Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Síða 19

Samvinnan - 01.08.1960, Síða 19
Skrifarinn ákvað að gera reiknings- yfirlit fyiir fyrirtækið. „Nú getur þú sagt söguna," sagði hann við piltinn. „Hvaða sögu?“ spurði pilturinn. „Alla söguna,“ svaraði Elisliama. „Þegar þú segir frá því sem fyrir þig kom, hvað þú sást og gerðir í gær- kvöldi og í nótt, þá segir þú alla sög- una. Þú ert eini sjómaðurinn í allri veröldinni, sem getur sagt hana frá upphafi til enda, með öllu tilheyr- andi, samkvæmt eigin reynslu.“ Pilturinn horfði lengi á Elishama. „Hvað fyrir mig hefur komið?“ sagði hann að lokum. „Hvað ég hef séð og gert í gærkvöldi og nótt? Hví kallar þú þetta sögu?“ „Vegna þess að þú hefur sjálfur heyrt hana sagða,“ sagði Elishama. „Hún fjallar um sjómann, sem gekk á land í stórri borg. Og sem hann er á göngu í götu nálægt höfninni, nemur vagn staðar við hlið hans og gamall herra- maður stígur út og segir við hann: „Þú ert hraustlegur sjómaður. Viltu vinna fyrr fimm gíneum í nótt?“ Pilturinn stóð hreyfingarlaus. En hann hafði sérstaka hæfileika til þess að safna kröftum sínum, án nokkurr- ar hreyfingar eða ofstopa, gegn þeim manni er liann ræddi við, og gnæfði þá yfir hann með voldugum, ógnandi þunga, sem nægði til þess að við- ræðumaður hans taldi líf sitt í voða. Þannig hafði hann komið mr. Glay á óvart er þeir mættust fyrst á göt- unni, og í annað sinn um kvöldið. Jafnvel Elishama, sem ekki kunni að hræðast, kipptist ósjálfrátt við. Hann hörfaði lítið eitt undan hinni risa- vöxnu veru, er stóð fyrir framan hann og virti hana fyrir sér — ekki í hræðslu, heldur með þeirri sömu dulúðugu, lítið eitt sársaukafullu samúð, sem liann hafði haft með fugl- um og kvenfólki alla sína ævi. En hin stórvaxna vera fyrr framan liann var friðsöm. Hann horfði einn- ig á Elishama, áhugasamur en róleg- ur. „Þessi saga,“ sagði hann, „er allt ann- ars eðlis en það, sem fyrir mig kom.“ „Segja frá því, sem fyrir mig bar —“ sagði hann ennfremur. „Hverjum skyldi ég segja frá því? Hver inundi trúa mér?“ Hin friðsamlega orka hans virtist öll sameinast í síðustu setningunni: „Ég mun ekki segja frá því,“ mælti hann, „jafnvel ekki fyrir hundrað sinnum fimm gíneur!" Elishama lauk upp dyrunum fyrir næturgestinum. Trén og blómin í garði mr. Clays voru vot af dögginni, og í morgunglætunni virtust þau eins ný og fersk og þau hefðu nýlega ver- ið sköpuð. Himininn var heiður og rósrauður að lit. Einn af páfuglum mr. Clays skrækti yfir á flötinni og myndaði dökka rák í silfurlitt grasið með hinu langa stéli sínu. Lengra í burtu heyrðust veikari liljóð frá hinni vaknandi borg. Sjómanninum varð litið á böggul sinn, er hann kvöldið áður hafði lagt frá sér á borð á svölunum. Hann lyfti honum upp til að taka hann með sér, en datt þá eitthvað í hug, lét liann niður aftur og leysti liann upp. „Viltu gera mér greiða?" spurði hann Elishama. „Jú, gjarnan,“ svaraði Elishama. „Einu sinni fyrir löngu síðan,“ sagði pilturinn, „dvaldi ég á ey, þar sem úði og grúði af krákuskeljum og kuð- ungum. Sumir þeirra voru fellegir út- lits, ef til vill sjaldgæfir, kannske að- eins til á þessari ey. Ég týndi nokkra á hverjum degi. Nokkra þeirra, þá fallegustu, tók ég með mér. Ég hugð- ist flytja þá með mér heim til Dan- merkur. Þetta er hið eina, er ég hef meðferðis heim.“ Hann breiddi úr þessu safni sínu á borðinu og horfði íhugull á það. Að lokum valdi hann úr stóran, ljóm- andi kuðung og rétti hann Elishama. „Ég gef henni þá ekki alla,“ sagði hann. „Hún á svo margt góðra gripa, að hún liefur ekkert að gera við slík- an sæg af kuðungum. En ég hygg, að þessi sé af sjaldgæfri tegund. Ef til vill á hann hvergi sinn líka.“ Hann strauk hægt yfir kuðunginn með fingrunum. „Hann er mjúkur viðkomu eins og liné,“ sagði hann. „Og sé honum haldið upp að eyranu, heyrist ómur af söng. Viltu færa henni hann frá mér? Og segja henni, að bregða honum upp að eyranu?“ Hann bar hann upp að sínu eigin eyra, og í sömu mund breiddist ein- kennilegur, fiiðvænlegur ljómi yfir ásjónu hans. Elishama hugsaði, að þrátt fyrir allt hefði hann séð það réttilega kvöldið áður, að pilturinn var barnungur. „Já,“ sagði hann, „ég skal áreiðan- lega muna eftir að færa lienni hann.“ „Og viltu muna að segja henni ,að bregða honum upp að eyranu?“ bað pilturinn. „Já,“ sagði Elishama. „Þökk fyrir. Og vertu sæll,“ sagði sjó- maðurinn og rétti Elishama hina stóru stóru krumlu sína. Hann gekk niður tröppurnar, og út að hliðinu og hvarf. Elishama stóð og horfði á eftir hon- um. Þegar liinn risavaxni, ungi lík- ami var ekki lengur sjáanlegur, bar hann kuðunginn upp að eyranu. Hann heyrði hægan, djúpan nið, sem líktist mest brimnið í fjarska. Elis- liama varð fyrir nákvæmlega sömu áhrifum og pilturinn fyrir lítilli stundu. Hann varð gagntekinn af undarlegri, mildri tilfinningu og varð djúpt snortinn af að heyra nýja rödd í húsinu, í sögunni. „Ég hef heyrt hana áður,“ hugsaði hann, „fyr- ir löngu. En hvar?“ Hann lét höndina síga. S ö g u 1 o k . í mínu ‘ungdæmi voru heimskingjar teknir upp á eyrunum, drengur minn. Borgið þér fyrir bæði? SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.