Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 12
Sveinn Kristinsson: MICHAIL BOTVINNIK Það þóttu allmikil tíðindi, er Rússan- um Michail Botvinnik tókst á öndverðu þessu ári að heimta hinn missta heims- meistaratitil sinn úr höndum landa síns Vassilys Smyslovs. Töldu margir, að Smyslov hefði sýnt þá yfirburði í ein- vígi þeirra í fyrra, að Botvinnik ætti sér tæpast viðreisnar von, þar sem hann var þá líka kominn á þann aldur, að skák- mönnum tekur venjulega að hraka eða hætta a.m.k. að taka framförum. í byrjun einvígisins var þó þegar ljóst, að Smyslov átti í höggi við allt annan og skæðari Botvinnik en þann, er hann bar sigurorð af í fyrra. Naumast var því þó til að dreifa, að grunnstyrkleiki Botvinn- iks sem skákmanns hefði aukizt, heldur hafði hann sýnilega búið sig betur undir þetta einvígi, bæði hvað snerti líkamlegu hliðina og einnig hvað laut að rannsókn- um á byrjunarteoríum. Þegar í fyrstu skákunum kom Botvinnik andstæðingi sínum og öllum skákheiminum á óvart með því að beita byrjunarkerfum, er hann hafði aldrei áður beitt á skákíerli sín- um. Afleiðingarnar urðu þær, að eftir þrjár fyrstu skákirnar stóðu leikar 3:0 Botvinnik í hag. Þetta var svo geigvæn- legt forskot, að það hefði raunverulega verið ofurmannlegt átak, ef Smyslov hefði tekizt að jafna þennan mun, enda tókst honum það ekki. Það má því segja, að úrslit einvígisins hafi raunverulega verið ráðin í þremur fyrstu skákunum. Og sé dýpra skyggnzt, þá má ætla, að úrslit beggja einvígjanna, bæði í fyrra og nú, hafi ráðizt í heima- húsum keppendanna, í undirbúnings- rannsóknum á byrjanakerfum sem og þeirri líkamlegu þjálfun, er þeir hafa viðhaft, áður en þeir gengu til orustu- vallarins. Svo líkir eru þessir menn að styrkleika, að smávægilegar vanrækslu- syndir geta orkað til úrslita, þegar á hólminn er komið. Ég mun nú stikla hér á stærstu atrið- unum á æviferli hins endurvígða heims- meistara Michail Botvinniks. Botvinnik fæddist í Leningrad árið 1911. Mjög ungur að árum lærði hann mannganginn í skák og tók skjótt furðu- legum framförum. Árið 1925, er Botvinnik var 14 ára að aldri, kom þáverandi heimsmeistari, Cúbumaðurinn J. R. Capablanca, til Len- ingrad og tefldi þar fjöltefli við þrjátíu andstæðinga, og á meðal þeirra var Bot- vinnik. Tókst Botvinnik, þótt ungur væri að árum, að bera sigurorð af heimsmeist- aranum. Að skákinni lokinni spurði sá síðarnefndi, hvaða styrkleikaflokki dreng- ur þessi tilheyrði. „B-flokki“, var honum tjáð. Þá hló heimsmeistarinn og spáði því, að hann ætti ekki löng setugrið í þeim flokki. Sú varð líka raunin, því tveimur árum síðar vann Botvinnik sér þátttökurétt í meistaramóti Sovétríkjanna og hafnaði þar í 5.—6. sæti. Varð hann nú þjóðfræg- ur maður um öll Sovétríkin. heimsmeistari í skák Árið 1931 varð Botvinnik skákmeistari Sovétríkjanna í fyrsta sinn, en síðan hef- ur hann unnið þann titil oftar en nokk- ur annar maður eða alls sjö sinnum. Þeg- ar tekið er tillit til hins mikla skákstyrk- leika Sovétríkjanna, þá má segja, að hver slíkur sigur jafngildi sigri á sterkt skip- uðu alþjóðlegu skákmóti. Af öðrum stór- mótum fyrir stríð, sem Botvinnik náði sérlega góðum árangri á, má nefna: Alþjóðlegt skákmót í Moskva 1935, þar sem Botvinnik varð nr. 1—2 ásamt Salo Flohr. Alþjóðlegt skákmót í Moskva 1936, þar sem hann varð annar, á eftir Capa- blanca. Nottingham 1936. Eitt mesta skákmót, sem haldið hefur verið. Þar urðu þeir Botvinnik og Capablanca jafnir efstir, og tapaði Botvinnik þar engri skák. Meðal þátttakenda voru Aljechin, Lasker, Euwe, Reshevsky, Fine o. fl. A.V.R.O. skákþingið í Hollandi 1938. Þar varð Botvinnik þriðji á eftir þeim Keres og Fine, en fyrir ofan Aljechin, Euwe, Reshevsky, Capablanca og Flohr. Eins og af þessu má sjá, var Botvinnik þegar fyrir stríð orðinn einn af öflugustu skákmönnum í heimi. Mesti sigur Botvinniks á stríðsárunum var sigur hans á „Sexmeistaramótinu" í Moskva 1941, sem vikið var að í þættin- um um Smyslov (marzhefti Samvinnunn- ar). Annars mun Botvinnik hafa teflt til- tölulega lítið á stríðsárunum, heldur helgað sig hagnýtara starfi í þágu fóst- urjarðarinnar, sem rambaði þá á barmi tortímingar. Botvinnik hafði heldur ekki, á sínum tíma, látið skákina hindra sig frá að fullnuma sig í sérgrein sinni, sem er rafmagnsverkfræði. Árið 1945 var að mörgu leyti merkilegt ár í skáksögunni. Fyrir styrjöldina höfðu Bandaríkin og Þýzkaland verið talin öfl- ugustu skáklöndin. Vitað var að vísu, að Sovétríkin áttu talsverða „breidd" skák- manna, en af toppmönnum á alþjóðlegan mælikvarða var ekki vitað um neinn nema Botvinnik. Að vísu bættust þeim í stríðs- lok tveir öflugir, alþjóðlegir stórmeist- arar, þeir Paul Keres og Salo Flohr, sem fyrir atburðanna rás skolaði upp á lend- ur þeirra í sogróti styrjaldarinnar. En þrátt fyrir það var þó yfirleitt tal- ið, að Bandaríkin hefðu a.m.k. ekki minni sigurmöguleika, þegar lönd þessi háðu með sér skákkeppni á 10 borðum (tvær umferðir) sumarið 1945. Það kom því mjög á óvart, er Sovét- ríkin sigruðu með 15>/2 vinningi gegn 4i/o! Þótt sigur þessi væri sennilega öllu stórfelldari en efni stóðu til og Banda- 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.