Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 12
BÖRN Smásaga eftir Pálínu Ólundarlega teygði reykurinn sig upp úr reykháfum húsanna í þorpinu eins og það væri hrollur í honum yfir að þurfa að mæta köldu morgunloft- inu. Skólahúsið er járnklætt, grámózku- legt. Stafninn gegnt rigningaráttinni farinn að ryðga. Skólabjallan hringdi, og börnin þyrptust að skólanum úr öllum áttum yfir gróðurlausan ber- angurinn umhverfis húsið. Inni í and- dyrinu hengja þau af sér yfirhafnirnar, stappa snjófölið af fótum sínum og hósta. Það gengur kvef í þorpinu. Skólastjórinn, feitur, miðaldra mað- ur í svörtum vetrarfrakka, er kominn inn í kennarastofuna. Hann fer úr frakkanum og skóhlífunum og geisp- ar, tekur þvínæst litla greiðu upp úr brjóstavasa sínum og greiðir þunnt hárið aftur frá enninu. Meðan á þeirri athöfn stendur, steðja áhyggjur dags- ins að huga hans, illhryssingslegar eins og kaldur vetrarmorgun, því auð- vitað fylgja því ekki síður áhyggjur en öðrum störfum að vera skólastjóri. Þessar eilífu kvartanir tóku á taug- arnar. I fyrradag hafði Jens kaupmað- ur blátt áfram skammast yfir því, að strákarnir sínir lærðu hreint ekkert f reikningi hjá honum. Eins og það væri auðgert að troða reikning inn í haus- inn á krökkum, sem bæði voru treg- gáfuð og löt! Engum ætti að vera kunnugra um en kaupmanninum sjálf- um, hvernig strákarnir voru. En það var eins og þessir blessaðir foreldrar gætu aldrei litið raunhæft á sín eig- in börn. Og svo kom kona Lárusar fiskimatsmanns í gær óð og uppvæg út af því, að dóttir sín kæmi hvað eftir annað lúsug úr skólanum. Auð- vitað voru krakkarnir í Naustum morandi af Iús og telpan Iíklega smit- ast af þeim, af því að hún sat við hlið- ina á þeim. En það var ógaman að fást við þetta. Nú hafði svö sem verið gerð tilraun í fyrra til þess að útrýma lúsinni úr þorpinu. Nýja kennslukon- an hafði gengið fram í þessu með mesta brauki og bramli og • honum hafði fundizt hún gerast helzt til fyrir- ferðarmikil; það var eins og hún væri að taka fram fyrir hendurnar á hon- um. En hvað um það, þetta hafði víst borið einhvern árangur 1— nema í Naustum. Hústréyjan þar hafði orðið hin versta, þegar komið var heim til hennar með Iúsameðul. Hún héít það gæti kviknað Iús á fleiri krökkum en sínum. Og ef þið ætlið að fara að skipta ykkur af þrifnaði á mínu heim- ili, þá ætla ég að segja ykkur það, að ykkur væri nær að skaffa mér hjálp við heimilisstörfin. Það er ekki hægt að búast við, að allt sé í fyllsta lagi hjá manneskju, sem er ein með fimm krakka og auk þess rúmliggjandi gam- almenni, og í þessum húsakynnum, sem ég hef við að búa. En það er nú víst eitthvað annað en að þið setjið ykkur í spor okkar fátæklinganna. Og svo bætti hún því við, að það bæri þá eitthvað nýtt við, ef nokkuð gott kæmi frá héraðslækninum. Henni var rnjög í nöp við hann, af því að hún hafði grun um, að karlinn sinn hefði stundum fengið hjá honurn spíritus. En nú var tíminn víst kominn. Hæg- um, virðulegum skrcfum gengur skóla- stjórinn fram í kennslustofuna. „Góðan daginn, börn, flýtið ykkur í sætin.“ Börnin setjast á bekkina og leggja töskur sínar á borðin fyrir framan sig. Eitt sætið í fremsta bekknum verður autt. „Jón Guðmundsson ekki kominn?“ spyr skólastjórinn. „Hann er veikur,“ svarar mjóróma telpurödd. „Nú, er hann veikur,“ segir skóla- stjórinn og tekur blýant upp úr vasa sínum. Öll börnin eru setzt, nema Sig- ríður, dóttir. fiskimatsmannsins. „Ætlar þú ekki í sætið þitt, Sigríð- ur litla?“ Nokkur andartök er telpan tvíráð. Svo gengur hún í áttina að kennara- púltinu. ,,Mamma segir — bað mig að spyrja, hvort ég gæti ekki fengið að sitja annars staðar.“ „Núh,“ segir skólastjórinn og hleypir í brúnirnar, bætir síðan við eftir nokkra umhugsun: „Seztu þá í sætið hans Jóns.“ En ekki er hún fyrr setzt en písk- ur fer að heyrast hér og þar um bekk- ina. „Þau eru svo agalega lúsug — þær bara skríða utan á þeim.“ „Hljóð!“ skipar skólastjórinn. „Opnið þið bækumar. Jón Karlsson, byrja þú að lesa.“ Það var saga um hest og asna, sem deildu um graslendi, En ekki hafði lengi verið lesið, þegar skólastjórinn veitti því athygli, að strákurinn frá Naustum leit alls ekki á bókina sína, en starði í þess stað beint upp í loft- ið, eins og hann vænti guðlegrar opin- berunar á hverju andartaki. „Þetta er gott,“ kallaði skólastjór- inn. „Sigurður, taktu við að lesa “ | . , ~ ', Þeim hefur tekizt að hœfa Þóru litlu með nokkr- um snjókúlum á hálsinn og bakið. Én hún er ekki í neinum bardagahug, lítur _ | ekki einu sinni við. | Aðeins þetta einá kemst t að í sál liennar — smámn. 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.