Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 37
meira til þess koma en að vinna allar Mnar keppnisgreinarnar. Hannes Kolehmainen frá Finnlandi vakti einna mesta athygli í Stokkhólmi 1912. Eftir geysispennandi einvígi sigraði hann franska hlauparann Bouin í 5 km. Finnar hrifust mjög af Kolehmainen og síðan hafa þeir jafnan átt langhlaupara á heimsmælikvarða. Á Ólympíuleikunum 1920, 1924 og 1928 har Finninn Paavo Nurmi höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Sennilega hefur enginn íþróttamaður nokkurn tíma bor- ið svo langt af samtíð sinni. Á þessum leikum sigraði hann í 10 km. 1920, 1500 m. og 5 km. 1924 og 10 km. 1928. Hann hljóp með stórum og sterklegum skrefum og á andliti hans sáust aldrei svipbrigði. Þegar Suðurlandabúar fengu sólsting og gáfust upp í víðavangshlaupinu mikla í París 1924, kom Nurmi langfyrstur í mark og hann var eini maðurinn, sem hitinn mæddi ekkert á. Jesse Owens vann 100 m. hlaup, 200 m. hlaup, langstökk og hann hljóp i 4x100 m. boðhlaupssveitinni, sem setti heimsmet og sigraði í Berlín 1936. Mörg- um verður hann minnisstæðastur allra ólympiskra sigurvegara. í öllum þessum greinum setti hann ólympisk met, sem standa enn og heimsmet hans, 8,13 m., er ekki líklegt að falli í bráð. Framkoma hans var eins og sönnum íþróttamanni sæmir og stíll hans og mýkt á sér ekki sinn líka. Jesse Owens var bandarískur negri. Emil Zatopek var „maður leikanna" í London og Helsinki. Þótt hann fyrir klaufaskap tapaði 5 km. í London, vann hann 10 km. með geysilegum yfirburðum. 1 Helsinki lét hann skammt stórra högga milli. Á endaspretti sigraði hann í 5 km. og 10 km. með sömu yfirburðunum og í London. Svo kórónaði hann sigurgöngu sína til Helsinki með því að vinna mara- þonhlaupið. Margir af beztu íþróttamönnum heims- ins áttu þess aldrei kost að keppa á Ólym- píuleikum eins og t. d. Gunder Hagg. Leik- arnir féllu niður um það bil sem hann var á toppinum. Margir hafa enn ekki náð hámarki afreksgetu sinnar, þegar Ólym- píuleikar fara fram, en eru svo einhverra orsaka vegna hættir eftir fjÖgur ár. Þetta er sérlega algengt hjá Bandaríkjamönn- um, þar sem toppmennirnir eru sjaldan þeir sömu frá ári til árs. Ólympisk afrek. MENN BROSA að afrekum sigurvegar- anna á Ólympíuleikum framan af. En þá iðkuðu menn ekki íþróttirnar eftir vísindalegum aðferðum og æfðu minna en nú tíðkast. Nú er svo komið, að eng- inn sigrar á Ólympíuleikum, nema að hafa nær eingöngu helgað sig íþróttinni í langan tíma, og hjá stórþjóðunúm er þetta í rauninni atvinnumennská og lið- ur í pólitískum áróðri. í orði kveðnu eiga þó atvinnumenn í íþróttum ekki rétt til keppni á Ólympíuleikum. Árið 1900 unnust 800 m. á 2:11,0, en 1952 unnust þeir á 1:49,2 mín. Árið 1904 vannst hástökk með 1,80, en 1952 vannst það með 2,04 m. Árið 1900 vannst stangarstökk með 3,30, en 1952 með 4,55 m. Árið 1900 vannst kringlukast með 36.04, en 1952 vannst það með 55,03. Árið 1900 vannst kúluvarp með 14,10, en í Helsinki vannst það með 17,41 m., og þannig mætti lengi telja. Bandaríkjamenn hafa alltaf sigrað í 100 m. hlaupi nema tvisvar. Finnar hafa sigrað fimm sinnum, bæði í 5 og 10 km. 110 m. grindahlaup hafa Bandarikjamenn alltaf sigrað nema tvisvar, 4x100 m. boð- hlaup hafa þeir alltaf sigrað nema einu sinni; langstökk hafa þeir .alltaf sigrað nema einu sinni, og þrisvar hafa þeir misst af gullinu í hástökki. Stangarstökk- ið hafa Bandaríkjamenn alltaf unnið ut- an einu sinni og í kúluvarpi hafa þeir tapað fyrstu verðlaunum aðeins tvisvar. Aftur á móti hafa Finnar og Svíar sigrað átta sinnum í spjótkasti. Ólympíuleikar í Melbourne 1956. ENN STANDA Ólympíuleikar fyrir dyr- um. 1 þetta skipti fara þeir fram í Mel- bourne og hefjast síðari hluta dags þann 22. nóvember. Þeim lýkur 16 dögum seinna, þann 8. desember. Ólympíueldurinn