Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 4
Guðni Þórðarson: DELFI þar sem guðirnir gáfu mönnunum ráð í Delfi var miðpunktur heimsins samkvæmt trú Forn-Grikkja, og þar reistu þeir hof guðunum til dýrðar. Súlnahöfuðið á myndinni hér að ofan stendur við Appollonshofið á liinum helga stað. Að neðan til vinstri er þorpið Nýja Delfi, sem byggt var utan við rústirnar. — Á myndinni til hægri sjást tröppur, sem virðast úr lagi gengnar, og það er stígurinn upp að hofi Véfréttarinnar. Einn er sá staður á Grikklandi, sem öðrum fremur á að baki dularfulla og sérstæða helgisögu í trúarbrögðum hinna fornu Grikkja. Sá staður er Delfi, þar sem voi-u hin helgu vé og Grikkir gengu á fund guða sinna við tæra fjallalind og leituðu ráða og véfréttar, þegar vanda bar að höndum. Enn er hægt að sjá margar minjar á hinum forna og fagra helgistað, sem stendur hátt í hlíðum fjalla. Landleiðin frá Aþenu til Delfi liggur um hrikalegt og fagurt fjallalandslag. þegar sléttunum nær Aþenu sleppir. Veg- urinn liðast um grænar fjallshlíðar. en víða gnæfa gráir klettar við himin, hátt í fjöllum, þar sem lítill er gróður. Á aðra hönd eru oftast gróðursælir dalir. Öðru hvoru er ekið um sveitaþorp, þar sem múldýrin silast áfram á mjóum götum, ýmist með húsbændur sína eða konur og börn þeirra á bakinu. Á brunntorg- inu er oftast mesta fjölmenni, þar sem konur, unglingar og börn safnast sam- an með leirbrúsana, ræða um landsins gagn og nauðsynjar og ávirðingar ná- granna. En við kveðjum brátt byggð, þar sem lágreist hús standa undir sýprusviðn- um og höldum hærra í fjöllin um sann- kallaða fjallvegi og fjallaskörð, þar sem vegurinn liggur í meira en þúsund metra hæð yfir sjó. Leið okkar liggur um sögu- frægar byggðir, þó að í fjöllum sé. Hér er Þeba og handan fjallanna í suðaustri er sléttan mikla og sögufræga, þar sem Hellenar sigruðu loks Persa eftir tví- sýna viðureign og tryggðu upphaf mik- illa grískra landvinninga. Þeir atburðir gerðust árið 479 fyrir Krists burð, og um þessa sögufrægu sléttu liggur leið okkar á heimleið frá Delfi til Attiku. En það er önnur saga. Eftir langa leið um fjallshlíðar og þrönga dali kemur loks þar, sem þorp stendur hátt í bröttum hlíðum undir klettum. Þar er Delfi, eða öllu heldur hin nýja Delfi. Nokkru innar í hlíðinni

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.