Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 16
Ránið
í BlesukoH
★
★ Geysispennandi
★ ásta- og sakamálasaga
★ samkvæmt réttarskjölum
★ frá 18. öld
★
Ný, eslenzk framhaldssaga eftir Jón Björnsson, byggð á sögulegum atburðum
Síðasta árið var eins og vinátta
sýslumannsins og Torfa hefði kólnað
nokkuð. Hafði Torfa þótt sýslumað-
ur vera óbilgjarn í rekamáli einu.
Hann áfrýjaði úrskurði Haralds til
lögmannsins að norðan og vestan. Ar-
angurinn varð sá, að dómur sýslu-
manns var gerður ómerkur. Þetta
hafði sýslumanni mislíkað við Torfa.
Og enn annað kom til. Þórunn, kona
sýslumanns, hafði fengið óljósan grun
um, að Broddi á Fjarðarenda væri að
draga sig eftir dóttur þeirra. Það gat
hún ekki þolað. Var því hafizt handa
um að „trúlofa“ hans sem fyrst, ef það
gæti komið í veg fyrir, að hún gerði
einhverja vitleysuna.
Sonur þeirra sýslumannshjónanna
hét Atli. Hann var á aldur við Brodda,
fríðleikspiltur, en fremur laus í rás-
inni. Honum þótti góður sopinn og
sóttist eftir að slarka með drykkju-
rútum. Faðir hans hafði sent hann
í Hólaskóla veturinn áður en hér var
komið sögu, en í skólanum hafði hann
ekki gert annað en að vekja úlfúð og
óspektir meðal skólafélaganna. Lá við
að hann yrði rekinn, en Þórunn kom
í veg fyrir það, með því að ríða til
Hóla og tala við rektor. Var hvíslað
um, að hún hefði beitt hótunum. Þór-
unn var kona skapmikil og lítt gefin
fyrir að láta hlut sinn. Sögðu margir,
að hún væri bæði húsbóndi og hús-
móðir á sýslumannsheimilinu.
Framferði Atla sonar þeirra var
henni mikið áhyggjuefni. Hún vildi að
hann yrði valdsmaður, eins og venja
hafði verið í hennar ætt, en hann var
fjarri því. Helzt hneigðist hann að
kaupmennsku. Það sumar, sem nú var
að Iíða, hafði hann um tíma verið að-
stoðarmaður við verzlun Hörmang-
arafélagsins á Þvereyri. Hafði hann
við orð að sigla til Kaupmannahafn-
ar með haustskipum. En þá sinnaðist
honum við faktorinn, svo að þeir flug-
ust á í fullri alvöru. Atli fór heim til
sín frá þeim viðskiptum og heimtaði
nú af föður sínum, að hann talaði við
faktorinn, svo að hann fengi leyfi til
að fara utan með skipi verzlunarinn-
ar og léti sig hafa reiðufé til sigling-
arinnar. Haraldur sýslumaður tók því
mjög fjarri í fyrstu, en komst síðar á
þá skoðun, að líklega væri bezt að
láta Atla hafa vilja sinn í þessu.
Kannske yrði það til þess, að ein-
hverntíma yrði maður úr honum. Af-
réð hann því að fara á fund faktors-
ins einn af næstu dögum og sætta þá
Atla. En þá var það um seinan. Eftir
samtal þeirra feðganna rauk Atli burt
í fússi og hafði við orð, að hann skyldi
afla sér sinna peninga sjálfur og þyrfti
ekkert að vera upp á föður sinn kom-
inn. Nú var liðin vika síðan Atli fór,
og hafði ekkert spurzt til hans síðan.
Sýslumannshjónunum var þung
raun að þessu framferði sonarins, og
það sem verst var var það, að Harald-
ur taldi, að ráðríki og óbilgirni Þór-
unnar hefði mestu valdið, því að
hann var ásáttur með, að Atli hætti
við allt nám, ef það sýndi sig, að hann
væri ekki hneigður fyrir það. En slíkt
hafði Þórunn aldrei mátt heyra nefnt.
Haraldur sýslumaður var allt ann-
að en vel upplagður til þess að fara
að róta í málavafstri um þessar mund-
ir. Tiltæki Atla olli honum sem sagt
þungum áhyggjum, svo að annað
komst varla fyrir í huga hans. Það var
því engin furða, þótt hann styndi
þungan, er honum bárust fregnirnar
um innbrotið og ránið hjá Þórði gamla
í Blesukoti. En maður var sendur
gagngert til þess að tilkynna honum
það og krefjast rannsóknar.
Hann tók þegar að búast til ferð-
arinnar og kallaði tvo af vinnumönn-
unum sér til fylgdar.
Maddama Þórunn hafði ekki heyrt
hvað til stóð, fyrr en hún sá mann
sinn standa ferðbúinn á gólfinu.
Hún leit spyrjandi á hann.
„Það er rán og innbrot. Ég kem
strax aftur, þegar ég er búinn að yfir-
heyra og gera skýrsluna.“
Hann leit á konu sína. Hún herpti
saman varirnar og augnaráð hennar
varð fjarrænt. Síðan mælti hún:
„Hvernig var það nú annars, átti
ekki Evrarskipið að leggja úr höfn í
dag?“ "
Haraldur strauk ákaft hökutopp-
inn.
„Hví spyrð þú um það?“
„Því,“ sagði hún, „að ég held, að
við ættum að senda mann út á Eyri
til þess að grennslazt eftir, hvort Atli
hefur komið þangað. Ég kynni nú
betur við að vita, ef hann fer af landi
burt.“
,,Við fáum að vita það fyrr eða
seinna .... En þetta þolir enga bið,
ef nokkur von á að vera um að hafa
hendur í hári óknyttamannanna.“
Hún gekk út úr stofunni. Sýslumað-
ur gekk um gólf og beið þess, að vinnu-
mennirnir væru tilbúnir með hestana.
Hann strauk ákaft hökutoppinn, eins
og vani hans var, þegar honum var
mikið niðri fyrir. Eyrarskipið, innbrot-
16