Samvinnan - 01.09.1956, Qupperneq 22
Skaftfellskar konur
í skemmtiferð
Að morgni miðvikudagsins 15. júní
1956 lögðu upp í skemmtiför í boði
Kaupfélags Skaftfellinga konur tir
þremur sveitum austan Mýrdalssands,
Meðallandi, Skaftártungu og Álfta-
veri. Ekið var í tveimur bifreiðum, og
ökumenn voru þeir Sigurður Gunn-
arsson og Sigurður Hallgrímsson. Þeir
eru báðir starfsmenn kaupfélagsins í
Vík, vanir og traustir bílstjórar. Far-
arstjóri var Óskar Jónsson, bókari
Kaupfélags Skaftfellinga. Úr Meðal-
landi voru 14 konur, 13 úr Skaftár-
tungu og 5 úr Álftaveri.
Þegar öllum þeim, sem taka skyldu
þátt í förinni, hafði verið safnað sam-
an, var haldið sem leið liggur vestur
Mýrdalssand, sem nú er greiðfær og
fljótfarinn, þar sem ný brú hefur ver-
ið byggð á Múlakvísl, sunnan Höfða-
brekkuheiðar. Veður var hið ákjósan-
legasta. Um morguninn var loft skýj-
að, en fljótlega birti upp, svo að sól
skein af heiðum og bláum himni. í
Vík í Mýrdal var stanzað. Þar var
drukkið kaffi í boði Odds Sigurbergs-
sonar kaupfélagsstjóra og konu hans.
Um hádegisbil var haldið af stað frá
Vík og ekið rakleitt vestur að Hvols-
velli. Þar var snæddur hádegisverður,
og því næst var ekið nær viðstöðu-
laust til Reykjavíkur, þar sem hópur-
inn tvístraðist. Konumar eyddu þar
kvöldinu að eigin vild og vali og tóku
sér gistingu hjá frændum og vinum.
Margar af konunum höfðu sjaldan
komið til höfuðstaðarins, og ein þeirra
hafði aldrei lagt þangað leið sína.
Á fimmtudagsmorguninn mættu
konurnar við Sambandshúsið. Þar
bættust í hópinn tvær konur, sem
vom nýlega fluttar úr héraðinu, og
ein, sem var stödd í bænum. Þarna
kom til móts við okkur Jónas Jó-
hannesson frá Vík, tryggingaumboðs-
maður. Hann fór með allan hópinn í
Sambandshúsið, þar sem okkur var
boðið morgunkaffi hjá SÍS. Að
lokinni kaffidrykkju var okkur sýnt
húsið, og gerði það Örlygur Hálfdán-
arson, og skýrði hann um leið fvrir
okkur starfsemi og tilgang stofnun-
arinnar. Síðan ávarpaði hópinn Er-
lendur Einarsson, forstjóri Sam-
handsins, sem, eins og flestum er kunn-
ugt, er Skaftfellingur að ætt og upp-
runa. Þegar út kom, var þar fyrir ljós-
myndari. Hann stillti konunum upp
eins og honum þótti bezt henta, og var
síðan tekin mynd af öllum hópnum.
Nú var á ný sezt í bílana og ekið
af stað. Veður var bjart og hlýtt,
glaða sólskin. Ferðinni var heitið upp
í Borgarfjörð. Gekk hún að óskum,
og óx skaftfellsku konunum ekki í
augum leiðin fyrir Hvalfjörð, þó að
ýmsar þeirra hefðu heyrt misjafnlega
af henni látið. Hvalveiðistöðin var
skoðuð og síðan ekki numið staðar
fyrr en við Hvítárbrú. Þar var snædd-
ur hádegisverður og því næst ekið upp
í Reykholtsdal og að Barnafossum. og
þótti okkur þar fagurt og sérkenni-
legt. Nú var haldið í Reykholt. Var
staðurinn skoðaður all vandlega og að
lokum gengið í kirkju. Lék fararstjóri
á orgelið, og konurnar tóku undir. Frá
Reykholti var ekið að Bifröst, hinu
glæsilega gistihúsi samvinnumanna.
Þar var okkur búin næturgisting og
hinn bezti beini. í Bifröst kom til móts
við okkur Benedikt Gröndal, ritstjóri.
Hann sagði okkur frá starfrækslu Bif-
rastar og tilgangi þessa myndarlega
staðar, þar sem á vetrum er skóli sam-
vinnumanna, en á sumrum samkomu-
staður þeirra og gistihús handa hverj-
um þeim, sem þar vill dvelja, lengur
eða skemur. Þarna komu til fundar
við okkur hjónin Einar Jóhannesson
og Sigríður Bárðardóttir, ásamt dætr-
um sínum. Þau eru búsett í Borgar-
firðinum, en bæði eru þau Skaftfell-
ingar, og þess vegna þekktu þau ferða-
fólkið. Áður en gengið var til náðar
skoðuðum við hið undurfagra og ein-
kennilega umhverfi Bifrastar, sem
naut sín vel í kvöldkyrrðinni og dýrð
vorsins.
Morguninn eftir var ekið að
Varmalandi og húsmæðraskólinn
skoðaður, en svo var haldið í Borgar-
nes. Veður var enn hið fegursta. Var
gengið í lystigarð Borgnesinga og síð-
an snæddur hádegisverður í hinu
myndarlega gistihúsi þorpsins. Næst
var ekið að Hvanneyri. Var okkur
sjmdur staðurinn, og að lokum var
gengið til kirkju og þar leikið á orgel
og sungið.
Frá Hvanneyri var ekið upp Bæjar-
sveit og Lundarreykjadal og um Uxa-
hryggi á Þingvöll. Þar var okkur bú-
inn beini í Valhöll, og þar gistum við.
Um kvöldið skoðuðum við hinn forn-
fræga sögustað, og deginum var svO'
lokið með því að ganga í kirkju.
Síðasti dagur ferðarinnar hófst með
því, að ekið var að Laugarvatni. Þar
tók á móti okkur Sigurbjörg Vilmund-
ardóttir frá Vík, handavinnukennari
húsmæðraskólans. Við skoðum skól-
ana á staðnum og nutum síðan hinna
beztu veitinga í boði forstöðukonu
húsmæðraskólans, Jensínu Halldórs-
dóttur. Fannst öllum sú stund of
stutt, sem þarna var staðið við, en nú
tjóaði ekki annað en halda áfram för-
inni. Næsti áfangastaður var hið mikla
raforkuver við Ljósafoss. Þótti okkur
mikið til þess koma, sem þar var að
sjá, en ekki var laust við, að hrollur
færi um okkur, þegar við sigum fjöru-
tíu metra niður í jörðina til þess að
skoða neðanjarðarstöðina. Nú var
haldið niður Grímsnes og upp Bisk-
upstungur, yfir Hvítá hjá Brúarhlöð-
um og niður Hreppa og Skeið og aust-
ur þjóðveginn að Hvolsvelli. Þar var
matazt og síðan haldið áfram austur
til Víkur. Þar tóku kaupfélagsstjóra-
hjónin á móti okkur af sömu rausn
og myndarskap og áður. Nú var orðið
áliðið dags, og heim skyldi halda
þetta kvöld. Áður en við færum frá
Vík, gengum við öll í Víkurkirkju.
Þar er fararstjóri okkar organleikari,
og nú var leikið á orgelið og sungin
nokkur lög. Því næst var ekið austur
yfir sand, og svo tók þá hópurinn að
tvístrast. Hvarf hver til síns heimilis
glöð og hress eftir þetta ferðalag, þar
sem veðurblíðan og alúð og rausn
22