Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 34
Frá hlaupabrautinni i Melhournc. Krikketvöllurinn, þar sem aðaliþróttakeppnm fer fram. 1920. Þar gerast þau tíðindi, að Finnar verða jafnokar Bandaríkjamanna um gullið. Hljóta hvorir átta sigurvegara. Árið 1924 eru svo aftur Ólympíuleikar í París og nú hafa Bandaríkjamenn aftur forustuna. Fjórum árum seinna liggur leiðin til Amsterdam, en í Los Angeles árið 1932 eru fyrstu Ólympíuleikarnir, sem hafa á sér verulegan glæsibrag. Nú er svo komið, að Ólympíuleikar eru hlutur, sem kostar mikið skipulag og auð fjár til undirbúnings. í Berlín var allt með miklum glæsibrag 1936 og framkvæmd leikanna var rómuð um allan heim, enda mun það hafa verið liður í þjóðernismetnaði Hitlers, að allt væri þar glæsilegra en áður þekktist. Það kom í hlut Englendinga að annast næstu Ólympíuleika í London 1948. Þó að margt væri vel um þá leika, var þó sleif- arlag á ýmsu hjá Bretanum. Það sama er ekki hægt að segja um Ólympíuleikana í Helsinki 1952. Það munu ásamt Berlínar- leikunum, vera glæsilegustu Ólympíuleik- ar, sem um getur. Nú standa Ólympíuleikar fyrir dyrum í haust og verður það Melbourne í Ástralíu, sem heiðurinn hlýtur. Verður nánar vikið að því síðar. Ólympiskar keppnisgreinar. FRAMAN AF var nokkuð á reiki um keppnisgreinar, en nú gildir föst hefð um þær. Árið 1924 voru iyrst serstakir vetrar- Ólympíuleikar, þar sem keppt var í skíða- greinum, skautahlaupum og listhlaupi, sleðaakstri ásamt ýmsum ísknattleikium. Þessum vetrarleikum hefur verið haldið áfram síðan. Á nútíma Ólympíuleikum er keppt í sundi, knattspyrnu, skotfimi, siglingum, kappróðri, fimleikum, dýfingum, nútima fimmtarþraut og jafnvel listum. En það, sem mesta athygli vekur, er hin ólymp- iska keppni í frjálsum íþróttum, enda er það stærsti liður leikanna. Þátttaka íslendinga í Ólympiuleikum. FYRSTA ÞÁTTTAKA íslendinga í Ólympíuleikum var 1908 í London. Þar sýndi glímuflokkur íslenzka glímu og Jó- hannes Jósefsson tók þátt í grísk-róm- verskri glímu. Sigurjón Pétursson tók þátt í grísk- rómverskri glímu á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912 og Jón Halldórsson keppti í 100 metra hlaupi. Þangað fór einnig sex manna glímuflokkur. Næsta þátttaka íslendinga var ekki fyrr en 1936 í Berlín. Þangað var sendur flokk- ur manna. Sigurður Sigurðsson komst í aðalkeppni í þrístökki og hann keppti einnig í hástökki. Kristján Vattnes keppti í spjótkasti, Karl Vilmundarson í tug- þraut og Sveinn Ingvarsson í 100 m. hl. Eins og flestir muna, sendu íslend- ingar bæði frjálsíþróttaflokk og sund- flokk til keppni á Ólympíuleikana í London 1948 og í Helsinki 1952. Enda þótt íslenzkir keppendur næðu mjög sómasamlegum árangri á þessum leikum, dugði það hvergi nærri til úrslita. Stór- þjóðirnar verða jafnan þeim smærri að ofurefli, en markmiðið með keppni í Ólympíuleikum er ekki að sigra, heldur að vera með í drengilegri keppni. Þá tóku 4 íslendingar þátt í vetrarleik- unum í St. Morizt 1948 og 11 menn kepptu á vetrarleikunum í Osló. Samtals hafa 59 íslendingar tekið þátt í keppni á Ólympíuleikum. Vettvangur óvæntra sigra og vonbrigffa. SAGA ÓLYMPIULEIKANNA greinir frá fjölmörgum dramatískum atburðum. Sig- urhrós og vonbrigði eru nátengd ólymp- iskri keppni. Það hefur komið fyrir aftur og aftur, að sá, sem álitinn var ósigrandi og hafði búið sig undir keppnina af stakri einurð, var óvænt sigraður. