Samvinnan - 01.09.1956, Síða 19
,.Því miður verð ég að gera það. Svo
er mál með vexti, að þessi brotni kassi
lá undir silunganetinu, og auðséð var
á öllu, að þjófarnir hafa verið að at-
hafna sig þar. Hvernig stendur á kass-
anum þarna, ef sonur þinn hefur eng-
an þátt átt í innbrotinu?“
Það varð djúp þögn.
Loks mælti Broddi og var óvenju-
Iega fastmæltur:
„Eg hef ekki minnstu hugmynd um
þennan kistil, hef aldrei séð hann fyrr
og hann var ekki þarna, þegar ég fór
frá ánni í nótt, en hafi hann fundizt í
netinu eða hjá því, hefur einhver ann-
ar falið hann þar, hvort sem það hefur
átt að vera í blóra við mig eða að á-
stæðan er einhver önnur.“
Torfi leit á son sinn og það var að-
dáun í augnaráðinu. í fyrstunni hafði
hvarflað að honum, hvort Broddi
kynni að hafa leiðst út í þetta, en nú
var hann aftur öruggur.
„Sérðu ekki, hve alvarlegt þetta er
fyrir þig, drengur minn!“ sagði sýslu-
maðurinn. ,,Þú ættir að spara þér get-
sakirnar. Þú varst ekki heima, þegar
ránið var framið, og þú segir, að þú
hafir verið einn við ána. Það eitt er
nóg til þess, að grunurinn hlýtur að
falla á þig. En svo, þegar kistillinn
finnst hjá netinu, virðist mér það vera
svo afgerandi, að það þarf meira en
orðin tóm til þess að hrinda sökinni.“
„Mér er sama, hvað þú segir um það,
sýslumaður, en ég veit, að þessi sví-
virðilegi áburður er ástæðulaus. Ég
hef ekkert innbrot framið og hef enga
minnstu hugmynd um það.“
Sýslumaðurinn hikaði. Á þessari
stundu fór honum eins og Torfa gamla,
hann trúði ekki á sök Brodda, en þó
varð hann að halda málinu áfram,
þangað til eitthvað nýtt kæmi í Ijós.
„Við höfum ekki fleiri orð um
þetta,“ sagði hann, „en ég tek þig fast-
an í nafni kóngsins og laganna, og
flýttu þér nú að búa þig, því að ég
tek þig með okkur heim að Felli.“
Brodda sortnaði snöggvast fyrir
augum. Hann leit frá einum til annars
og virtist eins og vera á báðum áttum
um, hvort hann ætti að hlýðnast skip-
uninni, en svo afréð hann að fylgjast
með. Enginn efi var á, að sýslumanni
var alvara og hann mundi beita valdi,
ef hann þrjózkaðist, og slíkt yrði síður
en svo til að bæta málstað hans.
Margrét húsfreyja hafði komið út
í bæjardyrnar í því er sýslumaðurinn
skipaði fyrir um handtöku Brodda.
Hún hallaði sér upp að dyrastafnum
og andvarpaði þungt.
„Hvað svo sem þú kannt að gera í
þessu máli, sýslumaður, þá lýsi ég
þennan áburð á son minn sem hina
verstu lygi! Ég þekki hann svo gerla,
að ég þori að leggja eið út á, að hann
gæti aldrei framið slíkt ódæði.“
„Orð hjálpa lítið, nema ótvíærðar
sannanir fylgi,“ anzaði sýslumaður og
rak á eftir mönnum sínum að komast
á hestana. Þorbjörn bauð Brodda sinn
hest; kvaðst sjálfur vilja ganga. Sýslu-
maður lét það afskiptalaust.
Torfi gamli horfði þegjandi á, með-
an þeir voru að fara á bak. Hann leit
þakklátlega til Þorbjarnar fyrir þá
samúð, sem hann sýndi Brodda, þó að
í litlu væri. Hét hann því, að hann
skyldi ekki gleyma Þorbirni þessu.
