Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 5
eru rústii' hinnar fornhelgu borgar. Fag- urt og hrikalegt er hér um að litast. Yfir helgidómnum gnæfir þverhníptur hamra- veggur og fuglar flögra þar sem tindar bera við bláan himin. Nokkur hundruð metrum neðan við helgidóminn og þorp- ið í fjallshlíðinni breiðir hin gróðursæla slétta út faðminn, fagurgræn og gróðri vafin, en nokkru utar við sjóndeildar- liring leika sólargeislar vorsins á dimm- bláum Ivorintufirði. Hér í suðurhlíðum Parnass-fjalla hugðu hinir fornu Grikkir vera miðdepil veraldar og helgidóm eins hins sælasta af öllum sælum Olympsguðum, Appoll- ons. Snemma átti hann mikil ítök í trú- arheimi Grikkja. Hann var guð ljóss- ins, og síðar meir guð hinnar traustu og bardagafúsu æsku, bjargvættur lífs, söngs og ljóða. Hann var hinn mikli töfraguð spásagna og véfrétta og í Delfi stóð véfrétt hans. Þangað komu menn til að leita ráða og spásagnar, þegar vanda bar að hönd- um. Aldrei var ráðizt í stórvirki, lagt í styrjöld eða. stofnuð nýlenda, nema senda menn á fund véfréttar í Delfi. Sá, sem þangað leitaði til fundar við véfrétt- ina, varð að fylgja ströngum reglum og sýna háttvísi. Hann varð fyrst að laug- ast í hinni helgu lind, sem enn hjalar við gráan stein undir hamraveggnum og síðan varð sá hinn sami að færa guðin- um fórnir. Að því búnu var hann leidd- ur inn í sjálfan helgidóminn. Þar inni í musterinu sat kona í dýrðlegum klæð- um. Kvenpresturinn Pýþía sat þar í rökkrinu og féll í leiðslu og sagði af munni sundurlausar setningar, sem spá- prestarnir þýddu síðan fyrir komu- manni. Oft voru svörin tvíræð og tor- skilin, en stundum reyndust ráðin vel. En ef spáin brást, var röngum skilningi hinna torskildu orða um kennt. Sagt er, að í grárri forneskju hafi Delfi heitið Pvþon, eftir slöngu einni illri, sem ríkti í gljúfrunum og ásótti íbúa héraðsins. En eftir að Appollon lagði slönguna að velli, varð hann herra lands- ins. Gömul grísk sögn segir, að guðinn Seifur hafi eitt sinn látið tvo erni fljúga, annan frá austri, en hinn frá vestri, og þar sem þeir mættust væri miðdepill jarðar. Ernirnir mættust við Omfalos- steininn í Delfi. Þar var hofið helga síð- an reist. Leiðin inn um rústir hinnar fornhelgu borgar liggur fram hjá Iindinni góðu, sem hrein og tær rennur við veginn og svalar þorsta sólheitra ferðamanna, bænda og múldýra, sem leið eiga um fjallastiginn. Hinir sælu guðir á Olymps- tindi ráða ekki lengur umferð manna Algeng sjón á fjallvegum grískra fjallahéraða: Sveitakona á leið heim af akrinum og rekur á undan sér múldýr, sem ber eldiviðarbagga. um helgidóm sinn og hinni fornu kröfu um að komumenn laugi sig í lindinni, er ekki sinnt, en góður siður er þar samt oft enn í heiðri hafður. Komumaður leggur munn sinn við lindina og finnur svalandi vatn hennar leika um kverkarnar. Það er gömul trú, að drykkurinn sá sé holl- ur og fylli menn skáldlegum innblæstri. Frá lindinni liggur leiðin um veginn helga, sem er eins konar krákustígur upp bratta að Appollonshofinu. Meðfram veginum liggja fallnar marmarasúlur og básar inn í hamravegginn. Þar voru fjárhirzlur grískra ríkja og borga, sem lögðu helgidóminum til fé. A sínum tíma voru þetta skrautlegar byggingar, hlaðn- ar list og flúri, þó að lítið sé nú sjáan- legt af því, enda margar ránshendur komið þar við sögu. Til dæmis lét Neró keisari ræna 500 líkneskjum frá Delfi. En þó að 3000 ár séu liðin síðan Delfi var og hét, þá má enn gjörla sjá hvern- ig umhorfs var í borg véfréttarinnar. Hinir fornu helgidómar í Delfi, eða öllu heldur borgarrústir hinnar forn- helgu borgar voru grafnar upp um síð- ustu aldamót. Gerðu það franskir forn- leifafræðingar. Þá stóð lítið grískt þorp að nokkru leyti á rústunum. Þorpið var flutt nokkurn spöl og stendur nú utar í hlíðinni og sést ekki frá Delfi. Ferða- menn kalla þorpið víst oftast Nýju Delfi, en raunverulega heitir það Kastri, eins og þorpið, sem áður stóð á rústum borg- arinnar helgu. Þegar grafnar voru upp rústirnar kom í ljós, sem áður var vitað, að jarðskjálft- ar og ránsmenn höfðu farið eyðandi hendi um helgidóminn, en engu að síð- ur fundust um 3000 líkneski smá og stór í rústunum. Eru þessir merkisgripir nú geymdir í sérstöku safnhúsi rétt við rúst- ir Delfi. Sjálfar eru rústirnar grasi grón- ar, en samt auðvelt að átta sig á því, hvernig heildarsvipur borgarinnar hefur Þessir blótbollar liggja nú í grasi, en einhvern tíma hafa þeir gegnt svipuðu hlutverki og hlautbollarnir í hofunum íslenzku, er blótveizlur voru haldnar. verið, meðan lielgasta borg Forn- Grikkja stóð þarna í fjallshlíðinni. Þegar borgin var grafin upp, var byggð upp ein hinna fornu fjárhirzlna í þeirra mynd, sem vitað er að þær voru. Fjárhirzlan stendur þar sem vegurinn helgi beygir ofurlítið til hægri upp í hlíð- ina í áttina til Appollonshofsins. Þar stendur fjárhirzla Aþenuborgar. Er það lítið hof með dóriskum súlum, sem byggt var eftir sigurinn á Maraþons- völlum. A veggjum musterisins eru áletranir, meðal annars tveir sálmar sungnir App- ollon til dýrðar. Þar hefur verið ritaður lykill að söngvunum, svo að hægt er að þýða nóturnar og kynnast þannig tónum og söng, sem tíðkaður hefur ver- ið í hinni fornu Delfi. við helgiathafnir, sólguðnum til dýrðar. SAMVINNAN 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.