Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 7
Kötlugosið 1918 varð þess valdandi,
að fjárhagur bænda — yfirleitt — í
sýslunni, hnignaði svo, að ekki mátti
á milli sjá, að algert hrun stæði fyrir
dyrum. í gosinu sjálfu týndist fjöldi
fénaðar, bæði sauðfé og hross. Ösku-
lag huldi jörðina, svo taka varð fénað
á gjöf í októbermánuði. Útvega þurfti
fóðurbæti, til þess að halda lifandi
hinum litla búpeningi, sem settur var
á um haustið. Ofan á þetta bættist hið
stórkostlega verðfall afurðanna árið
eftir, enda mun afurðaverðið þá hjá
mörgum bændum í sýslunni naumast
hafa hrokkið fyrir fóðurbætiskaupun-
um árið áður. Af þessu og öðru fleiru,
sem of langt yrði að fara hér út í,
leiddi stórkostleg skuldasöfnun við fé-
lagið næstu árin á eftir, sem ekki
greiddist verulega úr fyr en með
kreppulöggjöfinni 1933.
Þó að árið 1918 hafi með Kötlugos-
inu og afleiðingum þess valdið félag-
inu erfiðleikum, bættust því við á því
ári tvær hjálparhellur, sem óhætt mun
mega telja að bjargaði því, að ekki
fór ver en skyldi af völdum gossins,
afkoma og bjargráð búenda hér í sýslu.
Er þar um að ræða, að þá hóf félagið
viðskipti sín við Samband ísl. sam-
vinnufélaga, sem sá því fyrir veltufé,
eins og áður getur, enda drógu þá hin-
ar verzlanirnar á staðnum mjög að
sér seglin um vöruinnkaup, þegar þær
sáu hvað fara gerði með afkomu al-
mennings.
Hin hjálparhellan var m/b Skaft-
fellingur sem sýslubúar höfðu verið
búnir að safna hlutafé fyrir og þá kom
nýsmíðaður frá Danmörku. Kom hann
þá og síðar í góðar þarfir til flutninga
að og frá sýslunni. Varð hann meðal
annars til þess að félagið sá sér fært að
reisa vörugeymsluhús við Skaftárós
og í Öræfum, þar sem lagt var upp
vörum að sumrinu handa þremur aust-
ustu hreppum sýslunnar, og Öræfa í
Austur-Skaftafellssýslu.
Mun óhætt mega að telja, að m/b
Skaftfellingur hafi á sínum tíma verið
langmesti bjargvætturinn í samgöngu-
málum héraðsins, enda var þá ekki
um landleiðina að ræða til vöruflutn-
inga.
Þegar búið var að brúa stærstu
vötnin frá Reykjavík til Kirkjubæjar-
klausturs, var hlutverki bátsins lok-
ið, þar sem bílarnir leystu hann þá af
Útibú Kaupfélags Skaftfellinga að Kirkjubcejarklaustri.
hólmi. Var hann seldur 1941, eftir 23
ára farsæla þjónustu fyrir sýslubúa.
V.
Það gefur að skilja, þegar litið er
yfir 50 ára starfsemi Kaupfélags
Skaftfellinga og það haft í huga, hve
rekstur þess er orðinn margbrotinn, að
það muni á þessum árum hafa þurft
að leggja verulegt fé í húsakost sinn.
Skal því í fáum dráttum drepið á það
helzta, sem þar hefur gerzt.
Árið 1909 er reist í Vík portbyggt
verzlunarhús með kjallara. Á neðri
hæðinni var búð, en ris og kjallari
fyrir vörugeymslu. Síðar voru svo
byggð norðan við sölubúðina tvö
skrifstofuherbergi. Þegar félagið
keypti Brydehúsin var þetta hús selt.
Stuttu eftir að sölubúðin var byggð,
var keypt hús það, sem gamla pönt-
unarfélagið lét byggja. Hús þetta not-
aði félagið til vörugeymslu nokkurn
hluta af árinu, ullartöku að vorinu og
lánaði það til slátrunar að haustinu,
þar til félagið kom upp sláturhúsi.
(Framh. á bls. 23)
Logsuða á Bifreiða- og vélaverksteeöi Kaupfélags
Skaftfellinga. VerkstæðiÖ annast viðgerðir d alls
konar vélum og verkfcerum fyrir bcendur, auk
bifreiðaviögeröa.
Sigurjón Björnsson, yfirmaður á Bifreiða- og
vélaverkstceði Kaupfélags Skaftfellinga, er kunn-
ur hagleiksmaÖur og var um skeiÖ samstarfsmaÖ-
ur Bjarna i Hólmi.
7