Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 14
Sláturhús Sláturfélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Bjarni Jónsson I. Undirbúningairinn. Erindi Eggerts Levý Veturinn 1906 var og því fyrst hreyft op- Sigurðar Jónssonar. inberlega, að hún- vetnskir bændur tækju höndum saman um byggingu slát- urhúsa. Húnavatnssýsla var þá enn eitt sýslufélag. Fyrir sýslufundinum 1906 lágu 2 erindi „um stofnun sláturhúsa á verzl- unarstöðunum Blönduósi og Hvamms- tanga“. Kvöddu þarna sér hljóðs þeir Eggert Levý á Ósum og Sigurður Jónsson á Lækjamóti. Ekkert samráð var með þeim um málabúnað og hvorugur vissi af öðrum. Erindin eru nú glötuð, en þar mun hafa veriö lagt til, að sýslunefndin hefði forgöngu um félagssamtök til úr- bóta í afurðasölumálunum. Sýslufundurinn Erindi þeirra Eggerts 1906. og Sigurðar voru lögð fyrir fundinn 13. marz. Þriggja manna fundarnefnd var kosin í málið: Björn Sigfússon á Kornsá, séra Hálfdán Guðjónsson á Breiðabóistað og séra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu. Eftir „all-langar og ítarlegar umræður“ af- greiddi sýslunefndin málið með langri tillögu í 4 liðum. Milli funda. Ekkert varð úr fram- kvæmdum að sinni. Und- irbúningur að stofnun Sláturfélags Suð- urlands hafði hafizt upp úr fundi, sem Bogi Th. Melsteð hélt með Árnesingum og Rangæingum við Þjórsárbrú 30. júlí 1905. En undirbúningur þess stórmáls tók lengri tíma en sýslufundurinn í Húna- vatnssýslu 1906 hafði vænzt. Stofnun Sláturfélags Suðurlands dróst til 28. jan. 1907. Reynsla Sunnlendinga var því ekki enn fyrir hendi. Sýslunefndarmennirnir Jónatan Lindal, bóndi á Holtastöðum. Forgöngumaður um stofnun Sláturfélags A-Húnvetninga og fyrsti formaður þess. Upphaf Sláturfélags sögðu að sjálfsögðu sveitungum sínum frá málinu, þá er heim kom af fundi, og einhverjar orðræður hafa átt sér stað, en engin almenn fundahöld fóru fram um málið að sinni. Sigurður En Sigurður á Lækjamóti á Lækjamóti. lætur ekki málið niður falla. Árið eftir sendir hann sýslunefndinni nýtt erindi um byggingu sláturhúss. Sigurður hafði áð- ur komið töluvert við sögu Kaupfélags Húnvetninga og var ákveðinn samvinnu- maður. Hann hafði verið forustumaður sinnar sveitar um langan aldur: hrepp- stjóri, hreppsnefndaroddviti og sýslu- nefndarmaður, en var nú tekinn fast að reskjast (f. 1835) og átti ekki lengur sæti í sýslunefnd. Kom hann þó til Blöndu- óss til viðtals við sýslunefndina, þegar erindi hans var tekið fyrir á fundinum 1907. Sýslufundurinn Þriggja manna nefnd: 1907. Björn Sigfússon á Kornsá, Páll Leví á Heggsstöðum og Ámi Á. Þorkelsson á Geitaskarði fjallaði um málið Sam- kvæmt tillögum nefndarinnar af- greiddi sýslufundurinn málið í einu hljóði með svofelldri ályktun: „Sýslu- nefnd skorar á sýslumann Gísla ísleifs- son og alþingismann Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka að kveðja til fundar í vor, þar sem mæti 1 fulltrúi fyrir hvem hrepp sýslunnar, til að ræða um umbætur á kjötsölu til útlanda, skýli til slátrunar og samvinnufélagsskap. Enn fremur heitir sýslunefnd allt að 200 króna styrk úr sýslusjóði vel hæfum manni til að afla sér þekkingar á samvinnufélagsskap og slátrun í því skyni, að hann taki að sér forstöðu slátrunarfélags hér í sýslu. Fel- ur hún áður nefndum mönnum að leita viðbótarstyrks hjá Búnaðarfélagi íslands og leita eftir slíkum manni og gera samn- ing við hann.“ Blöndudalshólum: Austur-Húnvetninga Sveinsstaða- Að sýslufundi loknum fundurinn. heldur svo undirbúningi áfram heima í hreppunum, og hinn fyrirhugaði fulltrúafundur fór fram að Sveinsstöðum 2. maí 1907. Þar mættu auk fundarboðenda 10 kjömir fulltrúar, einn úr hverjum hreppi. Þrír hrepparnir sendu enga fulltrúa: Vind- hælishreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur og Torf ulækj arhreppur. Fundarboðendur voru að vísu báðir úr Torfalækjarhreppi, en þeir fóru með umboð sýslunefndar, en ekki sveitunga sinna. Enginn þessara þriggja hreppa hafði þá viðskipti við Kaupfélag Húnvetninga. Kaupfélags- deildin í Torfalækjarhreppi hatði lagst niður, Vindhælingar höfðu stofnað sitt eigið kaupfélag, og Bólstaðarhlíðarhrepp- ur skipti við Kaupfélag Skagfirðinga sem sérstök deild í því félagi. Sveinsstaðafundinn sátu þessir full- trúar: Jónatan J. Líndal fyrir Engihlíð- arhrepp, Guðmundur Tómasson, Ljóts- hólum fyrir Svínavatnshrepp, Bjöm Sig- urðsson, Litlu-Giljá fyrir Sveinsstaða- hrepp, Guðmundur Ólafsson, Ási fyrir Ásahrepp, Sigurður Jónsson, Lækjamóti fyrir Þorkelshólshrepp, Árni Árnason, Hörghóli fyrir Þverárhrepp, Jónas Jónas- son, Hlíð fyrir Kirkjuhvammshrepp, Guðmundur Sigurðsson, Svertingsstöðum fyrir Ytri-Torfustaðahrepp, Rögnvaldur Líndal, Hnauskoti fyrir Fremri-Torfu- staðahrepp og Jónas Þorsteinsson, Hrúta- tungu fyrir Staðarhrepp. Fundurinn varð sammála um svofellda ályktun: „Fundurinn ályktar að komið sé upp sem allra fyrst 2 sláturskýlum fyr- ir sýsluna, öðru á Blönduósi og hinu á Hvammstanga. Til þess að afla sér þekkingar á slátr- un og þess konar, ályktar fundurinn, að af því fé, sem sýslunefndin hét á síðasta fundi sínum, falli helmingurinn til þess manns, sem 7 austustu hrepparnir fá til þess, en hinn helmingurinn til þess, sem vesturhreppamir kjósa. Enn fremur skuldbinda hinir mættu fulltrúar sig til 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.