Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 16
Blönduósi á þeim tíma, sem kaupfélags- fundurinn stóð yfir, hinn 26. febrúar. Á fundinum um sláturhússmálið mættu alls 8 fulltrúar úr þeim 4 hreppum, sem höfðu myndað deildir og kosið sér starfsmenn. Fulltrúarnir voru þessir: Engihlíðarhreppsdeild : Jónatan J. Lín- dal og Frímann Björnsson, Hvammi. Svínavatnshreppsdeild: Jónas B. Bjama- son, Litladal og Guðm. Tómasson, Ljóts- hólum. Sveinsstaðahreppsdeild: Jón Kr. Jónsson, Másstöðum og Jónas Björnsson, Geirastöðum. Áshreppsdeild: Björn Sig- fússon, Kornsá og Jón Hannesson, Þór- ormstungu. Aðeins einn fulltrúanna, Björn Sigfús- son, var ekki einnig fulltrúi á kaupfélags- fundinum, en þar mætti Guðmundur Ól- afsson í Ási fyrir Áshrepp ásamt Jóni Hannessyni. Þær upplýsingar komu fram á fundin- um, að í sumum hreppunum hefðu undir- tektir verið mjög daufar og tillögur sund- urleitar. Það voru því ekki góðar horfur á, að hægt væri að mynda félag og ráð- ast í byggingarframkvæmdir af eigin ramleik. Fundurinn tók það ráð að kjósa þriggja manna nefnd, til þess að taka málið til athugunar. Kosningu hlutu: Jónatan J. Líndal, Jónas B. Bjarnason og Jón Hannesson. Þessir 3 menn voru úr hópi helztu ráðamanna kaupfélagsins. Jónatan formaður þess og þeir Jónas og Jón endurskoðendur. Nefndin varð sam- mála um eftirfarandi tillögur: 1. Fundurinn lýsir því yfir, að hann sjái eigi framkvæmanlegt að koma upp sláturhúsi á Blönduósi, án stuðnings annars staðar frá, og vegna vantandi fjárloforða og stofnbréfaloforða. 2. Fundurinn skorar á Kaupfélag Hún- vetninga að taka að sér byggingu og yfirstjórn á sláturhúsi á Blönduósi, er byggt verði með hlutafé, sam- kvæmt þegar framkomnum loforðum, en að öðru leyti leggi það til fé, sem á vantar. Sláturhúsfélagið hafi sér- stök lög fyrir sig samþykkt af hlut- höfum eða fulltrúum þeirra, og öllum reikningum sláturhússfélagsins sé haldið stranglega aðgreindum frá reikningum Kaupfélags Húnvetn- inga. Fyrri tillagan var samþykkt með 7:1 atkvæði, en sú síðari með 8 samhljóða atkvæðum. Fundi var nú frestað og málið íór fyrir aðalfund kaupfélagsins, er samþykkti með samhljóða atkvæðum að verða við þessari áskorun. Á kaupfélagsfundinum áttu setu 10 menn. Átta þeirra hefur verið getið áður, en hinir tveir voru: Guðmann Helgason, Snæringsstöðum (Svínavatnshreppur) og Þorsteinn Egg- ertsson, Vatnahverfi (Engihliðarhrepp- ur). Fulltrúar á sláturfélagsfundinum luku svo fundi sínum daginn eftir, 27. febr.; og var þar gengið frá félagslögum. Fékk fé- lagið nafnið: Sláturfélag Austur-Hún- vetninga, skammstafað S.A.H. Við undirbúning málsins var hið fyrir- hugaða félag jafnan nefnt „sláturhúss- félag“, og þvi nafni hélt það meðal al- mennings fyrstu árin. í framkvæmda- nefndinni kom og fram tillaga um að nefna það „slátrunarfélag“, en styttra nafnið, „sláturfélag", sigraði, og var það vel farið. Samkvæmt fyrstu lögum félagsins var stjórn kaupfélagsins jafnframt stjórn sláturfélagsins, en það hafði algerlega sérskilinn fjárhag. Hvort félagið fyrir sig hafði sína deildaskipun með sérstök- Núverandi stjórn Sláturfélags Austur-Húnvetninga. Frá vinstri: Guðjón Hall- grímsson, Marðamúpi, Ólafur Magnússon, Sveinsstöðum, Jón Baldurs, Blöndu- ósi, formaður, Lárus Sigurðsson, Tindum og Jón Stefánsson, Kagaðarhóli. um fulltrúum og sinn eigin aðalfund, en stjórn var kosin á sameiginlegum full- trúafundi. Meðan þetta skipulag hélzt um stjórn félaganna var að sjálfsögðu meiri sam- vinna á milli þeirra, og á hinum sameig- inlega fundi voru oft tekin fyrir ýmis mál, er snertu bæði félögin. „Sláturhússmálinu" var nú loks far- sællega til lykta leitt fyrir atbeina kaup- félagsins. III. Starfið hafið. Útbreiðslu- Fyrsti fundur hinnar sam- starfsemi. eiginlegu stjórnarnefndar var 19. marz 1908. Var þar gerð ráðstöfun til þess að fá menn til að boða til funda í þeim hreppum sýslunn- ar, sem enn stóðu utan við félagið. Jónat- an J. Líndal kvaddi til fundar í Bólstað- arhliðarhreppi, en heimamenn í hinum. Bar þetta þann árangur, að deildir voru þegar stofnaðar í Vindhælishreppi og Torfulækjarhreppi. í Bólstaðarhlíðar- hreppi tókust að vísu þegar örlítil við- skipti, en ekki er hægt að telja, að deild hafa komizt þar á fót fyrr en árið eftir. Viðskipti Bólstaðarhlíðarhrepps við Kaupfélag Skagfirðinga stóðu enn föst- um fótum, og var það að sjálfsögðu í vegi fyrir þátttöku. Þátttakan. Ekki hefur tekizt að afla upplýsinga um, hve mikið hafði safnazt af loforðum um stofnbréfa- kaup og sláturfé, þegar félagið er stofn- að, en 24. ág. 1908 eru fyrstu 100 stofn- bréfin undirrituð fyrir 2060 krónur. í árslokin var þátttakan þessi: (Talan í sviga, stofnbréfaeignin í krónum): Vindhælishreppur Engihlíðarhreppur Bólstaðarhlíðarhreppur Svínavatnshreppur Torf alækj arhreppur Sveinsstaðahreppur Áshreppur 20 (200 kr.) 24 (440 kr.) (50 kr.) (710 kr.) (185 kr.) 18 (335 kr.) 30 (550 kr.) 20 32 15 Samtals 141 félagsm. með 2470 kr. Bygging Stofnfundurinn tók ákvörð- sláturhúss. un um að byggingu slátur- húss yrði hraðað svo, að það gæti komið til afnota þegar haustið 1908. Þetta tókst. Teikningu gerði Ingimar Sig- urðsson á Hólum. Vel tókst til með bygg- ingu, þó að lítil sem engin kunnátta væri þá hér í sýslu á steinsteypu. Jónatan hafði kynnzt í Noregi hinum venjulegu blöndunarhlutföllum á steypu, en ekki þekkti hann annað en að hafa mulið grjót. Engum datt þá í hug að nota ár- mölina. Jónatan lét því veturinn 1907— 08 þrjá og fjóra menn mylja grjót, þeg- ar gott var veður. Sandurinn var nær- tækur i fjörunni. Benedikt Sigfússon á Bakka í Vatnsdal hafði steypt kringum leiði í kirkjugarðinum á Undirfelli, aðra æfingu hafði hann ekki. Hann var feng- (Framh. á bls. 25) 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.