Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 23
' . Geimsiglingatæki framtíðarinnar Þessi mynd birtist í vikublaðinu Life og sýnir likön, sem gerð bafa verið af farartækjum til að nota úti í geimnum, þar sem aðdráttarafls jarð- arinnar gætir ekki lengur. Lengst til vinstri er tunglskip, notað til að kanna tunglið. Fimm sívalningar utan á bolnum eru fyrir eldsneyti, en stakur sívalningur aftur af þeim er fyrir áhöfn og skálin á endan- um er radar. Næst kemur geimskip til ferðalaga milli hnatta. Stóri sí- valningurinn á endanum er fyrir áhöfn og þar er radarinn. Síðan kem- ur langt skaft og á hinum enda þess er aflvél, sem gengur fyrir kjam- orku. Utan um vélina eru 5 eldsneytistankar. Stóra verkfærið í miðj- unni er stjörnuathugunarstöð. Klefar fyrir áhöfn eru til beggja enda, en allskonar athugunar- og mælitæki í miðju. Skipið á að snúast um sjálft sig og skapa gerfiþyngd með miðflóttaafli, væntanlega til þess að mennimir svífi ekki í lausu lofti. Efst er svo einskonar spútnik, gerð- ur til að svífa kring um hnetti,en mannskapur verður ekki á farartæk- inu. Vængirnir eru til að kæla vélina, sem gengur fyrir kjarnorku.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.