Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 17
Brynjólfur Ingólfsson: Þegar íslendingar fengu 2 Evrópumeistara Þátttakan í Evrópumeistaramótinu í Brussel 1950 Á Evrópumeistaramótinu í Osló 1946 vöktu ís- lenzkir frjálsíþróttamenn fyrst á sér athygli á er- lendum vettvangi. Á næsta Evrópumeistaramóti, því 4. í röðinni, sem haldið var í Briissel 23.—27. ágúst 1950, sendu íslendingar 10 keppendur, en Briisselförin varð einhver hin mesta frægðarför, sem nokkur íslenzkur íþróttaflokkur hefur farið. Björtustu stjörnur liðsins voru kappinn Huse- by og Torfi Bryngeirsson, sem báðir urðu Evrópu- meistarar, og Huseby að öðru sinni. Þá vakti Örn Clausen mikla athygli og vann silfurverðlaun, en þrír aðrir og boðhlaupssveit komust í úrslit. Huseby hafði gífurlega yfirburði í kúluvarpinu. Þegar í forkeppninni varpaði hann 16,29 m., og lét sér þó nægja eina tilraun. Níu af 13 keppend- um vörpuðu yfir lágmarkið, sem var 14.50 metrar. Úrslitin fóru fram kl. 5.15 síðdegis sama dag, 25. ágúst, og er skemmst frá því að segja, að keppinautar Gunnars, þótt margir væru stórir og stæðilegir, fengu flestir skjálfta í hnén, er þeir sáu hvernig Islendingurinn handlék kúluna. Hefði Gunnar getað hætt eftir fyrsta kastið og sigrað samt. Næstur varð ítalinn Angelo Profeti, 32 ára gamall og þaulreyndur kastari, sem var í blóma sínum sem kastari fyrir stríð, nú orðinn þungur og stirður, en náði þó 15.16 m., sem reyndist duga til silfurverðlauna. Þriðji varð Otto Grigalka, Sovétríkjunum, sem hér varpaði 15.14 m Torfi Bryngeirsson var mjög jafnvígur á lang- Huseby varð Evrópumeistari í annað sinn. Hann varpaði 16.74 m., sem er ísl. met. stökk og stangarstökk og kom það honum í nokk- urn vanda hér, því úrslitakeppni í þessum grein- um fór fram nær samtímis, svo ekki var unnt fyr- ir hann að taka þátt í báðum. Torfi fór þó í forkeppnina í báðum greinunum og fór léttilega 4 metra á stöng og 7.20 í lang- stökki, en lengra stukku Alcaro Diaz, Portúgal (7.32 m.) og Faucher, Frakklandi (7.22). en hon- um hafði verið spáð sigri, enda hafði hann stokkið 7.59 m. fyrr um sumarið. Eftir þetta ákvað Torfi að taka langstökkið, en sleppa stönginni. Úrslitakeppnin var háð 26. ágúst, cg hófst kl. 5.30 síðdegis. Eftir fyrstu umferð hafði Diaz stokk- ið lengst, 7.00 m., en í 2. umferð tók Wessels, Hol- landi, forystuna, með 7.22 m. stökki og í 3. um- ferð fór Fikejz, Tékkóslóvakíu, einnig fram úr Diaz, stökk 7.20 m. Tc rfi byrjaði með 6.87, þá 7.04 og 7.09 og var 4. eftir 3 umferðir. Öllum til undrunar náði Faucher aðems 6.81 m. og varð 7. Bar hann við meiðslum, en Torfi kvað hann hafa „vantað alla hörku", en hafa annars haft gott stökklag. Auk þeirra fjögurra, sem taldir voru, komusf til úrslita þeir Rune Nilsen, Noregi (6.96 m.) og Hammer, Luxemburg (6.92 m.). I fjórðu umferð stökk Torfi aðeins 6.77 m., í misheppnuðu stökki, sem var mjög langt, ef heppnazt hefði. Vindurinn, sem var hagstæður í byrjun keppn- (Framh. á bls. 27) ítalinn Adolfo Consolini hefur þrisvar í röð orðið Evrópumeistari í kringlukasti. Torfi Bryngeirsson stökk 7.32 og sigraði. ÍSLAND Örn Clausen varð annar í tugþraut á eftir Frakkanum Ignace Heinrich. Ásmundur Bjarnason komst í úrslit í 200 m. hlaupi og varð 5. Hann er hér 3. frá v. SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.