Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 4
Hálfrar aldar samvinnustarf í héraðinu
við vötnin og sandana
Eftir EINAR ERLENDSSON
Fyrir nokkrum árum var hafizt
handa um að láta skrifa drög að sögu
Kaupfélags Skaftfellingu, og þá með
það fyrir augum, að þau yrðu uppi-
staða í heildarsögu félagsins, sem svo
yrði gefin út á hálfrar aldar afmæli
þess. Frá þessu hefur þó verið horfið
og söguútgáfan látin bíða betri tíma.
Hins vegar verður að teljast sjálf-
sagt á þessum merku tímamótum,
þegar við minnumst 50 ára starfs
Kaupfélags Skaftfellinga, að líta
snöggvast yfir farinn veg, og þá jafn-
framt nokkuð lengra aftur í tímann,
svo að betur skýrist það, sem áunnizt
hefur með félagsstarfinu.
I.
Hér verður sleppt að rekja harm-
sögu Islendinga af völdum verzlunar-
einokunar Dana til ársins 1787, eða
öllu heldur til 1854, er fullt verzlun-
arfrelsi var fengið. Þó að verulega
breyttist þá til bóta, var við ótal erf-
iðleika að etja í verzlunarmálunum,
og þá ekki hvað sízt það, að þeir, sem
með verzlunina fóru, tóku of stóran
ágóðahlut af henni í sinn eigin vasa,
og héldu þar með við efnahagslegu
getuleysi meðal almennings í landinu.
Allt fram að síðustu aldamótum var
enginn verzlunarstaður í Skaftafells-
sýslu. Að vísu voru löggiltir verzlun-
arstaðir í Mýrdal, Dyrhólaey (1842)
og Jökulsá (1879). Var sú löggilding
aðeins dauður bókstafur, þar sem þeir
voru ekki notaðir til verzlunarstarf-
semi. Varð Vík síðar fyrir valinu
(1887), og þar rekin verzlun fram á
þennan dag.
Skaftfellingar urðu því að sækja
alla verzlun ýmist austur eða vestur
fyrir takmörk sýslunnar, sem ekki
voru þá nein heimatök. Ef austur var
farið, þá var Papós og síðar Höfn í
Hornafirði næsti verzlunarstaður.
Væri haldið vestur á bóginn, þá var
það Eyrarbakki, Reykjavík eða
Hafnarfjörður, og oft voru skreiðar-
ferðir farnar suður um allt Reykja-
nes.
A báðum þessum leiðum eru, sem
kunnugt er, mörg af mestu stórvötn-
um þessa lands, og þá öll vitanlega ó-
brúuð, eins og þau stærstu eru enn á
eystri leiðinni.
Margir létu það nægja að fara eina
verzlunarferð á ári, en sumir fóru þó
haustferðir, eftir því sem sást, að vant-
4