verður að vanda flutt- ur frá Grikklandi og látinn brenna á alt- ari við Ólympíuleikvanginn meðan á leik- unum stendur. Eldurinn verður tendrað- ur með sólargeislum á Ólympíu. en síðan fluttur með flugvél til Cairns á norður- strönd Ástralíu. Þá eru enn 2750 mílur ó- farnar til Melbourne, en þann spöl munu 2750 hlauparar hlaupa boðhlaup með eld- inn. Sá síðasti þeirra hleypur hring á íeikvanginum á ákveðnum tíma og kveik- ir síðan á altarinu. Fellur þetta inn í setningarathöfn leikanna, svo að boð- hlaupið verður að vera vel út reiknað. Vandaður undirbúningur. Á UNDANFÖRNUM ÁRUM hefur verið um það skrifað og skrafað, að allur und- irbúningur væri í hinum mesta ólestri hjá Ástralíumönnum og að Melbourne hefði engin skilyrði til að hafa Ólympíu- leika. Enginn minnist nú á slíkt lengur, enda Ijóst, að Ástralíumenn hafa vandað mjög til undirbúnings, svo að allt mun tilbúið á réttum tíma. Eitt er þó, sem gerir fjölmörgum þjóðum erfitt um að stuðla að fjölmennri keppni, og það er fjarlægðin. Líklegt er, að margar þjóðir renni á þátttökunni vegna þess. Samt sem áður er Ijóst, að Ólympíuleikarnir' í Melboume verða stórglæsileg íbróttahá- tíð og ber margt til þess. íþrótlasvæðið i Melbourne. í ÚTJAÐRI BORGARINNAR er Krikk- etvöllurinn og þar mun aðalíþróttakeppni leikanna fara fram. Er það mjög glæsL legur leikvangur og þegar endurbætur hafa farið fram á áhorfendasvæðinu, mun það geta rúmað 110 þúsund manns í sæti. Áhorfendasvæðið rís 27 metra yf- ir leikvellina, svo að útsýnið verður mjög gott. Þar er aðsetursstaður fyrir 800 fréttamenn og íþróttaþuli. Þar er full- komin sendimiðstöð og 50 bráðabirgða- útvarpsstöðvar. Er miðað við, að frétta- menn geti fylgzt eins vel með og kostur er og útvarpað því, sem fram fer jafn- harðan. Ólympíugarðurinn nefnist nýtt íþrótta- svæði skammt frá aðalleikvanginum. Garður sá er um 10 hektarar að stærð. Á þessu svæði eru alls konar keppnis-- brautir og knattspyrnuvellir. Það mann- virki, sem mesta athygli vekur þar, er geysimikil nýtízku sundhöll úr stein- steypu, gleri og stáli. Ólympíugarðurinn liggur á bökkum Yarrafljótsins. Frá þess- um aðalíþróttasvæðum í Melbourne, er aðeins um 20 mínútna gangur til aðal- verzlunarhverfis borgarinnar, en meðan á leikunum stendur, verða skipulagðar ferðir á fárra mínútna fresti frá öllum borgarhlutum. Nýtt borgarhverfi fyrir íþróttafólkið. ÓLYMPIUBÆRINN svonefndi er nú senn fullgerður og er hér um risamann- virki að ræða. Um 10 km. frá borginni hafa verið reist 837 hús og íbúðir úr steinsteypu og tígulsteinum á mjög stuttum tíma. Meðan olympiskir kepp- endur dvelja i Melbourne við æfingar og keppni, munu þeir hafa aðsetur þar. Eftir leikana verður þessum íbúðum svo úthlutað til borgarbúa, sem eru í hús- næðishraki. í Ólympíubænum verða þægindi eftir fyllstu kröfum nútímans og þar eiga að geta haft aðsetur 6380 íþróttamenn, þjálfarar, fararstjórar og starfsfólk. Sumar á Suðurhveli. UM JÓLALEYTIÐ er miösumar á Suð- urhveli jarðar, svo sumarið verður þar ekki gengið til hálfs, þegar leikarnir fara fram. Þá verður þar að venju hið ákjós- anlegasta veður. Sjötíu þjóðir hafa tilkynnt þátttöku með alls um 5000 íþróttamenn. Að venju ganga keppendur frá hverju landi fyrir sig inn á völlinn undir þjóðfána sínum. Það verður fríður flokkurinn sem fylkir liði á Olympíuleikvanginum í Melbourne þann 22. nóvember. Þar verða fagrar konur og fræknir menn. Fjöldi erlendra gesta. ÞÓTT LANGT SÉ til Ástralíu úr flest- um heimsálfum, er ekki liklegt að Ástra- líumenn þurfi að kvíða áhorfendaleysi. Mikið hefur verið gert til að laða er- lenda gesti þangað, en forvígismenh austur þar báru í upphafi nokkurn kvíð- boga fyrir því, að vegalengdin kæmi í veg fyrir heimsókn útlendinga. Aðgöngu- 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.