Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 27
Brusselförunum var vel fagnað við heimkomuna. Fremstir ganga Evrópumeistararn- ir, þá tveir fararstjórar, Mag-nús Jónsson, Guðmundur Lárusson, Ásmundur Bjarna- son, Pétur Einarsson og Finnbjörn Þorvaldsson. Fremst t. h. er Benedikt Jakobsson. Þegar íslendingar... (Framh. af bls. 17) innar, hafði nú snúizt, og var nær beint í fang stökkvaranna, tæpir 2 m. á sek. Torfa var ekki rótt innanbrjósts, er hann var enn aðeins 4., eftir 4 umferðir, þurfti ekki að stökkva nema 7.23 til að vinna og hafði jafnframt „misst af strætisvagninum" í stangarstökkinu. Hann lýsti seinna tilfinningum sínum með þess- um orðum: „Oh, ég var alveg orðinn friðlaus." I fimmtu tilraun heppnaðist Torfa loksins og stökkið mældist 7.32 m., cg var hann þar með fyrsmr, því hinir voru búnir með allt púðrið, en Torfi klikkti út með 7.30 í 6. umferð, svona til að sýna, að sigurinn var engin tilviljun. Það var leitt að Torfi, sem vafalaust hefði getað stokkið 7.50—7.60 m. og sennilega er enn jafn bezti langstökkvari, sem við höfum eignazt, skyldi aldrei ná lengra stökki en þetta, en það sýnir bezt hina frábæru keppnishörku Torfa, sem ég þekki engan jafningja hans í, að hann skyldi ná sínu bezta stökki þarna, á stórmóti í þessari sálfræði- Iegu bóndabeygju og þar að auki f mótvindi. Þriðji Islendingurinn, sem vakti mikla athygli, var tugþrautarkappinn Örn Clausen. Honum hafði víða verið spáð sigri í þessari grein, enda talið að tveir skæðustu keppendur hans yrðu ekki með, þeir Heino Lipp, Sovérríkjunum, og Ignace Heinrich, Frakklandi. Lipp hafði lengi verið meðal beztu manna Evrópu í kúluvarpi og tugþraut, en hafði ekki keppt utan Sovétríkjanna. hvað sem því olli. Gátu margir sér þess til, að or- sökin væri sú, að hann er Eistlendingur og væru Rússar hræddir um, að hann myndi leita færis á að strjúka, ef hann kæmist út úr Iandinu. Heinrich kom mjög á óvart, er hann vann silfur- verðlaun á 01. í London 1948 og ekki var dregið í efa, að þessi stórvaxni og fjölhæfi Elsassbúi átti mikla framtíð fyrir sér sem tugþrautarmaður, en hann hafði meiðst þetta sama sumar og var því talið vafasamt að har.n yrði með í Briissel. Svo fór nú samt, að Lipp kom ekki, en Heinrich kom, sá og sigraði. Baráttan stóð á milli Arnar Clausen og Heinrich. Örn átti framúrskarandi góð- an fyrri dag (10.9 — 7.09 — 13.17 — 1.80 — 49.8) og hafði eftir daginn 312 stig umfram Heinrich og yfir 200 yfir Tannander, Svíþjóð, sem var næstur Erni. I 110 grindahlaupinu lengdist bilið enn, en síðan tók Frakkinn að sækja sig. Tókst honum að minnka stigamuninn jafnt og þétt með afrekum sínum í stangarstökki (3.80). kringlukasti (41.44), en þar misheppnaðist Erni, náði aðeins 36.21 m., eða um 4 metrum skemmra en venjutega) og spjót- kasti (53.31 m., Örn fékk 47.96 m.). Eftir spjót- kastið var Frakkinn kominn 72 stigum á undan. Var nú eina vonin fyrir Örn að ná nægilega mikl- um vinningi í síðustu greininni, 1500 m. hlaupinu. Hann hljóp allt hvað af tók, en Frakkinn fylgdi honum eins og skuggi, og hvernig sem Orn reyndi, gat hann ekki losað sig við keppinautinn, eða a.m.k. ekki náð nægilegu forskoti. Þegar Örn fann það á síðasta hringnum, að keppnin í heild var sér töpuð, sýndi hann ógleym- anlegt drenglyndi og fagran íþróttaanda, er hann sneri sér við og tók í hönd keppinautar síns, áður en hlaupinu var lokið. Það er heitt blóðið í Frökk- unum og Heinrich hágrét vitaskuld og hinum belg- isku Vallónum vöknaði mörgum um augu. Hér urðu þeir sjónarvottar að riddaramennsku, sem al- geng var á Krossferðatímunum, en því miður er allt of sjaldséð nú á tímum. Fleiri keppendur íslands stóðu sig með prýði. Sér í Iagi má nefna Guðmund I.