Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 14
Í^iörn Siiqiui,
>jom ^Jiyarbjarnarson:
„Aiiðnin bjarta ávann sér
ást í hjarta mínu7/
I.
Allur þorri Islendinga, þeirra, er
hafa tekið sér bólfestu í bæjum og
þorpum, eru fæddir og fóstraðir í sveit-
um þessa lands. Allir bera þeir í brjósti
þrá til átthaganna og öræfanna, þar
sem þeirra fögur æskan bjó. Átthaga-
þráin er ódauðleg. Utþrá og ævintýra-
löngun kynda undir. Þegar sumarið er
gengið í garð og nóttlaus voraldar ver-
öld ríkir yfir landinu, vaknar heim-
þráin og útþráin í brjóstum hinna
horsku sveitadrengja og bláeygu dal-
anna dætra, sem í bæjunum búa.
Yms tækifæri bjóðast til að full-
nægja útþrá ungra og aldinna. Flestir
hafa nokkur fjárráð. Enn er það, að
vér lifum á öld ferðalaga og fjöl-
breytni, öld hraða og eirðarleysis, véla
og vagna. Þetta er öld vélamennsk-
unnar í öllu sínu gegndarleysi og æðis-
fumi, enda er allt vort ráð og framtíð-
arhagur á hveli hverfanda og torvelt
að sjá, hvern enda muni hafa. Farkost-
ur vélamennskunnar hefur og greitt
mjög götu ferðafólks. Gert mönnum
kleift að komast örugglega á skömm-
um tíma yfir torfærur, vegleysur og
öræfi, sem áður þóttu ekki fær mönn-
um og hestum. Við þessi skilyrði
vænkast hagur þeirra, er hug hafa á að
sinna kalli átthaganna og öræfanna og
sumarsins. Ferðin er ráðin og farseðill
keyptur.
II.
Þegar ferðafélagarnir mætast í bið-
sal flugskýlisins í Reykjavík, er aug-
Ijós ferðahugur í fólkinu. Tilhlökkun
má lesa í hverju andliti. Hafa fáir ein-
ir stígið í flugvél áður, þénnan víðblá-
ins vakra fák. Er þeim flestum innan-
brjósts eins og ungum hestamanni,
★ Ferðaþáttur
★ í
★ Öræfi austur
sem stendur hjá fjörlegum gæðingi, er
hann á að fara á bak í fyrsta sinni.
Brottfarartíminn er ráðinn stundu
fyrir náttmál. Flugvélin Glitfaxi hef-
ur sig mjúklega á loft, líkt og svanur
hefji sig til flugs. Stefnt er í austurveg
og stefnan tekin á Heklu eða um 64.
gráðu. Brátt hverfur Reykjavík og
Mosfellssveit kemur í ljós. Þá sést
Þingvallavatn, Laugardalur, Gríms-
nes, Skálholt, Vörðufell, Þjórsá og
Landmannasveit. Þoka er yfir austur-
fjöllum. Þegar flogið er yfir Heklu,
sést í hvítan kollinn gegnum þokurof.
Sér nú um skeið ekkert annað en hvítt,
öldumyndað þokuhaf, roðið kvöldsól-
arskini. Þegar komið er austur vfir
Síðu og Fljótshverfi, fer að rofa til
byggða gegnum þokuhjúpinn. Ar og
vötn liggja eins og silfurbönd og silfur-
skildir um gróðurlönd og grá hraun.
Þá blasa og víða við bændabýlin
þekku, dreifð um nýhirt tún og grænar
grundir. Einn er sá, sem allir veita at-
hygli, bæði þeir, sem svífa um loftin
blá og hinir, er halda sig við jörðina.
Sá er Lómagnúpur. Hvass er hann á
brún, svipmikill og sviphreinn. Ein-
ráðinn mun hann vera í því að hopa
hvergi, hversu sem þursinn Vatnajök-
ull hamast að baki honum og óhemj-
an Núpsvötn geysa og grenja við fæt-
ur honum. Við þessa sýn rifjaðist upp
draumur Flosa Þórðarsonar, er hann
er skráður í Njálu. Þar segir svo: ,,Mik
dreymdi þat,“ segir Flosi, „at ek þótt-
umst staddur at Lómagnúpi ok ganga
út ok sjá upp til gnúpsins. Ok opnaðist
hann. Maðr gekk út úr gnúpinum ok
var í geithéðni ok hafði járnstaf í
hendi. Hann fór kallandi ok kallaði á
menn sína, suma fyrr en suma síðar —
og nefndi þá á nafn. Horfðu menn
mjök til gnúpsins, en engan sáu þeir
bergrisann. Létti þá mörgum er áður
hafði áhyggjur þungar. Þokuslæðingur
er á Öræfafjöllum. Þó dylst engum, er
þangað horfir, að Öræfajökull ber höf-
uð og herðar yfir öll fjöll, heiðumhár,
kuldalegur, en sviphreinn og tiginbor-
inn í allar ættir í ættbálki íslenzkra
jökla.
Skeiðarárhlaup er í aðsigi. Vatna-
flaumur óskaplegur þegar kominn.
Heyrist glöggt gnauð og vatnadrunur
þungar.
Eftir rúmlega klukkustundarflug
var lent á flugvellinum hjá Fagurhóls-
mýri. Þar var sunnanstormur, þoku-
slæðingur og suddi. Stigu farþegarnir
skjótt út úr flugvélinni og tóku á móti
farangri sínum. Var skammt að fara
til tjaldstaðar undir hamrabelti. Féll
þar blátær lækur fyrir neðan. Tóku
menn að velja sér tjaldstað og tjalda.
Hér tók Páll Arason fararstjóri á móti
oss. Flestir aðkomumanna fóru að
skoða umhverfið og ganga sér til hress-
ingar. Að svo búnu var mgtazt og
gengið til hvílu.
III.
Nú skal vikið nokkuð að flugliðinu
á Glitfaxa og farþegunum. Karlmenn-
irnir í áhöfn flugvélarinnar eru að vísu
vasklegir menn og gjörfulegir, en þó
ber flugfreyjan mjög af. Hún er há-
vaxin og beinvaxin, bjarthærð og blá-
eyg. Býður af sér góðan þokka.
Langferðafólkið er tvennar tyfltir
fullar að meðtöldum fararstjóra og
matsveini. 16 konur og 9 karlar, eða
tvær um hvern karl að kalla. Aðeins
ein kona gift svo að vitað væri. Hinar
allar mannlausar. Þar sem þarna voru
samankomnir ferðafélagar, ráðnir í 18
daga skemmtiferð, aðallega um ó-
byggðir, var það næsta eðlilegt, að
karlmennirnir færu að virða fyrir sér
ið fríða kyn. Þrjár af þessum 16 kon-
um voru erlendar, norsk, þýzk og ensk.
Þrjár voru stúdentar frá 1953 af kunn-
um ættum embættismanna. Enn var
ein af spakvitrustu skáldaætt íslands.
Önnur af sægarpakyni af Skipaskaga
14