Samvinnan - 01.09.1956, Side 2
Útgefandi: Samband íslenzkra
samvinnufélaga.
Ritstjóri: Benedikt Gröndal.
Ritstjórn og afgreiðsla í
Sambandshúsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími 7080.
Kemur út mánaðarlega.
Verð árgangsins kr. 50.00.
Verð í lausasölu 5 kr.
Prentsmiðjan Edda.
Efni:
Bls.
Þegar kaupmenn gefast upp 3
Kaupfélag Skaftfellinga
fyrr og nú, eftir Einar
Erlendsson 4
Gísli á Skörðum og Húsa-
víkur Johnsen. Eftir Jón
Sigurðsson, Yztafelli 8
Frá 1. landsmóti samvinnu-
manna að Bifröst 10
Börn, smásaga 12
„Auðnin bjarta ávann sér,
ást í hjarta mínu“,
eftir Björn Sigurbjarnarson 14
Ránið í Blesukoti, fram-
haldssaga 16
Skaftfellskur forvígismaður
í samvinnumálum 20
Dymbilvika í Palma, eftir
Jón Dan 21
Skaftfellskar konur í skemmti-
ferð 22
Kaupfélag A.-Húnvetninga
50 ára, ljóð 23
Brautiyðjendur á miðri 20.
öld 24
Sorgarleikur í sentimetrum,
smásaga 26
Réttir 31
Olympíuleikar að fornu og
nýju 33
Fréttir og fleira 45
Ág. - sept. 1956
L. árgangur 8.-9.
EINAR ERLENDSSON, starfsmaöur
hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík,
átti 40 ára starfsafmæli hjá félaginu
í maí í vor. Hann er nú elzti starfs-
maður kaupfélagsins. Einar er fædd-
ur í Engigarði í Mýrdal, 1. febrúar
1895. Hann var á brettánda ári, þegar
Einar Erlendsson.
hann hóf störf hjá selstöðuverzlun
Bryde í Vík og síðan hefur hann átt
heima þar. Einar réðist til Kaupfé-
lags Skaftfellinga í maí 1916 og hefur
unnið þar síðan. Kvæntur er Einar
Þorgerði Jónsdóttur frá Höfðabrekku
í Mýrdal. Standa að þeim hjónum
valinkunnar skaftfellskar bændaætt-
ir. Þau Einar og Þorgerður eiga tvær
dætur, Steinunni og Erlu, en Erlend-
ur, forstjóri SÍS, er eini sonur þeirra.
Einar er maður vel greindur, dag-
farsprúður og nýtur mikils trausts í
héraðinu. Samvinnan óskar Einari til
hamingju með gifturíkt starf.
ÁGÚST OG SEPTEMBERHEFTI
Samvinnunnar koma nú út í einu, 48
síður. Sökum sumarleyfa í prent-
smiðjunni, reyndist óhjákvæmilegt
annað en slá þeim saman. Nú eru
tíu ár liöin síðan Vilhjálmur Þór tók
við forstöðu Sambandsins. Það var
merkilegt ár í sögu Samvinnustefn-
unnar á íslandi og margs að minnast
nú. Samvinnutryggingar hafa nýlega
haldið hátíðlegt 10 ára afmæli sitt og
sömuleiðis Skipadeild SÍS. í næsta
hefti Samvinnunnar verður minnst
þessa fyrsta áratugs skipadeildarinn-
ar. Og ný stórvirki eru stöðugt að
gerast, sem miða að framgangi sam-
vinnuhugsjónarinnar. Þegar verið er
að skrifa þessar línur, er einmitt ver-
ið að veita olíuskipinu móttöku í
Stokkhólmi. Allir fslendingar með
heilbrigða hugsun hljóta að fagna
því framtaki. í fyrra gerði SÍS átak
til að stuðla að ánægjulegri verzlun-
arháttum í höfuðstaðnum og reisti
fyrstu kjörbúð þessa lands. Þannig
mætti lengi telja. Samvinnumenn eru
sífellt á hnotskóg eftir nýjum leiðum
til að bæta lífsafkomu fólksins í land-
inu.
FORSÍÐUMYNDIN minnir okkur á
göngur og réttir, enda er nú komið
haust og fyrstu göngum lokið. Mynd-
ina tók Þorvaldur Ágústsson og sýnir
hún hluta af fjársafni Gnúpverja
renna niður með Þjórsá. Þorvaldur
tók einnig réttamyndirnar, sem eru í
blaðinu. Myndirnar frá Kaupfélagi
Skaftfellinga tók Þórarinn Sigurðs-
son, ljósm. Myndir af starfsfólkí
Samvinnutrygginga tóku Þoryaldur
Ágústsson og Gísli Sigurðsson og
myndir frá landsmótinu í Bifröst tók
Sveinn Sæmundsson. Þorsteinn Jós-
efsson tók myndina úr Mosárdal, sem
er með ferðasögu Bjarnar Sigur-
bjarnarsonar.
EINS OG MENN MUNA, sigraði Jón
Dan í smásagnasamkeppni Samvinn-
unnar vorið 1955, með sögu sinni,
„Jörð í festum“. Jón hlaut að verð-
launum meginlandsför með Sam-
bandsskipi ásamt skotsilfri nokkru.
Sú kvöð fylgdi, að sigurvegarinn
gerði lesendum Samvinnunnar grein
fyrir einhverjum atvikum úr förinni.
(Framh. á hls. 45).
Jón Dan.
2