Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.08.1958, Blaðsíða 8
Önnur verðlaun í smásagnakeppni Samvinnunnar 4HIIS eims Það getur víst varla talizt til stórtíð- inda, þótt tvær flöskur liggi saman í hillu, einkum þegar hillan er naglfast húsgagn í vínverzlun. En flöskur hafa sál, og margar meira að segja mjög við- kvæma sál. Og þar sem fína, franska koníaksflaskan er einmitt ein slik, svar- ar hún alls ekki, þegar óbreytt brenni- vínsflaska yrðir á hana. — Ætti ég að leggjast svo lágt að tala við flösku af hennar tagi? hugsar hún. — Fjarstæða. En sessunautur hennar í hillunni er ekki á því að láta hunza sig alveg, hún segir hressilega: — Ertu mállaus eða hvað? Ekkert svar. — Nú, hvað er þetta, ekki er það mín sök, þó að afgreiðslumaðurinn þekki ekki franskt koníak frá venjulegu brennivíni. En þetta er meir en kbníaksflaskan þolir: — Búa eintómir molbúar hér í þessu landi? — Sei, sei, ekki þennan gorgeir, góða mín. En ég skal fyrirgefa þér, — þú ert ung og nýkomin. — Ég kem beint frá Erakklandi, segir hin mun þóttafyllri en áður. — Já, það leynir sér ekki, segir brenni- vínsflaskan, og svo bætir hún við: — Ég átti nú einu sinni heima á Spáni, og þá var ég líka í fallegum fötum eins og þú — ef ekki fallegri. — Að hugsa sér, segir sú franska hæðnislega — hver skyldi trúa. — Já, segir brennivínsflaskan, og nú talar hún meir við sjálfa sig, — síðan hefur margt drifið á dagana, bæði gott og illt, einkum þó illt. — Nú hvað áttu við? — Veiztu þá ekki, að við erum sjald- an nokkrum til góðs. — Ekki trúi ég því, að ég geri neinum illt, ég skil að þú, — fyrirgefðu hrein- skilni mína, — þú ert ekki nerna brenni- vínsflaska. — En þú, ha, ha, brennivínsflaskan hlær kuldalega, — þú ert fín frönsk flaska, já, sei sei, ég sé það og heyri, en ef þú heldur að það breyti einhverju, skjátlast þér, auk þess verður þú bráðum óásjáleg eins og ég, það getur þú bölvað þér uppá. Um höfundinn Guðný Sigurðardóttir er fædd í Reykja- vík 22. ágúst 1915. Hún nam við Kvenna- skólann, stundaði verzlunarstörf hjá Silla og Valda og hefur alltaf átt heimili í Rvík. Guðný giftist árið 1937 Þórði Benedikts- syni, lögregluþjóni. Þau eiga þriggja her- bergja íbúð á 4. hæð í sambýlishúsinu no. 43 við Hringbraut og búa þar. Þau eiga tvo drengi, sem nú eru 13 og 14 ára. Guðný fékkst nokkuð við ritstörf áð- ur en hún giftist. Fyrsta smásagan, sem birtist eftir hana, hét „Núllið“ og birtist hún í sunnudagsblaði Alþýðublaðsins 1936. Um það leyti birtust einnig smásög- ur eftir Guðný í Iesbók Vísis og Eim- reiðinni. Hún kveðst hafa gert hlé á rit- störfum, meðan drengirnir voru ungir, en nú er hún byrjuð af fullum krafti aft- ur. — Ég. segir koníaksflaskan hneyksluð, — aldrei, heldur vildi ég brotna í þúsund mola. — O, sei sei nei, það vildir þú ekki. Allt er betra en að brotna. Koníaksflöskuna langar til að svara einhverjum skætingi, en hún hefur feng- ið franskt uppeldi og þessvegna stillir hún sig, og segir kurteislega: — Svo þú áttir einu sinni heima á Spáni? — Já, fyrir mörgum árum. Ég hef ferðast mikið og kynnst mörgu fólki. — Það hlýtur að hafa verið skemmti- legt? — Nei. Hvar sem ég hef komið, hef ég séð sorg og eymd. Ég hef séð lítil börn Eftir Guðný Sigurðardóttur gráta, konur skjálfa af ótta og menn breytast í villidýr. Aðeins nokkra mán- uði hef ég verið hamingjusöm, já — mjög hamingjusöm. — Jæja, segir koníaksflaskan, og nú virtist áhugi hennar vakna. — Það var, á meðan ég var lýsisflaska. — Ég hef aldrei hevrt þá víntegund nefnda. — Afsakaðu, — lýsi er ekki vín, held- ur meðal sem lítil börn taka inn til þess að verða hraust og pattaraleg. — Að hugsa sér. — Já, þá leið mér vel. Börnin voru kát og fjörug, allir voru glaðir. Auðvitað grettu greyin litlu sig, þegar þau drukku lýsið, það skil ég vel. Lýsi er feitur vökvi, sjálfsagt mjög bragðvondur. Ojá, ég vildi að ég hefði fengið að vera lýsisflaska á- fram, þá hefði mér alltaf liðið vel. í þessu komu tveir menn inn í búð- ina. — Eina brennivínsflösku, segir annar, 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.