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1932 var Lauri Lethinen frá Finnlandi talinn ósigrandi í 5 km. hlaupi. Hann hafði þá nýlega sett ágætt heimsmet og enginn virtist geta ógnað honum. Tiltölulega lítið þekktur Bandaríkjamaður, Hill að nafni, elti hann alla leiðina og í lokin átti hann meira eftir. En Lethinen hljóp fyrir hann og hindraði að hann kæmist fram úr, og bandarískir áhorfendur urðu stórreiðir. Lethinen vildi láta Hill taka á móti gull- inu, en hann fékkst ekki til þess. Lethinen veitti því þá móttöku, en sneri sér síðan að Hill og festi gullverðlaunin á hann. í London 1948 mættu Jamaicamenn til leiks með þrjá sterkustu 400 m. hlaupara, sem heimurinn hafði uppá að bjóða. Mc Kenley átti að vinna 400 m. hlaupið og sveit þeirra átti að vera örugg með boð- hlaupið. Árum saman var Mc Kenley bú- inn að búa sig undir þetta hlaup, en nú fór hann of hratt af stað og hélt ekki út. Landi hans, Wint, vann hlaupið. En þá var boðhlaupið eftir og þar skyldi nú gullið höndlað. En Wint tognaði á fyrsta sprettinum og „þar með var draumurinn búinn“. Bandaríkjamaðurinn Brown var lang- bezti langstökkvari heimsins á Ólympíu- leikunum í Helsinki 1952. f undankeppn- inni fór hann nærri 8 metra í hverju stökki og hinir komust ekki með tærnar þar sem hann hafði hæíana. En hann steig alltaf örlítið fram af stökkplankan- um og gerði stökkin öll ógild. Brown lét sig falla niður í stökkgryfjuna og grét. í Stokkhólmi 1912 bar Indíáninn Jim Torpe höfuð og herðar yfir keppinauta sína í tugþraut og fimmtarþraut. En Sví- arnir komust að því, að hann hafði ein- hvern tíma leikið krikket með atvinnu- mannaliði og þá rifu þeir af honum gull- ið. Wieslander, sem varð annar, var nefnilega Svíi. Minnisstæffir sigurvegarar. MINNISSTÆÐASTUR SIGURVEGARI á Ólympíuleikunum í Aþenu 1896 er án efa Spiridon Louis, Grikkinn, sem vann maraþonhlaupið. Louis var geitahirðir uppi í fjöllunum og sigraði með yfirburð- um og hefur Grikkjum vafalaust þótt Fara þeir til Melboume? ^----------------------- Fjórir mestu afreksmenn íslendinga í jrjálsum íþróttum í ár. Að ofan til vinstri er Hilmar Þorbjörnsson, sem hefur hlauþið 100 metra á 10,5 sek. og 200 metra á 21,3 sek. og er hvorttveggja jafnt Islandsmetinu, — Að ofan til hœgri er Valbjörn Þorláksson, sem hefur stokkið 4,30 metra í stangarstökki. Til vinstri að neðan er Svavar Markússon, sem á Islandsmet í 800 m. hlaupi með 1.51,8, í 1000 m. hlaupi 2.26,8, í 1500 m. hlaupi 3.53,2 í 2000 m. hlaupi 5.29,2 og mílu 4.15,8. Til hcegri er Hallgrímur Jónsson, sem hefur kastað kringlu 52,24 m. Af öðrum afreksmönnum má nefna Guðmund Hermanns- son með 16,15 í kúluvarpi og Vilhjálm Einarsson með 7,06 í langstökki. 34

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.