Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Page 14

Samvinnan - 01.08.1960, Page 14
tvo viðarbúta, annan harðan en hinn mjúkan, til að kveikja eld, las brauð- aldin og bakaði þau, því liann hafði einskis matar neytt í tvo sólarhringa, og þær vistir, sem hann hafði nreð sér haft, höfðu glatast með kanónum. Og naumast var hann byrjaður að borða, er hann sá, sér til ánægju, stúlkuna, sem liann var að leita að, hlaupa í áttina til sín. Þá gerði hann sér ljóst, að hann hafði borið upp á eyna fljót- andi. Heyrandi Himinrödd var klædd stuttu, útsaumuðu tapapilsli, og ökl- ar hennar voru skreyttir skeljasörfi. Hár hennar, sem flóði um axlir og barm, var prýtt hvítum engiferblóm- um, og um háls hennar hékk krans úr skarlatsrauðum rósum. Hún sagði: „Aloha, sveinn. Ást til þín. Til hvers ert þú hingað kominn?" Hann svaraði: ,,Ást, jú einmitt. Um erindi mitt er því til að svara, að daginn áður en stormurinn skall á, yfirgaf ég land mitt til að leita þín. En síðastliðna nótt leið ég skipbrot hér við ströndina og slapp með naumindum lífs af.“ Og sem hún þekkti hann, litaði blóðið kinnar henn- ar, og yndisleiki hennar flóði yfir hann líkt og sjávaralda. Hún spurði: „Hví kveiktir þú eld?“ Hann svaraði: „Til að baka brauðald- in til rnatar." „Nei,“ hrópaði liún. „Þannig brennd verða þau þér banvæn. Komdu með mér og ég mun gefa þér góðan mat.“ Hann gekk með henni heim til húss liennar, sem var mjög fallegt, gert úr sköfnu timbri. Dyratréð var úr fugls- beini og þakið úr fjöðrum. Hún vísaði honum til sætis á mottu, fléttaðri úr sefgrasi, og fékk lionum skál úr harð- viði, fyllta kúmara- berjum. „Hér er matur,“ sagði hún. „Fólkið mitt er að tína meira af þeim, en þessi munu slæva hungur þitt.“ „Ég færi þér þakkir,“ sagði hann. „En viltu ekki lofa mér að baka fáein brauð- aldin? „Hafið hefur ireiðanlega gert þig ruglaðan,“ hrópaði hún. „Að snæða brenndan mat er bani vís.“ „Bíddu,“ sagði hann, gekk út og byggði jarðar- ofn rétt utan við dyrnar, hitaði stein- ana og þegar hann hafði bakað brauð- aldin, borðaði liann þáð, en hún horfði á hann óttaslegin. En er hún sá, að honum varð í raun og sann- leika gott af þessum mat, fór svo, að hún lét til leiðast að smakka á hon- um. Og henni fannst bragðið ágætt. Hann spurði: „Borðar þú allan mat hráan?“ Hún játaði: „Aldrei fyrr hef ég vit- að hann borðaðan brenndan." Síðan sagði hún honunr hver hún væri, og lýsti fyrir honum landi sínu, Konungsríkinu Efra og Ytra, þar sem faðir hennar var konungur. Þá skýrði liann lrenni frá hví hann hefði fylgt henni eftir, og frenrur kosið sjódauð- ann en að lifa án hennar. Og ást henn- ar, er lifnað hafði við fyrstu sýn, náði nú fullunr blóma. Þegar æðsti ráðgjafinn kom að þeim, Ijómuðu andlit þeirra beggja. Þegar Áraskellir hafði sagt honum frá ást þeirra, sagði hann: „Ó, kon- ungsdóttir! Þótt maður þessi sé höfð- ingi mikill í sínu landi, er engan veg- inn auðvelt fyrir þig að taka þér lrann til eiginmanns. Þú verður að minnsta kosti að snúa til Konungsríkisins Efra og Ytra og fá leyfi hins tigna föður þíns.“ Hún svaraði: „Hann mun ekki neita mér um þessa bæn, nei aldrei!“ Og hárri röddu skipaði hún eynni fljótandi að snúa til þess staðar, þar sem hún hafði verið búin til og sett á flot. Og samstundis rann á blíður byr, er bar eyna þangað, sem vínviðurinn mikli greri. Þar gróðursetti hún eitt hinna gló- aldinlitu fræja, eins og faðir hennar hafði sagt henni, vökvaði það með sætu vatni og hafði yfir hin tilskildu orð. Og fræið spíraði óðara og tréð spratt úr jörðu. Hún gat með naumindum komið sér fyrir í krónu þess áður en það hófst til himins hraðar en steini verður kastað. Sem það reis hærra og hærra varð Heyrandi Himinrödd gripin skelfingu. Hún hrópaði niður til Áraskellis: „Ó, ástin mín! Hendur mínar kólna, en fætur stirðna. Hjarta mitt titrar af ótta.“ Og hann hrópaði á móti: „Ó, pálmatré! Gættu þess, að konungs- dóttirin hrapi ekki niður!“ Og þá vafði pálminn blöðum sínum um hana og liélt henni fastri. Þannig þaut hún upp á við, gegnum regnskýin votu. Hafernir réðust ekki á hana, og þeg- ar hún náði upp til Konungsríkisins Efra og Ytra og bað tréð að hætta að gróa, beygði það sig og setti hana niður á jaðar þess. Eftir það hjaðnaði tréð eins fljótt og það hafði gróið, og að lokum varð ekki annað eftir af því en venjulegur pálmi niðri á eynni fljótandi. Heyrandi Himinrödd hraðaði sér til húss föður síns, sem ávarpaði hana þessum orðum: „Velkomin heim aft- ur, dóttir mín. Hér áttu heima og hér skaltu dvelja framvegis. En sástu nokk- uð markvert á þessum skítugu eyjum þarna neðra?“ Hún svaraði: „Ó, faðir minn! Ég hitti þar mann, höfðingja mikinn og stríðsmann, sem ég hyggst taka mér til eiginmanns. Veittu mér samþykki þitt.“ Hann yggldi sig: „Slíkt hjóna- band getur einungis haft óhamingju í för með sér!“ sagði hann. „Þú ættir fremur að giftast einhverjum landa þinna.“ En hún grét og þrábað hann: „Ef ég fæ hans ekki, giftist ég aldrei!“ Og þar sem hjarta hans hafði alltaf verið viðkvæmt gagnvart tárum henn- ar, sagði hann: „Þú segir þennan pilt þinn höfðingja mikinn og stríðsmann. Ef svo er, hlýtur hann að standa und- ir vernd Himinsins. Ef hann kemst hjálparlaust upp vínviðinn mikla með hníf einan að vopni, skal hann fá þig fyrir konu.“ Þetta sagði hann sökum þess, að liann trúði því að Áraskelli myndi mis- takast. Fram að þessu hafði aðeins ein- um manni heppnast að klífa vínviðinn, og þótt hann væri með lífsmarki, er upp kom, andaðist hann fljótlega af áreynslunni. En konungsdóttir hrópaði upp yfir sig af ánægju, og sagði. „Gott og vel! Gefðu æðsta ráðgjafanum strax til kynna ákvörðun þína, svo eigin- maður minn tilvonandi geti komið án tafar, því mig hungrar eftir kossum hans!“ Framhald í næsta blaði. Heyrandl Himinrödd Áraskellir 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.