Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Síða 8

Samvinnan - 01.09.1956, Síða 8
Ciísli á Skörðum og Húsavíkur Johnsen Eftir Jón Sigurðsson, Yztafelli Jakob Johnsen var faktor selstöðu- verzlunar á Húsavík, seinni hlutann af búskaparárum Skarða-Gísla. Hann var íslendingur og giftur Hildi systur sr. Magnúsar á Grenjaðarstað og Guð- nýjar skáldkonu frá Klömbrum. Á ýmsan hátt þótti Johnsen mætur maður, en harðdrægur þó, og trúrri hagsmunum húsbænda sinna í Höfn en hag fátæklinganna kringum sig.1) Þetta jók honum óvinsældir en ein- róma lof almennings fékk Hildur kona hans. Fljótlega dró til óvildar milli Skarða-Gísla og Johnsens faktors, og skal hér nokkuð frá sagt. Siður var á þeim dögum að mæla allt korn, en eigi vega. Nokkru gat munað hversu látið var í málin. Eitt sinn kom Skarða- Gísli til Johnsens og heimtaði sér mælda korntunnu. Þeir gengu saman í kornhúsið. Johnsen skipaði þjóni sínum að moka hægt og varlega í tunnumálið til Gísla, sem annarra og slétta af allan kúf. Þegar tunnan var full, tók Gísli að hrista hana, svo kornið seig og kom all-stórt borð. Johnsen skipaði að hella úr tunnunni og moka í að nýju. Þessu fór fram nokkrum sinnum. Gísli lét að lokum brúnir síga og bjóst til að kveða. Fékk hann þá mæli sinn „troðinn, skekinn og fleytifullan“. Eitt sinn kom Gísli í búð til John- sens þá er hann var að atyrða konu sína fyrir hjálpsemi við fátækling. Faktor sinnti Gísla eigi fyrr en hann hafði lesið langa hríð yfir Hildi, en !) Talið er að sagan um Húsavíkur-Jón sé stfluð á Johnsen þennan. En hún var áreiðanlega samin a£ skólamönnum í Reykjavík löngu e£tir Johnsens daga og kannaðist enginn við hana hér, þá er hún fyrst kom á prenti). vék sér þá að honum og spyr „Hvað villt þú?“ Gísli svarar: „Ég hefi hlýtt á ykkar hjal ei með sinni gljúpu. Fyrr hef ég gráan vitað val vega að hvítri rjúpu. Johnsen var mjög magaveikur. Hann gekk oftast örna sinna í fjós nokkurt, spölkorn frá búðinni. Ekki þótti hann kempulegur á fjóshlaup- unum. Kallaði Gísli hann „Kengi- lóru“ og gaf vísu í nafnfesti: Gegnum ljóra ég glóra sá greitt hvar fór um veginn. Kengi- mórauð- lóra lá líkt og hóra slegin. Margar voru „Kengilóruvísur“ Gísla. Þessa kvað hann, þegar John- sen fór í siglingu: Lagður flórinn er nú af eftir þjórinn látinn. Kengilóran hélt í haf. Heyrið þið stóra grátinn. Með þessari vísu var Johnsen fagn- að, er hann kom úr siglingunni: Kengilóran heilsar hér, hlátrar stórri vaka, genginn þjórinn aftur er, upp má flórinn taka. Johnsen var í sáttanefnd, þá er Gísli átti í málaferlum við Stóru- Tjarna Þorlák, svo sem síðar greinir. Gísli var spurður hvort Johnsen hefði ekki lagt honum liðsyrði. Hann svar- aði: Að hann bindi um meinin manns máske fyndist vafi. Þar sem syndir sálin hans silfurblind á hafi. 3. Gísli og Stóru-Tjarna Þorlakv/r. Þorlákur Jónsson síðar hreppstjóri á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði var alkunnur og vel menntaður gáfu- maður og kom mjög við mál manna hér í sýslu eftir miðja 19. öld. Hann hvatti mjög til vesturfara og fór til Vesturheims 1873. Hann sjálfur og synir hans urðu kunnir menn vestra og komu þar mjög við sögu. Á síðari búskaparárum Gísla í Skörðum var Þorlákur skrifari hjá Sigfúsi Skúlasyni sýslumanni á Húsa- vík. Þá voru nýlega fluttir norður á Tjörnes bræður tveir eyfirzkir, Jón og Friðrik Jafetssynir, þeir voru systr- ungar við Þorlák. Þeir héldu mjög saman frændur þrír, ungir menn. glað- ir og gems-miklir, djarfir og frjáls- huga og gerðu stundum spott að hinni öruggu og einlægu, barnalegu trú al- mennings á þeim dögum. Þetta þoldi ekki Gísli gamli í Skörð- um og varð að ágreiningi við þá frændur, og lenti í deilum. Þorlákur hafði orð fyrir þeim í lausum orðræð- um, en bræðurnir í bögusmíði, því þeir voru hagmæltir. Eftir einhverjum latmæltum er það haft að nefna þá bræður „Akan- syni“ og notar Gísli það í vísum sín- um. Eitt sinn kom Jón Jafetsson í smiðjudyr Gísla. Þá kvað Gísli við raust undir hamarshöggum á steðja: ,,Þú ert að snapa eftir óð, ætli’ eg tapi krafti, 8

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.