Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 3
 Þegar kaupmenrt gefast upp Eitt þeirra orða, sem andstæðingar samvinnuhreyfing- arinnar nota tíðast í hinuni stöðugu árásum sínum, er „einokun“. Er reynt að læða þeirri hugmynd inn hjá lands- mönnum, að það sé tilgangur samvinnumanna að ná ein- okunaraðstöðu í verzlun eða á öðrum sviðum, því að vitað er, að fátt muni þeirri þjóð, sem öldunt saman bjó við hina verstu einokun, ógeðfelldara en slík skipan mála. Það er glöggt dærni um þá trú, sem menn hafa á mátt • áróðursins nú á dögum, að slíkri ásökun skuli vera beint gegn þeirri hreyfingu, sem rauf einokun selstöðukaup- manna víða um land, rauf einokun hinna brezku olíu- hringa hér á landi, rauf einokun tryggingahlutafélaganna, rauf einokun í skipan siglingamannanna og hefur hvar- vetna orðið til þess að brjóta niður einokunaraðstöðu þeirra sömu aðila, sem nú standa á bak við árásir og róg í þessu efni. ★ Hér á landi, eins og um heim allan, eru það einmitt sam- vinnufélögin, sem hafa beitt sér gegn hvers konar einokun meira en nokkur önnur samtök almennings og er því um að ræða hreinasta öfugmceli, þegar þau eru sökuð um að scekjast eftir einokun sjálf. Ekkert getur verið fjcer sanni. ★ Nú kunna menn að spyrja, hverju það sæti, að kaupfé- lög verzli án samkeppni á nokkrum stöðum á landinu. Þetta er rétt, en hvað eiga félögin að gera, þegar kaup- menn hreinlega gefast upp, af því að þeir græða ekki á verzlun sinni? Eiga kaupfélögin á þessum fáu stöðum að hækka verðlagið, svo að kaupmennirnir geti grætt nóg til að vera kyrrir? Eða hvað eiga þau að gera? Sannleikurinn er sá, að kaupmaðurinn getur tekið sam- an pjönkur sínar og fé og farið, ef honum sýnist svo. Þetta geta kaupfélögin ekki, af því að þau eru eign fólksins á hverjum stað og því bundin hvert við sitt félagssvæði. Þar eru þau stofnuð til þess að starfa fyrir fólkið á þeim stað. ★ Það er umhugsunarefni fyrir almenning, að það skuli vera- 650 smákaupmenn í Reykjavtk einni og fara fjölg- andi, á sama tíma sem enginn þessara manna kcerir sig um að verzia í Salthólmavík, á Gjögrum, í Haganesvík eða Bakkafirði. Af hverju ekki? Það er svo sannarlega ekki vegna þess, að kaupfélögin geri neitt til að torvelda þeim viðskiptin — annað en að bjóða fólkinu eins hagkvcsm verzlunarkjör og þau geta. Við það verða kaupmenn að keppa. ★ Getur kaupfélag verið einokun? — Þar sem kaupfélög eru orðin eina verzlunin í héraði, hefur því verið haldið fram af andstæðingum samvinnufélaganna, að þau væru orðin einokunarfyrirtæki. Sá maður, sem allra manna bezt hefur svarað þessum rógi, er sjálfur Jón Sigurðsson, forseti. Hann skrifaði í Nýjum félagsritum 1872: „Þegar félögin væru í fullu fjöri og nálega hver maður í héraðinu ætti þátt í þeim, þá gætu slík félög aldrei orðið einokunarfélög vegna þess beinlínis, að þau gætu engan einokað nema sjálfan sig. Gjörum ráð fyrir, að allir Húnvetningar til dæmis væru í einu félagi, þá réðu þeir sjálfir félagsstjóm sinni, þeir veldu menn til að skoða reikningana og bæk- urnar, þeir vissu um öll viðskipti félagsins, um öll kaup þess og sölu, kaupstjórinn og allir þeir, sent væru við verzl- un félagsins væru þjónar þess og stæðu til ábyrgðar fyrir félagsmönnum, félagið sjálft réði eiginlega prísunum á allri vöru, í hönd og úr, hvernig ætti þá þetta félag að geta einokað Húnvetninga? Það væri sama eins og að ímjmda sér, að félagið einokaði sig sjálft.“ Jón Sigurðsson sagði einnig, að lengi mundi ,,verða nóg eftir handa kaupmönnum.“ Hann reyndist sannspár í því efni eins og fleirum. 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.