Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 23
góðra manna höfðu hjálpazt að til að ■gera hverja stundina sem ánægjuleg- asta og eftirminnilegasta. Slíkar ferðir sem þessi fræða, gleðja og auka samhug þátttakendanna, og þær glæða skilning á gildi þess mikla hlutverks, sem samvinnufélögin inna af hendi fyrir tugþúsundir karla og kvenna í þessu landi — og þá ekki sízt utan höfuðstaðarins. Skaftfellskar konur þakka hjartan- lega stjórn Kaupfélags Skaftfellinga fyrir að stofna til þessarar ferðar, og •einnig þakka þær öllum þeim mörgu, sem áttu þátt í því að gera þeim hina fjóra daga ferðarinnar að ógleyman- legum unaðsstundum. Hrífunesi í Skaftártungu í júlímánuði 1956. Elín Arnadóttir. Að úrræðum andinn sér leitar ef ánauðar þyngja spor, hann á sér þá uppsprettu varma, óskina um gróandi vor. Frá önninni hugmyndir hefjast, þær hækka og fá sitt mál, •er sumarljóðsins lestur læsist í fólksins sál. Um Húnaþing vormenn vöktu og viðskipta hugsuðu ráð, þeir leiðir að lausninni þræddu, en lausnin er birtunni háð. Um Stóradal stafaði bjarma svo styttri varð leið til hlés.1) Það glampaði um Guðlaugsstaði og geislaði um Tungunes. Og samvinnufræið þeir fundu þá falið í úrbótaþrá, og jarðveginn byrjuðu bændur að búa undir og sá. Er ljósgyðjan lítur úr hafi lífinu vottandi tryggð, hún sér nú iðgræna akra um alla Húnabyggð. i) Að skjóli. K.f. Skaftfellinga fyrr og nú (Framh. aj bls. 7) Hús þetta, sem gekk undir nafninu „félagshúsið“, áður en það kom í eigu kaupfélagsins, stendur enn. Árið 1911 keypti félagið af Guðm. Þorbjarnarsyni íbúðarhúsið á Mið- Hvoli, sem flutt var til Víkur og reist aftur við austurenda sölubúðarinnar. Var hús þetta aðallega notað til vöru- geymslu. Eftir því sem þörfin kallaði meira eftir húsrúmi fyrir slátrunina í Vík, á vegum Sláturfélags Suðurlands, en Og gróðursins svipur sýnir hvað svolítið orkar fræ, ef andinn, sem yfir svífur á sér inn heiða blæ. Það steytir að vísu á steinum svo stríðir á félagsins dug, en þeim er þá velt úr vegi af vormannsins bjarta hug. Og það er fólksins framtíð og fyrirheit um skjól og brot af íslands auðnu, þá andsælis hverfast hjól. Svo jafni það kost og kjörin að kali þess enga grein. Vort félag er miklu meira en matarhugsjón ein. Og sérhvert félagsins framtak er farsæld úr viðjum leyst, sem hlekkur í hamingjufesti hver hugmynd á bjargi reist. Og næra það nýjum gróðri, sú nauðsyn er aldrei tæmd, svo haldist þess heiður að vera Húnaþings stolt og sæmd. Kristján Sigurðsson, Brúsastöðum, Vatnsdal. kaupfélagið lagði frá upphafi til hús- rúm fyrir hana, réðist það í árið 1919 að kaupa steinsteypt verzlunarhús af kaupmanni í Vík, sem það lét endur- byggja og stækka á sama ári og gera að sláturhúsi. Var slátrað í því um haustið og þar til árið 1954, að Slátur- félag Suðurlands bj^ggði sjálft mynd- arlagt sláturhús í Vfk. Ofan á húsið var svo byggt árið 1921, og þá einnig stór fjárrétt með þaki yfir. Árið 1920 var reist allstórt, tvílyft timburhús við Skaftárós. Á neðri hæð var búðarherbergi og allstór vöru- geymsla, en á efri hæðinni vöru- geymsla og ullartaka að vorinu. Þegar farið var að flytja vörur með bifreið- um austur að Kirkjubæjarklaustri, urðu að sjálfsögðu lítil not fyrir þetta hús. Var það rifið 1942 og selt Slátur- félagi Suðurlands, sem efniviður í slát- ur- og frystihús á Kirkjubæjar- klaustri. Eins og áður getur, reisti danskur kaupmaður, J. P. T. Bryde, verzlunar- hús í Vík árið 1895. Bygging þessi var stórt timburhús með mikilli rishæð. Ennfremur voru tvö samliggjandi vörugeymsluhús með áföstum skúrum nokkru fyrir austan aðalbygginguna. Jafnframt þessu keypti Bryde stóra eignarlóð af Víkurbændum. Árið 1925 bauð Þorsteinn Þorsteinsson, sem þá var orðinn eigandi Bryde-eignanna, kaupfélaginu alla eignina til kaups. Var nú úr vöndu að ráða fyrir félagið, efnahagur þess mjög þröngur, en þörfin fyrir meiri og betri húsakost þegarorðin nokkur. Þrátt fyrir í fyrstu nokkuð deildar meiningar um kaup á þessari eign hjá forráðamönnum fé- lagsins, varð stjórnin að lokum á einu máli um, að gengið yrði að kaupun- um fyrir 40 þús. krónur. Flutti félagið starfsemi sína í húsin fyrri part árs- ins 1926. Eftir því sem félagið hefur færzt meira í fang síðan kaup þessi voru gerð, hefur æ betur og betur komið í ljós, að þarna voru gerð mjög hagstæð kaup fyrir framtíðina. Árið 1948 var arkitekt S.Í.S. falið að gera teikningar til breytinga á aðalbygg- ingunni, þannig að sölubúðinni yrði gerbreytt og hún stækkuð um gamla skrifstofuplássið, skrifstofurnar færð- ar í kaupfélagsstjóraíbúðina niðri, en kvistbyggingin og vesturhluti rishæð- arinnar endurbyggt í íbúð fyrir kaup- félagsstjórann. Var öllum þessum Kaupfélag A.-Húnvetninga 50 ára 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.