Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 15
og bar þó eigi brag Ægisdætra. Þrjár
voru vestfirzkar, enda áttu þær nokk-
uð af skaplyndi Auðar Vésteinsdóttur.
Tvær voru norðlenzkar og ein fædd í
Austfirðingafjórðungi. Tvær sunn-
lenzkar. Báru þessar glögg einkenni
uppruna síns.
Eitt höfðu konurnar sameigið að
einni undanskilinni. Þær voru hár-
stýfðar eftir tízkunnar tildurkröfum.
Ein hafði þó eigi látið skerða hadd
sinn. Bar hún fallegar fléttur, er tóku
henni niður fyrir mitti. Er hárið fór
laust, hrundi það niður um hana eins
og
„skrautskriður úr
skararfjöllum.“
Þótti mörgum unun á að horfa, enda
hlaut hún kenningarnafnið Ingibjörg
in haddprúða. Þess má geta, að þessi
kona er Húnvetningur að fæðingu og
fóstri. Húnvetningar og Þingeyingar
hafa löngum verið taldir mestir sér-
vitringar á landi hér. Munu margir fá-
vísir tízkudindlar virða Ingibjörgu til
sérvizku ræktarsemi hennar við hár
sitt. En ég segi, að hún sverji sig þann-
ig í sitt húnvetnska kreddukyn. Þökk
sé henni fyrir það.
Fagurt hár hefur frá aldaöðli og
fram til hinna síðustu og verstu tíma
verið talin meginprýði hverrar konu
og aukiö yndisþokka hennar. Eru enn
til í tungunni lýsingarorð, sem lýsa
aðdáun á hárprúðum konuni.
Einu sinni framdi hrekkjóttur strák-
ur í Suður-Þingeyrarþingi það óþokka-
bragð að klippa af fléttum hárprúðrar
stúlku. Lagði hún síðan hatur á ill-
ræðismanninn. En nú er öldin önnur.
Þegar tízkan heimtar hár kvenna skor-
ið og stýft, heyrist hvorki kjökur eða
reiðistuna af þeirra hálfu. Svo voldug
er tízkan. En hversu harðleikin sem
tízkan er í garð kvenna, þá getur hún
aldrei upprætt kveneðli þeirra. Það er
og verður eilíft eins og lífið sjálft.
Sjálfsagt hefur einhver tízkuhani í
Versölum suður valdið því, að hár-
skurðartízkan var upp tekin. Sá hefði
átt skilið að vera hengdur á hæsta
gálga og hataður að eilífu. En þau
urðu ekki forlög hans.
Samferðakonurnar virtust una sér
vel með sinn drengjakoll, enda eru
þær ásjálegar eigi að síður. Það er að
segja: Þær eru geðþekkar og fallegar í
augum okkar karlmannanna þrátt fyr-
ir hárstýfinguna, en ekki vegna henn-
ar. Náttúran hefur gætt konur meira
hárvexti en karla til þess eins, að þeim
lítist betur á þær. Fagurt hár og vel
hirt vekur aðdáun karlmannsins, gerir
konur skáldlegri í augum hans, eins
og ljóðin sýna. En nú á tímum hinnar
óþjóðlegu haddstýfingar fýsir engan
ástfanginn mann að greiða konulokka
við Galtará, og því síður við Skeiðará
og Jökulsá. Um haddstýfðar konur
verður aldrei kveðið:
„Falla lausir um Ijósan
lokkar háls hinn frjálsa.“
Þó er fátt fegurra en að sjá lauf-
vinda leika sér að ljósum haddi, er lið-
ast frjálslega um rjóða vanga, bjartan
háls og mjúkar herðar. Nú á dögum
eru það skáldin ein, sem slíkar sýnir
sjá og skapa sér þannig unaðsstundir
í einrúmi.
En svo kunnum vér skapi þessara
hárstýfðu kvenna, að þótt þær hefðu
hárvöxt Hallgerðar Höskuldsdóttur
eða Hallgerðar dóttur Tungu-Odds —
en þær voru kvenna bezt hærðar í forn-
um sið — og eigi verið gert að fórna
þessu höfuðdjásni sínu á fórnarstall
tízkunnar, þá myndu þær aldrei hafa
notað hadd sinn einvörðungu í
möskva fyrir ungan svein, heldur í
bogastreng honum til handa.
Karlmennimir 9 vom þessir: Páll
Arason sveitarstjóri, 6 ungir menn úr
Reykjavík, þar af einn matsveinn, og
2 Mammons-þjónar úr Arnesþingi.
Með þessa sveit manna, 16 konur og
8 sveina, lagði Páll á öræfin. Var liðið
allvel búið að klæðum og hið vígaleg-
asta, einkum konumar. Hvar sem Páll
fór um sveitir, undmðust menn, hví-
líku kvennavali hann hafði á að skipa
og dáðust að kvenhylli hans.
V.
Öræfin eru sérkennileg byggð, um-
lukin torfæmm á alla vegu. Sá, er
þangað kemur svífandi í flugvél, fær
glögga yfirsýn um legu sveitarinnar
undir vestur- og austurhlíðum Öræfa-
jökuls, milli Skeiðarársands að vestan
og Breiðármerkursands að austan.
Fyrir landi er hafsmegin mikið.
Ströndin löng og hafnlaus. Uthafsald-
an, hvítfext himinglæfa æðir þar að
landi og hefur löngum búið sjómönn-
um grand, bæði hérlendum og erlend-
um. Að baki þruma hin þrúðgu fjöll.
Þau eru í senn hlífiskjöldur og ógna-
valdur. Skjól og veðursæld er mikil
undir þessum háu hlíðum. En skrið-
jöklar ganga milli fellanna niður á
sléttlendið og læsa heljarhrömmum
(Framh. d bls. 39)
15