Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 25
Sláturfélag .... (Framh. aj bls. 16) inn til að steypa sláturhúsið. Benedikt var lagvirkur og sérstaklega vandvirkur. Fórst honum verkið vel úr hendi. Vatnsleiðslan. Að sögn Jónatans á Holtastöðum var engin vatnsleiðsla komin í hús hér í sýslu fyr- ir 1908. Þá var eingöngu notazt við læki og brunna. Hér varð því að ryðja nýjar leiðir. Sláturfélagið varð að fá til af- nota gott og nægilegt vatn. Var helzt hugsað að taka _ vatnið úr uppsprettu- lindum neðan melanna fyrir ofan Litla- Enni. Um þá framkvæmd tókst sam- vinna við kvennaskólann á Blönduósi, eftir að Jónatan hafði komizt að raun um, að vatnið mundi nást upp á loft í skólanum. Zóphónías Hjálmsson á Blönduósi annaðist lagningu. Tókst það prýðilega eins og annað hjá þeim verk- lagna manni. Fjártakan. Haustið 1908 fékk félagið 3189 sláturfjár. Þó að félags- mannatalan væri nokkuð há, koma ekki nema lítil viðskipti á hvern, eða að með- altali tæplega 23 kindur. Sú tilhögun var höfð, að féð var vigtað heima og verð þess áætlað í lifandi þunga. Deildirnar önnuðust rekstur fjárins á sláturstað, og báru innleggjendur ábyrgð á því, þang- að til það var afhent til slátrunar. Inn- leggjendur keyptu svo slátrin við á- kveðnu verði. Kjötið var alt saltað. Söl- una annaðist Louis Zöllner. Að frádregn- um kostnaði reyndist söluverð afurðanna kr. 26.0227.85, eða um kr. 8.16 á kind. Vinnan. Verkstjórar hjá félaginu voru þeir Einar Erlendsson og Guð- mundur Guðmundsson, sem fyrr eru nefndir. Guðmundur innan húss, en hinn utan. Guðmundur vann fjögur haust hjá félaginu, og setti hann jafnan upp all- mikið af tunnum áður en fjártakan hófst. Kaup verkstjóra var 4 kr. á dag, en venjulegir verkamenn höfðu 25 aura á tímann og konur 16 aura. Allur innlend- ur kostnaður á haustvöruna varð kr. 6313.60. Þar af varð vinnukostnaður við slátrunina kr. 1683.69, eða rúmir 50 aur- ar á kind. Aðbúð Það ætlaði að horfa til verkafólks. vandræða með húsrúm fyr- ir verkafólkið. Sláturfélagið hafði að sjálfsögðu ekkert húsnæði. Var það ráð tekið að slá upp rúmstæðum á lofti í vörugeymsluhúsi kaupfélagsins. I norðurendanum var afþiljuð kompa fyr- ir verkakonur, en flet karla voru fyrir framan meðfram báðum hliðveggjum. Dyr voru settar á suðurstafn loftsins og uppgangur á þaki á skúr, sem kaupfé- lagið átti sunnan undir vörugeymsluhús- inu. Lánsfjár- Félagið fékk ekki nema 1000 þörfin. kr. af stofnbréfunum greitt í peningum. Hitt var fært í reikninga. Þetta náði því skammt, til þess að standast kostnað við bygginguna og öflun nauðsynlegra áhalda. Þá varð og að tryggja sér töluvert rekstursfé, því að samkvæmt félagslögunum bar félaginu að greiða meginhluta áætlaðs verðs slát- urfjárafurðanna, áður en það gat gert sér vonir um að fá nokkuð greitt af haustafurðunum. Leitað til Hinn 1. maí 1908 kom sýslunefndar. sýslunefnd Austur-Húna- vatnssýslu saman til aukafundar á Blönduósi. Tilefni fundar- ins var umsókn frá formanni hins ný- stofnaða sláturfélags, Jónatan J. Líndal, um 400—500 kr. styrk úr sýslusjóði til byggingar sláturhússins. Svo virðist sem sýslunefndarmennirnir hafi ekki haft verulegan áhuga á fund- arefninu, því að á fundi mæta ekki aðal- sýslunefndarmennirnir nema úr 4 hrepp- um sýslunnar, og úr Bólstaðarhlíðar- hreppi var enginn mættur. Mótleikur Samhliða styrkbeiðni Slát- kaupmanna. urfélagsins var lagt fram á fundinum „bónarbréf" frá Carl Berndsen kaupmanni á Hóla- nesi um 1000 kr. styrk úr sýslusjóði ,,til þess að koma í betra lag verzlun með útlendan varning, þannig að hönd selji hendi og skuldaverzlun öll leggist niður, og enn fremur 1000 kr. styrk til þess að koma upp sláturhúsi á Hólanesi.