Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 27
pað var. Þér líður ekki vel að ganga úti með mér heldur og þó ert þú miklu hærri en hann. Við héldum áfram að vera saman öllum stundum sem áður. Eg sætti mig við að fara út með henni á ýmsa staði, ég sætti mig við háðsbros, en það var erfitt. Kvöld eitt seint um haustið bauð ég henni heim í íbúðina, sem ég hafði á leigu. Ég undirbjó allt vandlega, pantaði góðan mat heim og tók fram rauðvín og madeira. Ég beið kvölds- ins í spenningi, því ég vissi, að nú mundi hún gefa eftir fyrir alvöru. Hún kyssti mig óvenju lengi, strax og hún kom inn og mér skildist, að allt væri í stakasta lagi. Ég sagði: „Gjörðu svo vel, litla dúfan mín,“ og setti nokkra birkibúta í kamínuna. Um leið og við settumst að borðinu, var dyrabjöll- unni hringt. Minn gamli vinur Knud Tagaard beygði sig inn um dyrnar og fyllti ger- samlega út í forstofuna. Hann dæsti af ánægju og hengdi upp frakkann sinn. Hann vann á stórbýli uppi á Heið- mörk, — kom þaðan núna, — bæði soltinn og þyrstur, þrumaði hann. Knud Tagaard er sjálfsagt ekki stærsti maður landsins, en þegar mín heittelskaða og hann stóðu í stofunni og tókust í hendur, hugsaði ég með mér: — Þetta er stærsta par, sem ég hef augum litið. Þeim féll vel hvoru við annað, það sá ég strax. — Hahahæ, rumdi í hon- um, og hann skoðaði hana vandlega frá hvirfli til ilja. Hún gerði slíkt hið sama, virti hann fyrir sér frá öllum hliðum og brosti hreykin. — Fjandinn hafi það, hugsaði ég. Litlir grænir djöflar svifu í loftinu. Einn af þeim settist á brjóstið á mér og stakk mig með glóandi járni. Ég var mjög óeðlilegur í framkomu allt kvöldið. Ég var alvarlegur gest- gjafi, en öll gamansemi var fokin út í veður og vind. En þau skemmtu sér eins og smáböm, já, mjög stór smá- börn, á ferðalagi, og þau tóku ekki eftir því, að kennarinn var með. Ég varð að fara út og fá eina vínflösku lánaða til viðbótar. Klukkan eitt um nóttina lét ég hann fylgja minni heittelskuðu heim. Hann hafði ekkert á móti því og hún ekki heldur. Þau urðu að fara í yfir- hafnirnar inni í stofunni, því þau höfðu ekki nægilegt olbogapláss í for- stofunni. Þegar ég hringdi til hennar daginn eftir, gat hún ekki komið. Varð að fara til saumakonu. Þegar ég hringdi til hennar næsta dag, voru mér sögð þau tíðindi, að hún væri flutt burtu, — eitthvað út á Heiðmörk. Ég kross- bölvaði Heiðmörkinni og öllu, sem henni fylgdi. K.f. Skaftfellinga fyrr og nú (Framli. af hh. 25) stóðu. Rekstursfé var ekkert og bank- arnir því lokaðir. Allt byggðist á skil- vísi viðskiptamannanna. Kaupmönn- um fannst fljótt félagið verða sér fjöt- ur um fót. Reyndu þeir ýmsar leiðir til að hnekkja framgangi þess. Höfðu þeir félagið fyrst að háði og spotti. Verkaði slíkt tal þó ekki mikið. Þegar þyngdist fjárhagslega undir fótinn hjá því, þá var samábyrgðin óspart not- uð sem grýla. Hreif það svo, að all- margir sögðu sig úr félaginu og kröfðu það um stofnfjáreign sína. í sambandi við stofnféð var þessum sömu mönn- um ýtt út í umfangsmikil málaferli við félagið. Vann félagið málið fyrir hæstarétti. Það olli verulegri sundr- ung í félaginu að svo að segja sam- hliða þessum málaferlum var það dreg- ið inn í pólitískar deilur á framboðs- fundum til Alþingis hér í sýslu. Allt kom þó fyrir ekki. Félagið stóð af sér öll þessi gjörningaveður, sem þó voru á tímabili svo mögnuð, að það fékk ekki frið fyrir fundi sína hér í Vík. Á þeim árum var samvinnustefnan ekki hátt skrifuð hjá andstöðufólki félags- ins hér í sýslu. En árin liðu og félagið efldist stig af stigi. Það var búið að sýna mátt sam- takanna með bættum lífskjörum fólksins. Andstæðingamir sneru þá líka við blaðinu. Nú var samvinnan góð og nauðsynleg en Kaupfélag Skaftfellinga var orðið of voldugt. Það var orðið of mikið ráðandi afl í hérað- inu. Þetta átti og á enn að hamra inn í fólkið, — að það sjálft ráði of miklu í félagi um sinn eigin hag, — að það útvíkki um of félagslega starfsemi sína,-----fái sem sagt ekki að njóta ávaxta iðju sinnar á öllum þeim svið- um, sem það félagslega sjálft ræður við. Sumt af því sé betur komið hjá öðrum. Þessi skoðun á málunum á ekkert skylt við samvinnustefnuna. Samvinnumenn hafa viljað frá upp- hafi taka í sína þjónustu, ekki einung- is verzlunina, heldur líka iðnað, sigl- ingar, tryggingar og ótal margt fleira, sem tilheyrir lífi þeirra og starfi. Og þetta hefur tekizt vonum framar, en því aðeins, að sambandsfélögin öll hafa myndað eitt sameiginlegt sam- einingarafl, Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Fyrir starfsemi þess hef- ur einnig runnið til hinna dreifðu félaga ágóði af heildverzlun þeirra við Sambandið, svo mörgum milljónum króna nemur. Við höfum líka heyrt og lesið háværar raddir um, að Samband- ið sé orðið of voldugt afl í landinu. En fólkið, sem nýtur þjónustu þess um allar byggðir landsins, hlýtur að skilja og vita, af hvaða toga raddir þessar eru spunnar. Á þessum merku tíma- mótum félagsins færir það Sambandi ísl. samvinnufélaga beztu þakkir fyrir hjálpsemi og góða þjónustu á liðnum árum og óskar því allra heilla. Þegar litið er yfir 50 ára farinn veg Kaupfélags Skaftfellinga, er margs að minnast, og þá fyrst þeirra, sem gengu fram fyrir skjöldu og fyrstu braut- irnar ruddu. Við minnumst þeirra með þakklæti. — allra, sem hófu starfið og leiddu það. Þeir eru nú flestir horfnir „guðs í geim“. Þangað beinum við til þeirra hlýhug vorum og þakklæti. Og þökk sé öllum þeim mörgu, sem stutt hafa félagið af alhug og starfað fyrir það á liðnum árum. Á þessum tímamótum er oss það sérstakt fagnaðarefni, er áunnizt hef- ur. Mörgu gagnlegu hefur verið hrund- ið í framkvæmd og mikil þjónusta veitt. Mistök hafa líka eflaust orðið, og margt, sem gera þurfti, er ógert. Bíður það framtíðarinnar í samstilltu átaki vor allra. En þrátt fyrir það, sem ógert er, hefur Kaupfélag Skaftfell- inga án efa verið máttugasti aflgjafinn um félagslega og fjárhagslega þróun í héraðinu þetta tímabil. Hvernig þeirri þróun verður fram haldið næsta á- fanga, svo að meiri og betri árangur náist en áður, er undir oss sjálfum komið. Þeir, sem á undan oss gengu í 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.