árusson. Guð- mundur keppti í 400 m. hlaupi cg komst þar í úr- slit. I 1. umferð hljóp Guðmundur á 49.8 sek., í milliriðli á 48.0 sek., sem enn er ísl. met. I þess- um riðli féllu úr keppninni m. a. Antonio Siddi, Ítalíu, sem flestir höfðu spáð sigri, sænski meist- arinn Gösta Brannström og Finninn Ragnar Graffe. I úrslitahiaupinu lenti Guðmundur á yztu braut, en það er alltaf varasamt og hætt við að þá verði of hægt af stað farið, vegna þess að hlaupari á yztu braut sér fyrri hluta hlaupsins ekki keppend- ur á innri brautunum fyrr en þeir eru komnir fram úr. Sér í lagi var þetta varasamt fyrir Guðmund, sem alltaf hætti til að fara of hægt af stað í 400 m. hlaupi, ef hann hafði ekki einhvern til að miða hlaup sitt við. Guðmundur hljóp afbragðsvel og var í 3. sæti þar til á síðustu 10 metrunum að Wolfbrandt, Svíþjóð, komst fram úr, er Guðmundur hafði hægt á sér, af misskilningi við 10 metra strikið. Eru all- ar líkur til að Guðmundur hefði orðið 3.; ef hann hefðu ekki hent þessi mistök. Bretinn Derek Pugh vann (47.3), hann fékk árið eftir lömunarveiki og var þá íþróttaferill hans á enda. Næstur Pugh var Frakkinn Jaques Lunis -47.6, en hann varð einnig 2. á eftir Holst Sören- sen á E.M. í Osló 1946. Þeir Ásmundur Bjarnason og Haukur Clausen komust í úrslit í 200 og 100 m. hlaupum og urðu báðir í 5. sæti, og sömuleiðis 4x100 m. boðhlaups- sveitin, sem hljóp á 41.9 í úrslitum, en 41.7 í milliriðli, sem enn er ísl. met. I sveitinni voru Ás- mundur Bjarnason, Guðmundur Lárusson, Finn- björn Þorvaldsson og Haukur Clausen. Aðrir keppendur Islendinga stóðu sig eftir von- um, enda þótt þeir ekki kæmust í sex manna úr- slit. Fararstjóri var Garðar S. Gíslason, þáv. form. Frjálsíþróttasambands Íslands og aðstoðarfarar- stjóri Ingólfur Steinsson. Þjáífari var Benedikt Jakobssc-n. Frammistaða íslenzka liðsins vakti mikla at- hygli bæði hér heima og erlendis. Voru ummæli helztu íþróttablaða víða um heim á þá lund, að ísland hefði verið það land, sem hefði átt eftir- tektarverðustu keppendurna á mótinu. Við heimkomu Briisselfaranna var þeim marg- víslegur sómi sýndur, m. a. hélt þáv. forseti ís- lands, Sveinn sál. Björnsson. ræðu við móttöku flokksins á flugvellinum og þakkaði afreksmönn- unum hina frækilegu för með hlýjum orðum. Ferð þessi mun seint gleymast þeim, sem fylgj- ast með íþróttamálum hér heima. Nú stendur fyr- ir dyrum önnur för á Evrópumeistaramót í Stokk- hólmi, í næsta mánuði. Nýir menn hafa tekið upp merki íslands og eru staðráðnir í að halda því hátt á loft í Stokkhólmi og viðhalda frægð íslendinga sem öndvegisþjóðar í frjálsum íþróttum. — Maður verður að njóta sumarleyfisins eins og hægt er, kona góð! 8AMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.