Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 19
teH Vt Bankastjórinn söng þar til dyrnar á stofunni opnuöust og inn kom sú fasmesta kona, sem Napóleon Jónsson hafði nokkurn tima augum litið. LITLAKAFFI Ný framhaldssaga, eftir Kristmann Guðmundsson Þetta er sagan um herra Napóleon Jónsson, veitingahúsrekstur og kvennamál hans i. Það varð slys við höfnina; kassi féll úr trossu og handleggsbraut miðaldra verkamann. — Hann hét Napóleon Jóns- son og var kominn undir fertugt, hæg- lætismaður og vinsæll, en ekkert gáfna- Ijós. Reglusamur var hann og átti dá- lítið af skildingum í bók. Nú komu þeir í góðar þarfir, því að brotið greri illa, og hann var lengi að ná sér. Það var snemma vors, sem slysið vildi til, og hann vafr- aði um göturnar með hönd í fatla fram eftir sumri. Allir, sem hann þekkti, viku góðu að honum, enda var hann jafnan Ijúfur á manninn og brosleitur. Fyrir kom, að bráðókunnugir menn námu staðar hjá honum og gáfu honum í nefið, og oft fékk hann staup hjá kunningjum sínum. Honum þótti sopinn góður, þótt hann gætti ávallt hófs. En dagarnir urðu honum langir, þótt allir væru liðlegir við hann. Hann reyndi að stytta sér stundir með því að fara á pólitískar samkomur, og alloft tók hann þar til máls, því að hann var kommún- isti, og félagar hans sögðu, að það væri sjálfsagt að æfa sig í ræðuhöldum. Að vísu hafði hann ekkert vit á stjórnmál- um og hugsaði sjaldan um þau. En vinir hans héldu því fram, að allir verkamenn yrðu að sameinast gegn íhaldinu, og þess vegna gerðist hann meðlimur í „Félagi Framfara- og Frelsissinna“. Raunar hafði enginn íhaldsmaður gert honum neitt, og hann skammaðist sín hálfpartinn fyrir að vera á móti þeim. Hann hafði aldrei lagt í vana sinn að abbast upp á saklaust fólk. — Heims- speki marxista, sem félagarnir reyndu að troða í hann, fór alveg fyrir ofan garð og neðan hjá honum, og hann nennti ekki að brjóta heilann um svo flókna hluti. Satt bezt sagt, hafði hann aldrei hugsað meira en brýna nauðsyn bar til, því að hann vissi, að maður gat orðið þunglyndur af því. Hann hafði heyrt um vandaða og heilbrigða verkamenn, sem höfðu tekið upp á því að íhuga alls kon- ar dikkedaríur, þangað til þeir voru orðnir hálfvitlausir. Að hugsa var ekki fyrir aðra en menntamenn og þess hátt- ar letingja. En ein ódyggðin býður ann- arri heim: þegar maður var iðjulaus, þá fór maður einmitt ósjálfrátt að hugsa. Er hann ráfaði þannig um göturnar og vissi ekki, hvert halda skyldi, þá fóru að leita á hann alls konar hugleiðingar og heilabrot, sem gera mann að fífli og glata ánægju manns. Og ekki var hann fyrr tekinn að hugsa en honum fór að líða miklu verr, bæði til heilsunnar og skapsmunanna. Þar kom, að hann fyllt- ist gremju og úlfúð og tók að halda þrumandi áróðursræður á útbreiðslu- fundum þeirra félaga. Ekki þóttu þær þó jafn skeleggar sem viljinn var góð- ur. og það kom oft fyrir, að hann fékk snuprur út af smávegis misskilningi á fræðakerfi marxismans. Þetta var laust eftir fyrri heims- styrjöldina og tímarnir í skárra lagi, svo að jarðvegurinn var ekki upp á það bezta undir pólitískan áróður. Fólk hafði nóg að bíta og brenna, og því leiddist að hlusta á prédikanir um neyð og kúgun. Brátt varð líka Napóleon sjálfur leiður á stjórnmálastarfseminni, er hann sá hvern árangur hún bar: Félagamir skimpuðu hann fyrir kunnáttuleysi í fræðum Marx og Lenins, en hinir gáfu HALLDÓR PÉTURSSON honum bara í nefið og sögðu honum svo hlæjandi að halda kjafti. Hann var nú kominn á það stig hins hugsandi manns, að þunglyndi og lífs- leiði tóku að gera vart við sig. Reikaði hann þá oft niðri við höfn fram á nætur eða sat uppi á Arnarhólstúninu og horfði út á sjó. Það var einmitt á síðastnefndum stað, að hann hitti velgerðarmann sinn, bankastjórann. Gerðist það á fögru ágústkvöldi, þegar sólin var að setjast. Bankastjórinn var á leið heim úr veizlu, mátulega rakur, og fegurð náttúrunnar gerði hann svo rómantískan, að hann labbaði upp að Ingólfsstyttunni. Þar hitti hann alúðlegan mann, sem heilsaði honum með mikilli virðingu og tók ofan. Bankastjóranum var slikja í augum, svo að hann athugaði þennan náunga ekk- ert gaumgæfilega, eins og vani hans þó jafnan var, en gaf sig á tal við hann. Varð hann þess brátt var, að maðurinn var óvenjulegum gáfum gæddur, en einkum skilningi, því að hann jánkaði hverju orði, sem bankastjórinn sagði, og féllst í auðmjúkri aðdáun á allar hugmyndir hans. Féll þeim ágætlega vel hvorum við annan, og loks bað bankastjórinn mann- inn að labba með sér á leið. Endaði sú TEIKNAÐI MYNDIRNAR SfiMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.