Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 10
Ingólfur Davíðsson: Flcstir eru gefnir fyrir sykur og sæt- indi í einhverri mynd. Ungbörnin teyga með velþóknun dísæta brjóstamjólkina. „Borðaðu hunang, sonur minn, því það er gott og safi þess sætur á tungu þinni,“ sagði Salómon konungur. Forfeður okkar á söguöld þekktu ekki sykur í þeirri mynd, sem við neytum hans nú á tímum. Hunang var notað í Evrópu í stað sykurs allt fram á 16. öld. Hunangið var einnig sums staðar notað til matar, mjaðargerðar og lyfja. A Is- landi var engin býflugnarækt og hefur hunangsnotkun eflaust verið sáralítil, og menn hvorki drukkið sæta drykki né neytt „sælgætis“ fyrr á öldum hér á landi. Nú er öldin önnur og mun sykur- neyzla óvíða öllu meiri en hér. Drukkið er mikið af sætum drykkjum og sætköku- át Islendinga er líklega Evrópumet. Kjósa aðrar þjóðir fremur smurt brauð, enda er það miklu kjarnbetra og hollara. Krakkar og unglingar eta kvnstrin öll af brjóstsykri, sleikipinnum, sætís, súkku- iaðisætindum allskonar o.s.frv., þótt slíkt óhóf spilli matarlystinni og veikli tennurnar. Nú er aðallega notaður verk- smiðjuunninn sykur, jöfnum höndum reyrsykur og rófnasykur. Þekkjum við hann venjulega alls ekki sundur, því að útlit, bragð og gæði geta verið nákvæm- lega eins. Sykurefnin eru hin sömu og fara þá sykurtegundir eftir framleiðslu- aðferðum. Langelztur er reyrsykurinn. Frá því að sögur hófust hafa menn þekkt sykurreyrinn í dölum Austur-Indlands, og notað sykursafann á ýmsa vegu, einn- ig gerjaðan. Þaðan barst sykurreyrinn snemma til íran og Kína. Grikkir og Rómverjar höfðu sagnir af sykurreyrn- um. Straban, grískur landfræðingur, sem uppi var um Krists fæðingu, kallaði reyrinn hunangsberandi strá. Og Plinius Ertu sólginn hinn rómverski kallar reyrsykurinn „Indverskt salt“. Indverjum tókst all- snemma (e.t.v. á 3. öld) að vinna fastan sykur úr reyrsafanum, indverskan sykur, eins og hann lengi var kallaður. Seinna gerðust Arabar miklir sykur-brautryðj- endur. Þeir voru sólgnir í krydd og sæt- indi, eins og margar þjóðir, sem lifa mest á jurtafæðu. Þykja arabiskar þjóðir enn mjög gefnar fyrir sætindi. Að loknum góðum miðdegisverði bera þeir ekki fram sterk vín, heldur margskonar sælgæti, t. d. austurlenzkan brjóstsykur, rúsínur, vínber, hnetur, sykurmöndlur og marga aðra mjög sykraða ávexti. Múhameðstrúarmenn fluttu sykurreyr með sér á herferðum sínum og gróður- settu hann víða, t. d. i NorðurAfríku og á Spáni. Þá þegar var töluverð sykur- framleiðsla í Egyptalandi. Á 15. öld var farið að rækta sykurreyr á Sikiley og Madeira, og hann barst til Ameríku með Spánverjum. Var mestallur sykur Evr- ópubúa framleiddur á Kanaríeyjum í ná- í sykurinn? lega tvær aldir. Á 16. öld var tekið að rækta sykurreyr í Brazilíu, Mið-Ame- ríku og á Vestur-Indlandseyjum, eink- um á Kúbu. Varð þar fljótlega geysi- mikil sykurframleiðsla. Mikið er líka ræktað á Java og víðar í heitum lönd- um. Jókst sykurræktin mjög á 19. öld. Framan af unnu svartir þrælar og síðar leysingjar, kauplágir mjög, á sykurekr- unum og var þá lítt hirt um góðar rækt- unaraðferðir. Vinnuaflið var svo ódýrt. En svo kom kurr og órói í Svertingjana, þóttu plöntuekrueigendur teldu líf þeirra „sykursætt“. Menntaður ekrueigandi (Allvaró Reinosó) sá, að úrbóta var þörf og ritaði bók um málið. Hvatti hann til betri ræktunaraðferða. Þið megið ekki fara með sykurreyrinn eins og þræl, sagði hann. Það þarf að bera á og hvíla moldina öðru hvoru og velja úr reymum beztu afbrigðin. En þessu var lítið sinnt þar á Kúbu lengi vel. En árið 1865 þýddu Hollend- ingar bókina og tóku að vanda til sykur- reyrræktunar á Java. Þeir stunduðu jurtakynbætur og tóku upp nýjar og betri ræktunaraðferðir. Jókst þá upp- skeran stórum. Saga sykurrójunnar er miklu yngri en sykurreyrsins. Árið 1847 sannaði þýzkur efnafræðingur, Marggraf að nafni, að hægt væri að vinna sykur úr rófum. Sykurmagnið var þá aðeins 1,5%. Ac- hard, lærisveinn Marggrafs, hélt áfram rannsóknunum, valdi úr rófunum og reisti fyrstu sykurrófnaverksmiðjuna ár- ið 1802. Var þá sykurmagnið í rófunum orðið 5%. Reyrsykurinn reyndist skæð- ur keppinautur, því að sykurmagnið í reyrnum var mun meira og vinnukraft- ur ódýrari í heitu löndunum. Achard tapaði eignum sínum og dó gleymdur að mestu 1821. Þegar Napóleon setti hafnbann á Kvennaskólameyjar í heimsókn Þessar broshýru ungmeyjar birtust einn góðan veðurdag í vor á skrifstofu Sam- rinnunnar. Þær voru úr Kvennaskólanum og komnar þeirra erinda að líta á starf- semina í Sambandshúsinu. Því var vel tekið og hér sjást þær skoða sýnishornalag- er búsáhaldadeildar og þar virtist vera eitthvað, sem er ákaflega skemmtilegt og engin ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr, þegar prófin eru að verða búin. SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.