Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.09.1956, Blaðsíða 29
starfinu, hafa lagt oss allt það í hend- ur, sem til þess þarf að svo verði. Það er þegar búið að varða veginn fyrir hina yngri, eða þá, sem ókomnir eru til starfa í félaginu. Þeir eiga eftir að leggja hönd á plóginn, að vinna fyrir félagið, sjálfa sig og alla þjóðina. Mætti þeim og oss öllum takast að vinna saman í friði og bróðerni að þeirri félags- og fjárhagslegu uppbygg- ingu, sem samvinnuhugsjónin gefur þjóðinni fyrirheit um. Apríl 1956. Einar Erlendsson. Dymbilvika (Framh. af bls. 21) ganga með hljóðfæraleikara í broddi fylkingar. Hver maður er klæddur kufli, með langan hettustrók á höfði, og hylur strókur sá andlit og fellur niður um herðar. Tvö göt eru á hett- unni í augnastað. Hver maður ber logandi kerti í hendi, og hægt og virðu- lega mjakast þessi dularfulla fylking inn í Via Roma og hverfur mér sýn fyrir húshornið. Þetta er upphafið að einu stórkost- legasta og annarlegasta sjónarspili, sem ég hef augum litið. Ég er stadd- ur í höfuðborginni Palma á Miðjarð- arhafseynni Majorka. Eynni gullnu, eins og hún er kölluð vegna sífellds, glitrandi sólskins, og nú er dymbilvik- an, sá tími, sem seiðir til sín ferða- menn hvaðanæva vegna sérstæðra há- tíðahalda. Að vísu eru lík hátíðahöld í hverri meiri háttar borg á Spáni þessa viku, en einna athyglisverðust og sérstæðust þykja þau hér á Majorka. Það er þriðjudagur. Ég leita mér upplýsinga hjá lyklaverði gistihússins, og hann fræðir mig um það, að á hverju kvöldi dymbilvikunnar fari skrúðganga um bæinn, efnt til af kirkjunnar mönnum, og nái hámarki á skírdag. Vegna þessara upplýsinga breyti ég áætlun minni og ákveð burt- för mfna frá Palma til Barcelona á föstudagskvöld í stað miðvikudags. Allan skírdag sé ég undirbúning að hátíðahöldunum. Þúsundum stóla er komið fyrir á aðalgötu borgarinnar, þar sem áhorfendur munu sitja og horfa á skrúðgönguna. Mér finnst það mikil nærgætni af borgarvöldunum að búa svo vel í haginn fyrir áhorfendur, en ég kemst að raun um, að það er ekki út í hött, því skrúðgangan er einn og hálfan tíma að mjakast fram hjá manni. Sag eða sandur er borinn á allar götur, til þess að hestunum, sem í göngunni taka þátt, skfiki síð- ur fótur. Ur því klukkan er fimm, fara húsmæðurnar að tínast út með stóla, sem þær koma fyrir á gangstéttunum. Þar sitja þær svo og bíða göngunnar, margar með handavinnu, aðrar með ungbörn, sem þær sveipa sjali. Þann- ig eiga þær eftir að sitja til klukkan tólf um nóttina, og telja það ekki eft- ir sér. Klukkan átta er ég kominn á gatna- mótin, þaðan sem skrúðgangan leggur af stað. Hægt og hægt kemur hún fvr- ir horn ofar í götunni, og streymir framhjá í ótrúlegu litskrúði, annarleg og engu lík. Fyrst fara nokkrir her- menn á þeim fegurstu gæðingum, sem ég hef augum litið, gæðingum, sem dansa í hverju spori. Þá kemur megin- fylkingin, fótgangandi menn, sem ganga yzt beggja vegna götunnar, all- ir klæddir fyrrgreindum kuflum og strókhettum, svo að hvergi þekkist andlit, hér er hver maður óþekktur hlekkur í langri helgisögn. Á miðri götunni gengur einn og einn prestur, án hettu, og með honum tveir svein- ar, gjarna tíu til tólf ára gamlir. Prest- arnir eru stjórnendur, hver í sinni sókn, og drengirnir hjálparsveinar; þeir hlaupa út til jaðarsmanna og laga kufla þeirra og hettur, sem illa fara, og slokkni á kerti einhvers, er sveinn- inn óðara kominn með ljós handa hon- um frá sínu kerti. Svo kyrrt er veðrið hvert einasta kvöld þessa dymbilviku, að það má undantekning teljast, að ljós deyi. Ég tek eftir því, mér til mikillar furðu, að sumir jaðarsmanna eru ber- fættir. Ég veit, að gangan um borgina tekur fjóra tíma, og flest eru þetta borgarbúar, sem ekki eru vanir að ganga berfættir, svo að mér finnst þetta all furðulegt. En innan skamms sé ég, hvar maður gengur á miðri götu, berfættur, og dregur á eftir sér átta til tíu metra Iangan kaðal, sem festur er við annan ökla hans. Þá kemur litlu síðar annar maður, og á sýnu verra með gang, enda dregur hann á eftir sér keðju, bæði gilda og langa. Þriðja og fjórða mann sé ég, sem draga keðju, og loks kemur kona, sem gengur berfætt, með keðju um ökla sér og útrétta arma í axlarhæð. Ég er orðinn þreyttur að standa og hraða mér heim í gistihúsið, en þar fer Eyjan gullna, Mallorka. Dómkirkjan i Palma. 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.