Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 7
 i; . -. j JiWyjaj. * ***** • J ' i ■ 800—1000 manns starfa við fisk- iðjuver þýzkra samvinnumanna íslendingar eru ekki aðeins fiskveiða- þjóð, heldur í vaxandi mæli fiskiðnaðar- þjóð, sem tilreiðir fiskinn á ýmsan hátt fyrir erlenda neytendur. Þar ber frysti- húsin hæst, enda hafa framfarir heima og erlendis verið hraðastar á því sviði. Þó er enn alltof mikið um útflutning á fiski sem hráefni, sem keyptur er af verksmiðjum erlendis, er gera hráefnið miklu meira virði og tilreiða fyrir húsmóðurina. Á þessu sviði eiga íslendingar enn eftir að læra mikið, og er þar hvað mest áberandi, að ekki skuli hafa tekizt að byggja upp mikinn niðursuðuiðnað til útflutnings. Samvinnan hefur fengið frá systurblaði sínu „Neytandanum“ í Hamborg nokkrar myndir til að gefa lesendum örlitla inn- sýn í starf þýzkra samvinnumanna á þessu sviði. Þýzka sambandið (GEG) setti á stofn fiskiverksmiðju í Hamborg 1921, og hefur hún vaxið hröðum skrefum. 1 Þýzkalandi eru til sérstakar verksmiðjur, sem ekkert gera nema t. d. reykja fisk, sjóða niður, tilreiða fisk í hlaup eða súrsa. En samvinnuverksmiðjan gerir allt þetta í mjög stórum stíl. Gefa myndim- ar nokkra hugmynd um, hversu stórbrot- in starfsemin er, en þessi verksmiðja ein veitir 800—1000 manns atvinnu. Það væri ekki ónýtt að fá nokkur slík fyrirtæki hér á landi, en hráefnið ætti ekki aðeins að vera nægilegt, heldur betra og ferskara en annars staðar. Hér er svið, þar sem íslendingar eiga mikið óunnið.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.