Um leið og þeir riðu úr hlaði, sneri
Broddi sér við í hnakknum og sagði:
„Ég er saklaus, faðir minn! Og ég
skal hefna þess, svo sannarlega sem ég
lifi og held kröftum!“
„Ég trúi þér, sonur minn!“ svaraði
Torfi gamli. „Og við þig, Haraldur
sýslumaður, ætla ég bara að segja það,
að ekki kæmi mér það á óvart, þótt
meiri tíðindi ættu eftir að gerast.“
,,Þá verður að taka því,“ svaraði
sýslumaður með grautarlegri röddu.
„Ég geri ekki annað en skyldu mína,
eins og endranær, Torfi bóndi.“
Torfi garnli sá, að hann fékk ekki
spornað gegn ákvörðun sýslumanns.
Og raunar skildi hann líka, að sýslu-
maðurinn gat ekki gert annað en það,
sem hann gerði. En einmitt af því. að
hann viðurkenndi sinn eigin vanmátt,
varð hann allt í einu ofsareiður. Um
leið og hann gekk inn í bæinn, spyrnti
hann svo þétt í vegginn, að stór steinn
losnaði og valt út á hlaðið og tók dyra-
umbúninginn með.
Hann yrti ekki á nokkura mann-
eskju, heldur gekk beina leið til rúms
síns og breiddi teppið upp yfir höfuð.
VI.
BRODDI OG HALLA.
Ef nokkur lifandi vera hafði þörf
fyrir náð og miskunn örlagavaldanna,
þá voru það þeir, sem voru sakaðir um
glæpi á þessari grimmúðugu öld. Venja
var að setja þá í hlekki og loka inni
í útihúsum eða öðrum dimmum og
rökum vistarverum. Mat fengu þeir
af skornum skammti. Margir þeirra
dóu úr vesöld í dýflissum valdsmann-
anna, en aðrir gáfust algerlega upp og
játuðu á sig þær sakir, sam á þá voru
bornar, alveg án tillits til þess, hvort
þær voru sanna reða ekki, — aðeins til
þess að fá frið og losna úr óbærilegum
kvölum. Enda fengu þeir frið, því að
þeir voru venjulega látnir óáreittir,
þangað til þeir voru leiddir undir gálg-
ann eða á höggstokkinn. — Þannig
var réttarfarið á þessum árum, og eng-
inn, utan einstaka sérvitringar, hafði
hið minnsta við það að athuga.
Haraldur sýslumaður fór öðruvísi
að. Hann lét ekki setja Brodda í
hlekki, og heldur ekki lokaði hann
hann inni. Broddi fékk að ganga laus
og liðugur undir umsjá Þorbjarnar,
gegn því, að hann lofaði að hlaupazt
ekki á brott fyrst um sinn, eða þang-
að til eitthvað nýtt kæmi fram í mál-
inu. Broddi tók þátt í verkunum með
fólkinu. Þetta var í sláttarlok og mik-
ið að starfa við að koma hinu síðasta
heyi heim í heygarðana. Broddi var
hinn duglegasti við störfin, og hann
var í raun og veru hamingjusamur
þessa daga,. þrátt fyrir þetta voða-
mál, sem vofði yfir höfði hans.
Þau Halla sáust daglega. En það
var þegjandi samkomulag á milli
þeirra, að láta sem þau þekktust lítið,
þegar aðrir voru viðstaddir. Hún gekk
á engjarnar með fólkinu. Hann hélt
sér oftast í nálægð Þorbjarnar. En
þennan dag var Þorbjörn að flytja
heyið heim, svo að Halla og Broddi
voru ein eftir. Hann játaði henni ást
sína á þessu yndislega haustkvöldi,
þegar þau voru tvö ein. Hún lét sig
falla í faðm hans og sagðist elska hann
og engan annan. Þá var hann ham-
ingjusamastur allra manna. Þau
gleymdu sér og nutu nálægðar hvors
annars, eins og þau væru frjálsar
manneskjur og enginn dómur vofði
yfir höfði hans. En þegar þau vökn-
uðu af sæludraumunum, blasti veru-
leikinn við þeim, grár og kaldur, þar
sem vonin um hamingju virtist vera
útilokuð.
„Enginn, enginn skal geta skilið
okkur að, vinur minn!“ sagði Halla
og strauk hár hans.
Framh.
19