Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Blaðamaður: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími: 17080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 90.00 Verð í lausasölu kr. 9.00 Prentsmiðjan Edda. Efni: Sannleikurinn um stóreigna- skattinn .................... 3 Delfi, eftir Guðna Þórðarson 4 Þýzkt fiskiðjuver............ 7 Tvær eins — tveir eins, saga eftir Guðný Sigurðardóttur 8 Ertu sólginn í sykurinn, eftir Ingólf Davíðsson ......... 10 Michail Botvinnik, eftir Svein Kristinsson................ 12 Upphaf Sláturfélags Austur- Húnvetninga, eftir Bjarna Jónsson ................ 14 Evrópumeistaramótið 1950, eftir Brynjólf Ingólfsson .. 17 Litlakaffi, framhaldssaga eft- ir Kristmann Guðmundsson 19 ÁGÚST 1958 Lll. árgangur 8. Brezka samvinnuhreyfingin er braut- ryðjandi slíkra hreyfinga um heim allan. Frá kaupfélagsstofnun í Rochdale 1844 hafa slík félög breiðzt um allar Bret- landseyjar, stofnað með sér samband, sem nú er mesta heildsölufyrirtæki Stóra- Bretiands. Hvarvetna um England, Skot- land, Wales og írland má sjá kaupfélags- búðir. Saman eiga félögin miklar verk- smiðjur og margvísleg mannvirki. Þessi mikla hreyfing hefur þó ekki verið ánægð með árangur starfsins á síð- ari árum. Brezkir samvinnumenn hafa óttazt, að starfið væri tekið að staðna, kaupfélögin að dragast afturúr í sam- keppni við ný stórfyrirtæki kaupmanna, sem opnuðu svokallaðar keðjuverzlanir um allt landið. Sumar verksmiðjur sam- vinnumanna unnu við hálf afköst. Þetta ástand varð tilefni þess, að kos- in var óháð nefnd til að kanna málið. Formaður nefndarinnar var ekki valinn af verri endanum. Hann var Hugh Gait- skell, formaður brezka Verkamanna- flokksins, sem vel gæti orðið næsti for- sætisráðherra Breta. Með honum voru ágætismenn og konur, nákunn hreyfing- unni. Nefndin starfaði í tvö ár og skilaði nú fyrir skömmu miklu áliti, — heilli bók. Hefur skýrslan vakið mikla athygli, ekki aðeins í Bretlandi, heldur meðal samvinnumanna um allan heim Hér er ekki tími til að rekja efni skýrsl- unnar, sem er stórfróðleg. En þar er að finna margvíslegar tillögur um breyt- ingar og endurbætur á verzlunarstarf- seminni, er allar hníga í þá átt að fylgj- ast betur með breyttum tímum, láta kaupfélögin ekki sofna á verðinum, held- ur þroskast og breytast eftir þörfum hverrar nýrrar kynslóðar. Fordæmi Bret- anna með þessari óháðu nefnd sinni er merkilegt og gefur samvinnumönnum um heim allan áminningu um að vera sí og æ opnir fyrir breytingum tímans, fylgjast með og beita samvinnuhugsjón- inni á nýjan hátt gegn nýjum vanda- málum. Þýzkalandsbréf. Ungur starfsmaður hjá iðnaðardeild SÍS, Steinar Magnússon, dvelst um þess- ar mundir í Hamborg í Vestur-Þýzka- iandi og starfar hjá þýzka samvinnu- sambandinu. Er hann að kynna sér starfshætti og annað þar ytra. Steinar hefur skrifað starfssystkinum sínum hér heima um dvöl sína og hefur HLYNUR, hið ágæta starfsmannablað, birt bréfin. Hér fer á eftir fróðlegur kafli úr einu bréfanna: „Grosseinkaufs-Gesellschaft Deutsch- er Konsumgenossenschaften“, skamm- stafað GEG, var stofnað af 47 kaupfélög- um 16. marz 1894. GEG hefur verið og er í stöðugum vexti. Félagið hefur þó átt mjög erfitt uppdráttar í tveim heims- styrjöldum, og eftir síðari heimsstyrjöld- ina missti það nokkrar verksmiðjur í hendur kommúnista í Austur-Þýzka- landi. GEG starfar aðeins á grundvelli inn- og útflyjenda, framleiðenda og heildsölu. Öll önnur mál viðkomandi kaupfélögun- um lúta handleiðslu ZDK (Zentralver- band Deutscher Konsumgenossenschaft- en). GEG hefur umfangsmikil viðskipti og er nú stærsti innflytjandi V.-Þýzka- lands. Verksmiðjur á GEG 32 víðsvegar um landið, þar af 7 þeirra staðsettar í Hamborg. Nokkrar verksmiðjanna eru meðal þeirra stærstu sinnar tegundar. Skrifstofuhúsnæði er mikið, enda vinna hér um 1400 manns. Vinna hefst hér kl. 7.45 að morgni og unnið til kl. 4.45 e. h. nema laugardaga til kl. 1 e. h. og svo frí annan hvorn laugardag. Frá og með næsta hausti verður líklega ekkert unn- ið á laugardögum. Ungt fólk, venjulegast 16 ára, er hefur störf hér, verður að vinna sem lærlingar og stunda jafnhliða skóla í þrjú ár. Að þriggja ára námi loknu og verklegri vinnu í ýmsum deildum, er tekið loka- próf, en að því afstöðnu eru unglingarn- ir liðtækir til skrifstofustarfa. Þetta er strangur skóli og kaupið mjög lítið þessi þrjú ár, en þetta fyrirkomulag er hjá öllum verzlunar- og viðskiptafyrirtækj- um í Þýzkalandi. Aðalstöðvar GEG eru í stóru og glæsilegu húsi eins og mörgum þeim, sem Þjóð- verjar hafa byggt eftir stríðið. 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.