“ Carl Berndsen var að vísu duglegur og áhugasamur kaupsýslumaður, en þó mun hafa ráðið hér mestu um að leggja stein í götu verzlunarsamtaka bændanna, enda mun C. B. hafa séð viðskiptum sín- um stofnað í nokkura tvísýnu með myndun Verzlunarfélags Vindhælinga, en svo nefndust samtök bændanna í Vindhælishreppi, er þeir stofnuðu til ár- inu áður (1907). Ábyrgðarheimild. Jónatan varð nú ljóst, að styrkbeiðnin var orðin tilgangslaus. Tók hann því um- sóknina aftur, en í þess stað fór hann þess á leit, „að sýslunefndin gangi í á- byrgð fyrir 2000 kr. láni til sláturhússins gegn solidariskri ábyrgð Kaupfélags Húnvetninga“. Tveir sýslunefndarmenn- irnir vildu binda ábyrgðarheimildina þeim skilyrðum, að sláturfélagið væri ó- háð „öllum kaupmönnum og öllum fé- lögum“, en það var sama og synjun eins og nú var komið málum. Hinir sýslu- nefndarmennimir lögðust á móti þessari takmörkun, og hafðist ábyrgðarheimild- in í gegn með einu mótatkvæði. Lántökur. Ábyrgðarheimild sýslunefndar var notuð í sambandi við lán- töku í Sparisjóði Húnavatnssýslu, en tregða var á um þá lánveitingu. Jónatan J. Líndal telur, að Jón Guðmundsson á Guðlaugsstöðum, sem var einn af ráða- mönnum félagsins, hafi verið orðinn æði þungorður í sambandi við sparisjóðs- stjórnina og sagt, að ef þeir vildu ekki lána þetta, þá yrði ef til vill einhver ráð með peningana, en ekki vildi hann á- byrgjast nema að sparisjóðurinn þyrfti einhverju að snara út, þó að það yrði ekki lán frá þeim. Þetta hreyf, Lánið fékkst. Á stjórnarnefndarfundi 24. ág. (1908) var búið að ganga frá veðskjölum fyrir 4000 kr. láni gegn sjálfskuldarábyrgð. Það lán hefur sjálfsagt verið tekið í pen- ingastofnun í Reykjavík. Stjórnarnefnd- arfundurinn taldi þó ekki nóg aðgert og samþykkti að fara þess á leit við félags- menn að lána félaginu gegn vöxtum svo mikið af andvirði fjárins, sem hver og einn gæti, þangað til búið væri að selja kjötið. Fjárreiður við Reikningur félagsins fyr- reikningslok. ir fyrsta starfsárið (1908) er dagsettur í júní 1909. Sölu afurða má þá heita lokið og and- virði þeirra komið inn í reikninga fé- lagsins. Til afborgunar á húsinu hafði verið varið á árinu 267.35. Eignir félagsins eru taldar þessar: Sláturhúsið ............... kr. 4201.67 Áhöld ...................... — 169.81 Vöruleifar.................. — 777.47 Samt. kr. 5149.22 Á eignunum hvíla skuldir að upphæð kr. 4838.01, og verða því skuldlausar eign- ir félagsins kr. 311.21. Rúmsins vegna verður nú að láta stað- ar numið, þó að freistandi hefði verið að rekja nokkuð sögu félagsins, þar sem það varð 50 ára á þessu ári. Hér skulu aðeins ársettir tveir merkir atburðir í þróunarsögu félagsins. Hinn fyrri var bygging frystihúss 1928, og hinn síðari bygging mjólkurstöðvar Mjólkur- samlags Húnvetninga 1947, en samlagið lýtur stjórn Sláturfélagsins. Frystihússbyggingin varð til þess, að bændurnir á félagssvæðinu fólu félaginu fljótlega allt sláturfé sitt til sölumeðferð- ar. Síðastliðið haust var slátrað hjá fé- laginu 29.776 fjár. Félagið hefur verið það lánsamt, að það hefur bæði getað séð hagsmunum framleiðanda cg neyt- enda borgið: Greitt gott verð og fram- leitt góða vöru. Fullnaðarverð til fram- leiðenda á 1. flokks dilkakjöti varð kr. 18.40 á kg. við síðustu lokauppgjör (1956), og að dómi sérfróðra manna, er sláturhús félagsins nú eitt af þrem sláturhúsum landsins, sem bezt verka kjöt til útflutn- ings. SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.