Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 22
BRAUÐ BOLUR, SÍKARAR, SÍKAR- ETUR, NEVTÓBAK OG FLEIRRA. Og nú stóð Napóleon Jónsson fyrir inn- an sitt eigið afgreiðsluborð og beið eftir viðskiptavinum. En meiri hluti dagsins leið svo, að enginn kom, og þótti honum þá gamanið heldur taka að grána. — Það skvldi nú aldrei fara þannig, að engin manneskja rækist inn og hann yrði sjálf- ur að éta upp það, sem hann hafði keypt af bakarabrauði, en færi svo á hausinn með allt saman! Hvað skyldi bankastjór- inn segja þá? hugsaði hann. Og frúin, — Guð hjálpi mér! Aldrei yrði hann maður til að eignast svo fyrirferðarmikla konu, eins og hann þráði það þó heitt. Auðvit- að var það hræðileg vitleysa að ætla að hreykja sér svona hátt; en þess dýpra yrði nú fall hans, og líklega tók ekkert annað við en bærinn. Er hann hafði rakið harmatölur sínar um stund, opnuðust dyrnar, og inn kom langur og magur náungi, sem heilsaði kurteislega og fékk sér sæti. Hann var eitthvað mesópótamískur á svipinn, og ekki pantaði hann neitt, enda þótt Napó- leon hóstaði og krimti í sífellu. Honum var ekki ljóst, livernig einn vert ætti að liaga sér undir svona kringumstæðum, Jóhann Jónsson: Landslag í skóginum sefur vatnið. Hjá vatninu sefur gömul borg. Og silfurhvítt sumarregnið seitlaði af blaði á blað í þrúðugri, þögulli sorg — af blaði á blað. Og gamla borgin við vatnið í villiþyrnunum stóð, og dimmrauðar drjúptu rósir um dyr og múr, sem hnigi hálfstorknað blóð um dyr og múr. í skóginum út við vatnið ég viknandi leit hina gömlu borg, sem hlýddi á hálfgleymda sögu frá horfinni tíð — um örlög og sára sorg frá horfinni tíð. í skóginum út við vatnið ég veg minn gekk hljóður um grafin torg. Og silfurhvítt sumarregnið seitlaði af blaði á blað í þreyttri, þögulli sorg — af blaði á blað. svo að hann tók að síðustu það ráð að ávarpa manninn, sem var unglegur og allvel búinn, og spyrja hreint og beint, hvort liann vildi ekki þiggja kaffisopa. Það var þó altént byrjun og líklega lukkumerki að gefa fyrstu veitingarnar! Ungi maðurinn lifnaði allur við til- boðið, brosti heimsmannslega og sagði: „Já, takk, ég er nú hræddur um það.“ — Napóleon Jónsson lét hlaða af bollum og vínarbrauðum á diskinn hans og sagði, að honum væri velkomið að fá aftur í bollann, ef hann vildi. Þá sagðist ungi maðurinn hafa séð af tilviljun, að hér væri komið nýtt kaffihús, og kvað sér lítast vel á það. Hann hugsaði sig dá- lítið um, og svipur hans minnti Napó- leon Jónsson á eitt af því, sem banka- stjórinn hafði sagt: að rnaður ætti um- fram allt að vera spekingslegur í útliti. Svo mælti hann alúðlega: „Eg myndi í yðar sporum orða auglýsinguna dálítið öðru vísi.“ „Já, það er nú einmitt það. Þar stend- ur hnífurinn í kúnni hjá mér. Ég hef nefnilega aldrei fengizt við svona nokk- uð áður, en kannske ég mætti fara fram á, að þér, sem eruð sjálfsagt mennta- maður, löguðuð þetta svolítið fyrir mig. Auðvitað skal ég borga yður, og það skal ekki standa á kaffi og vínarbrauði, hve- nær sem yður langar í.“ „Taktu auglýsinguna niður,“ sagði ungi maðurinn. „Ég ætla að gera bráða- birgða uppkast á hana hinum megin, en síðan skal ég búa til almennilegt skilti fyrir yður, málað og olíuborið í ramma.“ „Guðlaun fyrir,“ sagði Napóleon Jónsson. „Það er fallega gert af þér. Má ekki bjóða yður aftur í bolIann?“ Þeir tóku nú tal saman. Napóleon Jónsson fékk að vita, að ungi maðurinn hét Gunnar Berg og var í læri hjá Ein- ari nokkrum Jónssyni, sem honum skild- ist, að byggi til myndir úr einhverri leir- drullu. Hann ætlaði að verða mynd- höggvari, eins og hann nefndi það; það var list og fínt, og Napóleon Jónsson, er sjálfur var nú í þann veginn að komast í tölu heldri manna, lilustaði andaktug- ur á langar útleggingar um alls konar kúnstir, sem hann myndi hafa fengið krampahlátur af fyrir viku síðan. En eft- ir heimsóknina í íbúð bankastjórans hafði honum skilizt, að það væri ekki hrist fram úr erminni að verða fínn og fágaður, heldur yrði maður að taka vel eftir og læra af þeim, sem þegar voru orðnir það. Og á því lék enginn vafi, að Gunnar þessi var einn af þeim fínustu, enda þótt hann hakkaði í sig vínarbrauð, eins og hann hefði ekki séð mat í marga daga. Ilann hafði ákaflega spekingslega framkomu og var svo vel máli farinn, að maður skildi hér um bil ekkert af því, sem hann sagði. Napóleoni Jónssyni var fullvel ljóst, hvers virði það var fyrir þann, sem ætlaði að komast áfram í heimi fína fólksins, að hafa kunnleika við slíkan mann. Hann hélt því að hon- um veitingunum, og Gunnar Berg fúls- aði ekki við þeim, en sporðrenndi sjö vínarbrauðum og ellefu bollum ásamt fullri kaffikönnu. Því næst þáði hann vindil og fékk sér molakaffi með honum. Honum virtist ekki liggja neitt á, en Napóleoni Jónssyni þótti vænt um að hafa hann þarna; allir máttu þó sjá, að gestur var í kaffistofunni, og ýmsir námu staðar við gluggana, litu inn, en héldu svo áfram, því miður. Það leið að kvöldi, án þess að fleiri gestir kæmu. Napóleon Jónsson varð æ eymdarlegri á svipinn og sannfærðari um, að þetta færi allt til fjandans hjá sér. — Gunnar Berg var hættur að tala, en sat nú dreymandi á svip og horfði á bláan reyk- inn úr vindlinum sínum. „Hafið þér auglýst?11 spurði hann allt í einu. „Auglýst, — hvernig?“ spurði Napó- leon Jónsson. „Nú, auðvitað í blöðunum! Maður verður að auglýsa. Annars veit enginn, að kaffihúsið er til!“ Napóleon Jónsson varð hugsi. Hann hafði haldið, að það væri nóg að inn- rétta kaffistofuna og opna hana Hann hafði tekið eftir því, að öll kaffihús í bænum voru alltaf full, svo að segja frá rnorgni til kvölds; en það var kannske einmitt af því, að þeir höfðu auglýst í blöðunum? (Framh. í nœsta blaði) „Auglýst, — hvernig?" spurði Napóleon. 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.