Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Qupperneq 33

Samvinnan - 01.09.1956, Qupperneq 33
Olympíuleikar að fornu og nýju ÓLYMPÍULEIKARNIR eru mesta og virðulegasta íþróttahátíð, sem haldin er í heiminum og eiga þeir sér langa sögu að haki. Er fróðlegt að skyggnast um spjöld sögunnar í þeim efnum. í góðum menningarlöndum standa íþróttir jafnan með blóma, þar er vel bú- ið að líkamsrækt, vegna þess að menn gera sér ljóst, að bústaður andans er veg- legt musteri og andinn bíður tjón, sé musterinu ekki við haldið. Hellenar hinir fornu voru ein frægasta menningarþjóð, sem sagan getur um og hvergi hafa íþróttir skipað æðri sess en þar. Þar eiga Ólympíuleikarnir upptök sín, enginn veit hvenær. Þegar menningu Hellena hnignaði, lögðust íþróttirnar einnig niður. Eftir 1498 ár voru Ólympíu- leikarnir endurvaktir. Síðan hafa þeir fallið þrisvar niður sökum heimsstyrjalda. Sá var munurinn, að Forn-Grikkir gerðu hlé á styrjöldum sínum til að halda Ólym- píuleika. Ólympíuleikar Hellena. FYRSTU ÓLYMPÍULEIKAR, sem skráð- ir eru, voru haldnir árið 776 fyrir Krist. Þeir voru haldnir þar sem Kladeos sam- einast ánni Alfeios við rætur Kronos- hæðarinnar í Elis-héraði í Grikklandi. Ólympíuleikar Hellena voru að nokkru leyti trúarlegs eðlis og þessvegna mik- ilvægt atriði fyrir þjóðina. Leikarnir voru helgaðir guðinum Seifi og stóðu yf- ir í fimm daga fjórða hvert ár. Hellanar miðuðu tímatal sitt við leikana og ára- bilið milli þeirra var nefnt Olympiad. Hetjur á helgum stað. Á Ólympíu var fagurt um að litast. Þar voru hof til dýrðar guðunum og líkneski af þeim eftir frægustu listamenn Hellena. Þar úði og grúði af listaverkum og stytt- um af ólympiskum sigurvegurum. Aðeins Grikkjum af hreinu þjóðerni var heimil þátttaka. Konur voru útskúfaðar frá þátttöku og eins sem áhorfendur. Sigurvegarar fengu lárviðarsveiga að launum. Ættborgir þeirra tóku á móti þeim eins og þjóðhetjum og listamenn voru fengnir til að gera myndir af þeim. Stundum voru þeim gefin hús og sérlega vinsælir sigurvegarar fengu lífstíðar- uppihald. Stadion-kapphlaupið. í FYRSTU HEIMILDUM um Ólympíu- leikana er aðeins getið um eina keppnis- grein: Spretthlaup eftir endilöngum vell- inum. Sá hét Coroebus, sem vann og spölurinn mun hafa verið tæplega tvö hundruð metrar. Eftir þrettán Ólympíuleika er getið um tuttugu keppnisgreinar. Þar eru meðal annars hlaup á ýmsum vegalengdum, hnefaleikar, glíma, kappakstur og svo drengjakeppni í ýmsum greinum. Menningu Hellena hnignaði. Rómverj- ar leystu menningu Grikkja og herveldi af hólmi og úr því fara Ólympíuleikarnir að losna í reipunum. Nú voru Rómverjar einnig meðal þátttakenda, en þátttaka þeirra var þeim ekki trúarlegt atriði. Með tímanum urðu leikarnir aðeins sýningar atvinnumanna og hættu að hafa trúar- legt gildi, jafnvel fyrir Hellena. Þar kom, að Þeódósíus I. keisari bannaði leikana árið 394, eftir að þeir höfðu verið haldnir hátíðlegir í meira en þúsund ár. Endurvakning á 19. öld. ÞAÐ ER EKKI fyrr en eftir 1850, að menn fara að iðka frjálsar íþróttir að nýju. Munu Englendingar hafa verið brautryðjendur á þeim vettvangi. Á þeim tíma átti rómantíska stefnan gengi að fagna og er ekki ólíklegt, að hún hafi haft nokkur áhrif. Menn dáðu hetjur og leit- uðu þeirra gjarnan í fornöldinni. Hinar ólympisku íþróttahetjur Hellena fengu lif og lit í rómantíkinni. Það var franskur barón, Pierre de Cou- bertin, sem fyrstur barðist fyrir endur- reisn Ólympíuleikanna. Hugmynd baróns- ins komst í framkvæmd árið 1896, 1498 árum eftir að leikarnir voru síðast haldn- ir meðal Hellena. Af skiljanlegum ástæð- um varð Aþena fyrir valinu og síðan hef- ur það verið þannig í orði kveðnu, að það eru borgir, sem hljóta þá sæmd að standa fyrir Ólympíuleikum. Þrettán Ólympíuleikar. ÞAÐ ÞÓTTI SJÁLFSAGT að halda Ólympíuleika fjórða hvert ár eins og hjá Hellenum. Frá 1896 hafa verið þrettán leikar, en þrisvar hafa þeir fallið niður sökum heimsstyrjalda, árin 1916, 1940 og 1944. Á hinum fyrstu endurvöktu Ólympíu- leikum í Aþenu mættu átta þjóðir til leiks. Þar var keppt í tólf greinum og þar af sigruðu Bandaríkjamenn í níu. Bretar sigruðu í tveimur og Grikkir í einni. París hlotnaðist heiðurinn árið 1900. Þar var keppt í 22 greinum og nú sigruðu Banda- ríkjamenn í 17. 1904 eru leikarnir haldn- ir í St. Louis. Síðan koma einskonar auka- leikir í Aþenu tveim árum seinna. 1908 er það í London og 1912 í Stokkhólmi. Segja má, að þar með verði Ólympíuleikarnir fyrst alþjóðlegt íþróttamót. Þar mæta til leiks 26 þjóðir og keppt er í 28 greinum. En gullið úthlutast ekki jafnt fremur en venjulega. Bandaríkjamenn ganga með sigur af hólmi í 13 greinum. Næst eru Ólympíuleikar í Antwerpen Bandarikjamenn haja alltaf unnið 100 metra hlaupið á Ólympiuleikunum, nema tvisvar. Þessir heiðursmenn hafa reynzt fótfráastir á fjórum siðustu Ólympiuleikum, en ólympiska metið á Jesse Owens (annar frá vinstri) 10,2 sek. 33

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.