls verzlun
mundi leiða til vöruvöndunar og auka
afurðirnar.
Niðurstaðan varð því krafa um
fullt verzlunarfrelsi. Tollar og hömlur
skyldu falla niður. Þar var Jón í sam-
ræmi við hagfræðinga samtímans.
Annar höfuðþáttur í ritgerð Jóns
fjallar um mótbárur, sem komið höfðu
fram gegn fullu verzlunarfrelsi Islend-
inga. Fyrsta mótbáran, að verzlun á
íslandi mundi lenda í höndum út-
lendinga, fellur um koll við það, að
meginaðsetur verzlunarinnar flyzt til
landsins. Aðra mótbáru, að aðflutn-
ingar til landsins verði stopulir eða
teppist alveg við frjálsa verzlun, fellir
reynslan. Þá fyrst var alvarlegur
skortur á Islandi, þegar einokunarfé-
lögum var harðlegast boðið að láta
enga vöru skorta. Hið þriðja, sem
fundið var til, var að illt orð fór af
íslenzkum vörum. Þar lá það til, að
samkeppnin mundi leiða til ábata-
vonar og ábatinn til vöndunar. Enn
var bent á varnarleysi gegn útlending-
um. Jón sýndi fram á, að Islendingar
gátu varið sig sjálfir fram að siða-
skiptum, eða þar til konungsvaldið
tók yfirhöndina. Jón leggur að lokum
til í ritgerð þessari, að menn sendi
bænarskrár til Alþingis. Hann hvetur
menn til samtaka og að menn afli sér
þekkingar. Hafði þetta áhrif á ýmsa
forystumenn, svo sent síðar mun sagt
verða.
Fyrir Jón var aðalatriðið að gera
verzlunina innlenda. Hann minnist
nokkurra kaupmanna hér, sem voru
samherjar hans. Sá innbyrðis reip-
dráttur, sem hér kom fram seinna um
verzlunarmálin, var á því stigi málsins
fjarlægur Jóni Sigurðssyni. Hann leit
á þjóðina sem eina heild.
Hin persónulegu áhrif Jóns á sam-
tíðarmenn sína höfðu mikla þýðingu í
6