Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 3
/*■ Sannleikurinn um stóreignaskattinn Miklar umræður hafa verið um stóreignaskattinn, síð- an birtar voru tölur varðandi álagningu hans. Hefur Morg- unblaðið haft forustu um þau skrif og beint þeim eingöngu inn á hina venjulegu braut sína: árásir á sum samvinnu- félög landsins. Arásarefnið er í stuttu máli, að Samband íslenzkra sam- vinnufélaga greiði mjög lítinn stóreignaskatt og kaupfé- lögin sáralítinn einnig. Hins vegar sé skatturinn óréttlát byrði á einkarekstur í landinu, refsing á einkaframtakið. Morgunblaðið gerir mikinn mannamun í þessum skrif- um sínum. Það nefnir ekki einu nafni, að stórfyrirtæki eins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusamband ísienzkra fiskframleiðenda og Innkaupasamband heildsalanna greiða ekki eyri í stóreignaskatt fyrir neinn, þótt urmull af miilj- ónamæringum séu ráðandi menn í þessum samtökum. Morgunblaðið hefur heldur ekki séð neina ástæðu til að nefna einu orði hið volduga samvinnufélag „Sláturfélag Suðurlands“, eða kaupfélög eins og „Þór“ á Hellu. Þetta víðlesna blað er svo ósvífið að velja úr nokkur félagssam- tök, sem því er illa við, og telja hinum mikla lesendahóp sínum trú um, að þau félög ein njóti einhverra sérréttinda. Að sjálfsögðu skrifar Morgunblaðið gegn betri vitund og gegn afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem stóð að því óskiptur í sína tíð, að setja fyrri lögin um stóreigna- skatt með nákvæmlega sömu reglum um álagningu skatts- ins og nú hafa aftur verið settar. Kjarni málsins er sá, að stóreignaskattur er ekki lagður á félög. Hann er lagður á einstaklinga, sem eiga eina millj- ón króna eða meira í skuldlausri eign, aðra ekki. Síðan mega þessir milljónamæringar ráða því, hvort þeir greiða skatt þennan af stóreignum sínum, eða velta honum yfir á atvinnufyrirtæki, sem þeir eiga \. Þeir munu nálega allir hafa valið þann kost, að velta skattinum yfir á fyrirtækin, og svo kvartar Morgunblaðið sáran yfir því, að verið sé að leggja skatt á framleiðsluna. Það er ekki íslenzka ríkið, sem stendur að þeirri skattlagningu. Milljónamæringar landsins hafa sjálfir valið þann kost að velta skattinum yfir á framleiðsluna. Þeir ætla að halda sínum persónulegu milljónaeignum óskertum, en láta fyrirtæki sín bera skatt- inn. Félagsmenn kaupfélaganna innan Sambandsins eru um 30.000. Af þessum hópi landsmanna munu vera innan við eitt hundrað, sem eiga skuldlausa milljón. Kaupfélögin og Sambandið greiða hluta af stóreignaskatti þeirra, en auð- vitað ekkert fyrir alla hina, sem ekki eiga milljón. Sömu sögu er auðvitað að segja um Sláturfélag Suðurlands. Bændurnir, sem að því félagi standa, eru yfirleitt ekki milljónamæringar. Þess vegna greiðir það félag lítið af skattinum. Hins vegar eru milljónamæringar landsins eigendur í hinum stóru hlutafélögum, sem Morgunblaðinu er svo annt um. Þeir eru þar tugum og hundruðum saman. Stór- eignaskattunnn er lagður á þá, sem stóreignir eiga, og þeir velta skattinum yfir á fyrirtækin. Þessir aðilar komast ekki hjá því að greiða skattinn. Eitt dæmi sýnir, hvers vegna enginn stjórnmálaflokkur hefur treyst sér til að leggja fyrir alþingi tillögur þess efn- is, að félög en ekki einstaklingar greiði stóreignaskatt. Ef svo væri, mundu peningamenn skipta starfsemi sinni í mörg smáfélög, svo að ekkert þeirra lendi í slíkum skatti. Einn heildsali gæti átt fimm félög, sem hvert um sig á eignir rétt innan við milljón. Ekkert þeirra mundi fá skatt- inn, og heildsalinn sleppa skattlaus með t.d. 4.5 milljóna eign. I öðru félagi gætu verið 100 smáeigendur, en eignir félagsins 1.1 milljón. Það fengi skatt og mennirnir, sem eiga 11.000 hver, yrðu að greiða stóreignaskatt. Þetta sýn- ir, að eina réttláta leiðin er sú, sem valin hefur verið, að leggja skattinn á þá einstaklinga, sem stóreignir eiga. Það hefur nú kornið í ljós, að langflestir stóreignamenn landsins eru einmitt eftirlætisgoð Morgunblaðsins og eiga þau fyrirtæki, sem það blað ávallt heldur verndarhendi yfir. Hins vegar er það sannað fyrir alþjóð, að sárafáir milljónamæringar eru félagsmenn samvinnufélaga. Þetta er athyglisverð staðreynd, sem raunar ætti ekki að koma mönnum á óvart. Þetta er ástæðan til þess, að Morgun- blaðið hundeltir og svívirðir þau samvinnufélög, sem eru því ekki að skapi. En málstaðurinn er slæmur. Málflutn- ingurinn byggist á blekkingum, sem þjóðin mun sjá í gegn- um. SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.