Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 9
en hinn spyr: Eigið þið ekki eitthvað eftir af góða franska koníakinui' Næstum samtímis taka afgreiðslu- mennirnir flöskurnar tvær og afhenda þær, brennivínsflaskan fær aðeíns tíma til að kasta kveðju á koníaksflöskuna, sem hugsar hreykin: — Hiin hlýtur að hafa heyrt, að spurt var um góða franska koníakið, og góða franska koníakið, það er ég. Og þegar liún stundu seinna, er borin í stórri blómakörfu inn í skrautlega stofu, þar sem margt prúðbúið fólk er saman kom- ið. segir hún við sjálfa sig: — Nú ætti sú gamla að vera komin. Fólkið spjallar, hlær og syngur, lyftir glösum og skálar. Hér er ekki brennivín á borðum. Koníaksflaskan óskar þess af heilum hug, að brennivínsflaskan gæti tekið þátt í slíkri dýrð. — Auminginn, hún hefur víst átt erfitt um dagana. Hún hefur aldrei hvílst á meðal ilmandi blóma, og um háls hennar hefur aldrei verið bundið rautt silkiband, með skraut- korti á. Það liggur við, að koníaksflask- an tárfelli. án þess að gera sér grein fvrir, hvort það er af meðaumkvun með brennivínsflöskunni eða af gleði vegna sinnar eigin hamingju. Já, koníaksflaskan er velviljuð sál, þrátt fyrir stærilæti sitt, og þess vegna myndi hún áreiðanlega hryggjast enn meir. ef hún sæi brennivínsflöskuna, þar sem hún stendur á borði í fátæklegri eldhúskytru. Blóm eru engin, og í stað hljómlistar hevrist rifrildi og grátur. Brennivínsflöskunni líður afar illa. hún getur aldrei horft á slíka eymd og sorg án þess að hryggjast. — Ég þarf að fá peninga, segir konan. — Jæja, segir maðurinn hlutlaust. — Ég verð að kaupa peysu á dreng- inn, láttu mig hafa peninga. — Peninga, ha, ha, hann var svei mér góður þessi. Nei væna mín, ég á enga peninga. — Þú hefur alltaf peninga fyrir víni. Ein vínflaska kostar álíka mikið og ein peysa. — Já, auðvitað. blessuð góða. þú mátt rífast. Orð og aftur orð, hnefahögg í borðið. Bollar dansa, hálf mjólkurflaska veltur, konan er of sein til að koma í veg fvrir að innihaldið renni niður á gólfið, brennivínsflaskan veltur líka, en maður- inn er snarari í snúningum, hann þýtur upp. veltir stól. en bjargar flöskunni sinni á síðustu stundu. Barnsgráturinn þagnar snöggvast. en hefst að nýju, sár- Ásgeir Júlíusson teiknaði myndirnar Ég á sko afmæli í dag, skilurðu, — og frúin hélt mikla veizlu — og ég drakk mig fullan auðvitað. ari og angistarfyllri en áður. Konan segir ekki fleiri orð, grætur heldur ekki, kannske eru tár hennar þrotin. Hann bölvar, stingur flöskunni í vasann, fer út og skellir hurðinni á eftir sér. Hann gengur völtum fótum niður götuna, stefnulaus og án takmarks. Kvöldið er bjart og fagurt, kyrrð og friður hvílir yfir öllu. Það er skammt til sólarlags, himinn og haf eru í þann veg- inn að klæðast sínu purpurarauða skarti, og hægt og hægt víkur blár litur fjall- anna fyrir sólroðanum. Olvaði maðurinn reikar niður í fjöru, ekki til að njóta fegurðarinnar heldur til þess að vera í friði með flöskuna sína. En þarna er þá annar maður, — mað- ur með flösku. Hann baðar út höndun- um og hrópar út í kvöldkyrrðina: — Stórkostlegt! Dásamlegt! Og þetta á ég allt. Fjöllin, sjóinn, himininn, sól- ina, — alt — ég einn. — Attu kannske fjöruna líka? — Auðvitað. — Má ég þá tylla mér á steininn þinn hérna ? — Gjörðu svo vel. — Hver ert þú annars? — Ég, — veiztu það ekki maður? — Nei. — Ég er stórkaupmaður, milljón- eri með meiru. — Jæja, villtu breimivín? — Ertu vitlaus, maður, drekkum heldur koníakið mitt. Ég á sko af- mæli í dag, skilurðu, — og frúin hélt mikla veizlu, fína veizlu, skal ég segja þér, ég drakk mig fullan. auðvitað, til hvers eru líka afmæli, ef ekki til þess að gera sér dagamun. Hún vildi svo að ég færi að hátta. — Já. já, elskan. sagði ég svona til að hafa hana góða, þú veizt nú, hvernig þetta kvenfólk er, það er þýðingar- laust að tala við það. En ég er nú líka sniðugur, ég lézt fara upp, en (Frh. á bls. 28) J SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.