Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Side 23

Samvinnan - 01.08.1960, Side 23
dýraplágur, en lækningaað- ferðir og bótameðul eru ein- skær hindurvitni. Það þykir eðlilegur hlutur og óumflýj- anlegur að meiri hluti barna deyi strax við fæðingu. Sé eitthvað ræktað verða menn að halda vörð um gróðurinn, eigi síður en skepnurnar. Ein plágan er vefarafuglinn. -— Við sáum lireiður hans lianga á grein- um akasíutrjánna á kristni- boðsstöðinn í Konsó, líkt og gula ávexti. — í Suður-Súd- an steypa þessir smáfuglar sér í milljónatali yfir kornakr- ana, setjast á hvert strá og éta hvert einasta korn úr ax- inu. Og vera má að stærri skepnur laumist inn á akr- ana í náttmyrkrinu og séu allir á bak og burt þegar birtir af degi. En verksum- merki sýna að fílar hafa á einni nóttu breitt ökrunum í moldarflag. Súdan er á því svæði Mið- og Austur-Afríku þar sem mest er um villidýr, smá og stór, svo sem fíla, gíraffa, sebrahesta, ljón, pardusdýr, ferlega hvíta nashyrninga, antílópur og gazellur, svo nokkur hinna stærri dýra séu nefnd. Vatnahestar og krókó- dílar allt að því 6 metra lang- ir, fyrirfinnast einkum í Suð- ur-Súdan. Er þá fátt eitt tal- ið af þeim urmul villidýra, er reika um auðnir landsins, leynast í skógarþykni og kjami hitabeltisins, halda sig á sléttum gresjum, eða uppi á hálendi Vestur-Súdans. A oddanum, þar sem Bláa- og Hvíta-Níl renna saman í einn farveg, stendur höfuð- borg Súdans, — Khartúm. Nafnið merkir fílsrani, en svo hét oddinn löngu áður en borgin bygðist þar fyrir ein- um 130 árum. Við komum til Khartúm seint á degi. Gistiliúsið, sem okkur var vísað til — Grand Hotel — er á bökkum Bláu- Nílar. Það var fullt þótt stórt sé, en hafði útibú um borð í gufuskipi, er lá við fljóts- SAMVINNAN 23 bakkann. Var okkur fenginn þar svefnklefi síður en svo okkur á móti skapi. Ferðafélagi minn, Petersen verkfræðingur, liafði komið til Khartúm áður og átti strax eftir koinuna erindi í síma. Ég saknaði þess fyrir mitt leyti, að hafa engin sam- bönd í þeirri ókunnu og ný- stárlegu borg. Verkfræðingurinn kom aftur að vörmu spori og sagði þau tíðindi, að hann hefði rekist á íslenzkt nafn í síma skránni, — J. Thorkelsson. Ég dró það í efa, að nokkur íslendingur væri í Khartúm og taldi líklegt að hér væri um sænskan mann að ræða. — Nei, svaraði Pedersen. Svíar heita ekki Thorkelsson. Nafnið er íslenzkt. Þannig atvikaðist það, að ég var ekki fyrri kominn til Súdans en ég komst í kynni við Jón Þorkelsson, sem er mér vitanlega eini íslending- urinn í öllu landinu. Jón er ættaður frá Stokks- eyri og er af hinni kunnu Bergsætt. Ungur missti hann föður sinn og fluttist nokkru síðar, ásamt móður sinni til Hafnarfjarðar, og er hún enn á lífi. — Flutti ég henni kveðjur frá hennar ágæta syni. Mér reyndist hann eins og væri hann bróðir minn. Hann tók sér frí frá störfum Súdanbúar nota enn í dag frumstæö tæki til flestra daglegra þarfa. Hér getur að líta gamaldags vatnsdælu. lieilan dag, til þess að geta verið með mér, ekið mér urn borgina og sýnt mér það, sem liann taldi markverðast. Jón er flugvirki, starfar lijá brezku flugfélagi og er kvæntur enskri konu. Ég spurði hann hvernig honum félli veran í Khart- úm. Hann minntist, að hætti sannra íslendinga, umfram allt á veðurfarið. — Hitar eru þar nálega óþolandi fyrir Norðurlandamenn, að minnsta kosti hálft árið. Vinnutími er frá hálf sex að morgni til kl. tvö síðdegis. Ollum verzlunum og skrif- stofum er lokað, heitasta tíma dagsins, frá kl. tvö til fimm e. h. Þessar reglur gilda þó aðeins í Khartúm. Aðrir bæir í Súdan eru víst bless- unarlega lausir við lögreglu- samþykktir. Khartúm reistu Bretar 1898, eða öllu heldur endur- reistu — og spöruðu ekkert til. Sagði Jón mér, að fyrir þeim hefði vakað að auka enn á hróður sinn, byggja ný- tízku borg, sem landsmönn- um fyndist mikið til um og þeir dáðust að. — Mér er ekki kunnugt hvort Súdanir kunnu að meta verk þeirra eða ekki. Það er ekki ævinlega að aðrir líti sömu augum á frammistöðu okkar og sjálfir við. En livað um það, þá ber Khartúm enn í dag langt af Súdanbúi viS áveitustörf.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.