Samvinnan - 01.08.1960, Qupperneq 10
Vilhjálmur Einarsson,
íþróttamaður:
Ólympíuleikvang-
urinn í Helsingfors
1952. Þessi leikvang-
ur þykir frábær að
öllum frágangi og turn-
inn er enn í dag eitt að-
alaðdráttarafl fyrir ferða-
menn. í turninum er mjög
merkilegt iþróttaminjasafn.
Vilhjálmur Einarsson, íþrótta-
maður, sem gat sér mikillar
frægðar á Olympíuleikunum í
Ástralíu, keppir á Olympíuleik-
unum í Róm í sumar. Vilhjálm-
ur ritar hér að þessu sinni ferða-
minningar frá árinu 1954, er
hann fór í sína fyrstu keppnis-
för til útlanda.
Ferðaminningar frá 1954.
Gott er fyrir æskufólk, sem er óráð-
ið í því, inn á hvaða brautir farsælast
muni verá að beina lífi sínu, að hug-
leiða orsakir og afleiðingar af gerðum
sínum. Ef þessa væri vel gætt, væri
liægt að forða mörgum skipbrotrtm.
íþróttunum fylgja ýmsir kostir, sem
leyna á sér, og oft er ekki komið auga
á, þegar vegnir eru og metnir kostir og
gallar. Hér skal drepið á fátt eitt, að-
allega sýndir sumir þeir staðir, sem
íþróttirnar hafa gefið mér kost á að
sjá-
Fyrsta utanferðin var farin með
glímufélaginu Ármann til Finnlands.
Keppt var á ýmsum stöðum og mót-
tökur voru hinar frábærustu. Sá, sem
gistir Finnland, finnur þar hjartaþel,
sem kemur honum til að finnast að
hann sé heima hjá sér. Víða lifði fólkið
við mjög frumstæð skilyrði, án raf-
rnagns og rennandi vatns, en slíkt kem-
ur ekki að sök, allt er hreint og fágað.
Helsingfors er falleg borg í örum
vexti. Þar ægir sarnan gömlu og nýju,
en ekki gleymist að rækta rúmgóða
skrúðgarða víða um borgina, og á heit-
um dögum má sjá unga sem aldna
hópast undir limi trjánna á bekki, eða
á grasið. Náttúrudýrkendurnir liggja
Finnlandsfararnir 1954. Fremri röS f. v.: Gísli
Guðmundsson, hástökkvari, Þórir Þorsteinsson,
hlaupari, Hilmar Þorbjörnsson, hlaupari og
Stefán Kristjánsson, þjálfari. Aftari röð f. v.:
Jóhann Jóhannesson, fararstjóri, Vilhjálmur
Einarsson, þrístökkvari, Sigurður Friðfinnsson,
hástökkvari og Hörður Haraldsson, hlaupari.
Hinir þrír síðasttöldu eru allir starfsmenn SÍS.
10 SAMVINNAN