Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 10
llllli§s
'Oe Jr jÁ ííÉmHKk Éá ■
'Jy ,
Frá fyrsta landsmóti samvinnumanna að Bifröst:
Fjölmenn samkoma á fögrum stað
Veðurguðirnir höfðu velþóknun á
fyrsta landsmóti samvinnumanna,
sem haldið var að Bifröst um verzl-
unarmannahelgina, þar var glamp-
andi sólskin og andvari á norðan. Eft-
ir hádegi á laugardeginum tók fólk að
flykkjast að Bifröst úr öllum áttum,
sumir að norðan, vestan af Vestfjörð-
um og austan úr Skaftafellssýslu.
Mótið var mjög vel undirbúið og
skipulagningin svo góð, að allar áætl-
anir stóðust. Stór og vandaður pallur
hafði verið reistur skammt frá Bif-
röst og þar fór fram dans og ýmis
skemmtiatriði, en knattspyrnan fór
þó fram á velli fyrir neðan hraunkant-
inn. Tjaldstæði og bílastæði voru af-
mörkuð, vatnsleiðsla á svæðið, sal-
erni og sorptunnur höfðu verið sett
þar upp. Brátt reis myndarleg tjald-
búð og tjaldtopparnir stóðu upp úr
kjarrinu allt niður að Hreðavatni.
Formaður landsmótsnefndar, Harry
Frederiksen, flutti ávarp og rakti dag-
skrárliði mótsins. Þá lék Lúðrasveitin
Svanur. Oskar Jónsson frá Vfk stjórn-
aði almennum söng og Karl Guð-
mundsson flutti gamanþátt. Síðan var
dansað til kl. tvö um nóttina. Oflugt
lögreglulið var á staðnum og hélt uppi
reglu, og kom ekki til teljandi óspekta
þrátt fyrir mannfjöldann, en nokkuð
bar þó á drykkjulátum unglinga.
Menn lágu í sólbaði til hádegis á
sunnudaginn, enda sól og blíðviðri.
Eftir hádegið fór fram guðsþjónusta,
prédikaði þar séra Bergur Björnsson
í Stafholti, og kirkjukórar Borgarness
og Hvammskirkju sungu. Að því búnu
tók til máls forstjóri SIS, Erlendur
Einarsson og setti mótið með snjallri
ræðu. Óskar í Vík stjórnaði söng á
eftir ræðu Erlendar og lúðrasveitin
lék með. Úrvalsflokkur úr K.R. sýndi
áhaldaleikfimi við mikla hrifningu,
enda mun flokkurinn bezti fimleika-
flokkur hérlendis. Stjórnandi hans er
Benedikt Jakobsson. Glímuflokkur úr
Ármanni sýndi glímu og síðan var háð
bændaglíma.
Knattspyrnulið frá Kaupfélagi
Suðurnesja bar sigur úr býtum í
keppni milli nokkurra félaga. Dómari
var Ríkarður Jónsson frá Akranesi. Á
kvöldvökunni á sunnudagskvöld lék
Lúðrasveitin Svanur undir stjórn
Karls 0. Runólfssonar. Þórður Pálma-
son, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi
flutti ávarp, Guðmundur Jónsson
söng og Gestur Þorgrímsson flutti
gamanþátt.
Þá fóru fram kappræður. Hlut-
(Framh. á bls. 39)
Sviþmytidir frá landsmátinu. Efsl til vinstri: Er-
lendur Einarsson, forstjóri SÍS, sctur mótiO. Séra
Bergur i Stafholti prédikar, kirkjukóramir
syngja, mótsgestir i liandbolta, Þórður Pálmason
flytur ávarp, Óskar Jónsson frá Vik, forsöngvari.
Rrcðuskörungar i keppni og dómnefndin að baki.
Fimlcikaflokkur K. R. og Harry Frederiksen,
formaður landsmótsnefndar.
10